SSFblaðið - des. 2014, Blaðsíða 35

SSFblaðið - des. 2014, Blaðsíða 35
35 og þvottavélar, auk annarra raftækja eins og sjónvörp og hljóm- flutningstæki. Einnig var lagt til að barnabætur yrðu hækkaðar um 13%. Forystumenn stjórnarandstöðunnar á þingi gagnrýndu frumvarpið. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, sögðu frumvarpið hygla þeim best stöddu og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði frumvarpið frjálshyggjutilraun. Hækkun virðisaukaskatts á matvæli mætti mikilli gagnrýni stjór- narandstöðu, verkalýðshreyfingarinnar og fleiri aðila. Íslenska kaRlalandsliðið Í knattspyRnu hóf keppni Í undankeppni em með miklum kRafti þegaR þeiR mættu tyRkjum á laugaRdalsvelli. Íslenska liðið var mun betri aðilinn á vellinum og vann öruggan 3:0 sigur. gosmengun mældist mjög mikil á ReyðaRfiRði og vaR böRnum og viðkvæmum Ráðlagt að halda sig innandyRa Í tilkynningu fRá almannavöRnum. Styrkur brennisteinsdíoxíðs fór upp í tæplega 2600 míkrógrömm á rúmmetra sem var langhæsta gildi sem nok- kurn tíman hafði mælst á Íslandi. fyRsti funduR fjáRmálastöðugleikaRáðs fóR fRam Í fjáRmála- og efnahagsRáðuneytinu. Í ráðinu sitja fjármála- og efnahagsráðherra, sem er formaður ráðsins, seðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeft- irlitsins. Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika. Á heimasíðu ráðsins segir að verkefni þess sé m.a. að móta opinbera stefnu um fjármálastöðu- gleika, meta efnahagslegt ójafnvægi, áhættu í fjármálakerfinu, aðstæður sem þykja líklegar til að ógna fjármálastöðugleika og skilgreina mögulegar aðgerðir til að varðveita stöðugleika. Í maRkaðspunktum gReiningaRdeildaR aRion banka kom fRam að deildin teldi stjóRnvöld kunna að veRa að vanmeta áhRif viRðisaukaskattsbReytinga og bReytinga á vöRugjöldum. Sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu var gert ráð fyrir að breytingin yrði til lækkunnar á verðlagi um 0,2%. Í markaðspunktunum kom fram að erfitt væri að meta bein verðlagsáhrif skattabreytinganna en sagði þó að nokkrir þættir bentu til þess að verðlagsáhrifin yrðu meiri en gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Þar vísa starfsmenn greiningardeildarinnar til þess að hækkun á neðra þrepi virðisau- kaskattsins skili sér líklega af meiri krafti út í verðlag en lækkun efra þrepsins og afnám vörugjalda. landsbankinn sagði upp 18 staRfsmönnum bankans. Þetta kom fram í tilkynningu frá bankanum vegna hagræðingaraðgerða bankans. Í tilkynningu bankans kom fram að „áfram er unnið að breytingum í Landsbankanum sem leiða munu til hagræðingar og einföldunar í rekstri líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Breytingar síðustu ára snúa annars vegar að aukinni skilvirkni og einföldun á vinnulagi og hins vegar að hagræðingu vegna þess að stórum verkefnum, t.d. fjárhagslegri endurskipulagningu viðskip- tavina er að ljúka og staða bæði heimila og fyrirtækja fer jafnt og þétt batnandi“ sagði í tilkynningunni. Þessar aðgerðir hafa leitt til þess að stöðugildum hefur fækkað um 150 á undanförnum árum. Í tilkynningu bankans sagði að fyrirséð væri að um 40 starfsmenn til viðbótar láti af störfum fram að áramótum, 18 vegna uppsagna nú, en aðrir vegna aldurs. Jafnframt sagði að afgreiðslu bankans í Sandgerði yrði lokað og bakvinnsla sem starfrækt hefði verið í Reykjanesbæ yrði flutt í starfsstöð bankans í Mjódd í Reykjavík. Starfsmönnum úr Reykjanesbæ buðust störf þar. Þá var jafnframt tilkynnt að starfsemi þjónustuvers bankans á Selfossi yrði hætt og skiptiborð bankans á Akureyri yrði sameinað starfsemi þjó- nustuversins þar. bRennisteinsmengun fRá gosstöðvunum Í holuhRauni náði nýjum hæðum þegaR styRkuR bRennisteinsdÍoxÍðs fóR yfiR 3600 mÍkRógRömm á skömmum tÍma á ReyðaRfiRði. Aldrei áður hefur mælst svo hár styrkur í byggð hér á landi. stjóRn bsRb mótmælti fyRiRætlunum stjóRnvalda að „hækka skatta á nauðsynjavöRuR, dRaga úR áunnum Rétti atvinnulausRa og aukningu á gReiðsluþátttöku almennings fyRiR almannaþjónustu líkt og hún birtist í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2015“ þetta kom fram í ályktun stjórnar BSRB. Íslenska kvennalandsliðið Í knattspyRnu sigRaði lið ÍsRaela 3-0 á laugaRdalsvelli Í undankeppni hm. gosviRkni vaR áfRam stöðug og jaRðskjálftaviRknin hélt áfRam. Mesta gosvirkni stóð frá miðgígnum í gígaröðinni. ákæRan á henduR gÍsla fRey valdóRssyni, þáveRandi aðstoðaRmaðuR innanRÍkisRáðheRRa, vaR þingfest Í héRaðsdómi. Gísli Freyr lýsti sig saklausan yfir ákæruliðum saksóknara og lagði fram frávísunarkröfu byggða á þeim forsendum að rannsókn málsins og ákæran sjálf hafi verið háð miklum annmörkum. daguR ÍslenskRaR náttúRu vaR haldinn hátÍðleguR. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið verðlaunaði Ríkisútvarpið annarsvegar fyrir fjölmiðlaumfjöllun um umhverfis- og náttúruverndarmál og svo hinsvegar Tómas J. Knútsson sem hlaut Náttúruverndarviðurken- ningu Sigríðar í Brattholt, en Tómas stofnaði Bláa herinn, frjáls s t j ó R n m á l s t j ó R n m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l a l m e n n t a l m e n n t a l m e n n t a l m e n n t b a n k a m á l

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.