SSFblaðið - des. 2014, Blaðsíða 45

SSFblaðið - des. 2014, Blaðsíða 45
45 möRgum til mikillaR gleði skRifaði eiðuR smáRi guðjohnsen, fyRRveRandi leikmaðuR m.a. baRcelona og chelsea, undiR samning við sitt gamla félag bolton. Eiður mun spila með liðinu út leiktíðina 2014/2015. Eiður hafði verið án samnings eftir að hann yfirgaf belgíska liðið Club Brügge. Margir biðu því spenntir eftir að sjá til þessa farsælla íslenska leikmanns aftur í ensku knattspyrnunni. gunnlauguR jónsson og ágeiR eyþóRsson, dagskRáRgeRðaRmenn á Rás tvö fengu veRðlaunin lÍtinn fugl fyRiR þáttaRöð sÍna „Árið er...“ Jakob Frímann Magnússon, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, afhenti verðlaunin. Þáttaröðin „Árið er...“ fjallar um íslenska tónlistarsögu frá árinu 1983 og áfram og hefur vakið talsverðar vinsældir landsmanna. jón páll eyjólfsson vaR Ráðinn leikhússtjóRi leikfélags akuReyRaR. Jón lauk leiklistarnámi frá Lundúnum árið 2000 og hefur leikið og leikstýrt hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar og víðar. bRynjaR nielson sló fRéttamann RÍkisútvaRpsins út af laginu Í tilRaun hans við að taka viðtal við þingmanninn. Fréttamaðurinn hafði ætlað að spyrja Brynjar út í það hvort hann væri svek- ktur yfir því að hafa ekki verið boðið að taka sæti sem innan- ríkisráðherra. Brynjar sagði svo ekki vera, hann væri of gamall til þess að fara í fýlu og bætti því við að hann væri ekki fýlug- jarn þrátt fyrir að hann liti út eins og raun ber vitni. Við það sprungu bæði fréttamaðurinn og þingmaðurinn úr hlátri. Ekkert varð af hinu upprunalega viðtali en hláturskastið svaraði aftur á móti spurningunni ágætlega. Myndbandið af hlátrasköllunum vakti mikla athygli og vinsældir. landsfRamleiðslan á fyRstu nÍu mánuðum áRsins 2014 jókst um 0,5% að Raungildi boRið saman við fyRstu nÍu mánuði áRsins 2013 skv. tilkynningu hagstofunnaR. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, um 3%. Samkvæmt tilkynningunni jókst einkaneysla um 2,8%, samneysla um rúmlega 1% og fjárfesting um 12%. Útflutningur jókst um rúm 5% og innflutningur nokkru meira, eða um 10,8%. valmunduR valmundsson vaR kjöRinn foRmaðuR sjómannasambands Íslands. Hann tók við af Sævari Gunnarssyni sem hafði verið formaður sambandsins í 20 ár. lagið þannig týnist tÍminn eftiR bjaRtmaR guðlaugsson vaR valið óskalag þjóðaRinnaR Í sÍmakosningu. Óskalög þjóðarin- nar var íslenskur skemmtiþáttur sýndur í Ríkissjónvarpinu þar sem þjóðinni gafst kostur velja óskalögin sín. Flestir völdu lag Bjarmars, Þannig týnist tíminn, en lagið var flutt af Páli Rósink- ranz. Í öðru sæti var Ást eftir Magnús Þór Sigmundson við ljóð Sigurðar Nordal og í þriðja sæti Söknuður eftir Jóhann Helgason og Vilhjálm Vilhjálmsson. Bjartmar sagðist afskaplega þakklátur íslensku þjóðinni fyrir að hafa valið lagið sem honum sjálfum þykir mjög vænt um. steinþóR pálsson, bankastjóRi landsbankans, gReindi fRá þvÍ Í fRéttum RÍkisútvaRpsins að landsbankinn ætti Í viðRæðum við aRion banka um sölu á hlut sÍnum Í valitoR. Landsbankinn á í um 38% í Valitor. enn ein lotan Í veRkfalli lækna hófst. Nú náði verkfallið til heilsugæslulækna um allt land sem og lækna á kvenna-, barna-, aðgerða- og rannsóknasviðum Landspítalans. Verkfallið olli tal- sverðum óþægindum og lengingum á biðlistum en fjölmargir þurftu frá að hverfa frá boðuðum tíma hjá lækni. félag pRófessoRa við RÍkisháskóla samþykktu nýjan kjaRasamning Í atkvæðagReiðslu. þRátt fyRiR að aflaveRðmæti hefði dRegist saman á áRinu báRust mjög jákvæð tÍðindi um stöðu þoRsksstofnsins en ástand hans mældist betuR Í haustRalli hafRannsóknaRstofnunaR en það hefuR nokkuRn tÍma geRt fRá þvÍ stofnmælingaR hófust áRið 1996. Vísitala þorsks hefur hækkað hratt síðastliðin sjö ár og árið í ár var engin undantekning. Ýsan kom einnig mjög vel út eftir sex slæma árganga í röð skv. upplýsingum Hafrannsóknarstofnunnar. 2014 árgangurinn mældist sá næststærsti síðan haustrall hófst árið 1996. Þá var heildarvísitala gullkarfa sú mesta frá upphafi en sá stofn hefur stækkað jafnt og þétt frá árinu 2000. Þá sagði Guð- mundur Jóhann Óskarsson, sérfræðingur í síldarrannsóknum hjá Hafrannsóknarstofnun, í fréttum Ríkisútvarpsins að stofn íslensku sumargotssíldarinnar sé á uppleið og óðum að ná sér eftir mikil áföll síðustu ára. peningastefnunefnd seðlabanka Íslands ákvað að lækka vexti bankans um 0,5%. Í tilkynningu frá peningastefnunefnd sagði: „Hagvöxtur á þessu ári, þar af einkum vöxtur einkaneyslu, stefnir í að verða minni en áður var spáð, ef marka má nýjustu þjóðhagsreikninga. Þær tölur eru hins vegar verulega á skjön við aðrar vísbendingar um þróun eftirspurnar, hvort heldur gögn um innflutning eða ýmsa mælikvarða á veltu. Batinn á vinnumarkaði heldur áfram, þótt eitthvað hafi hægt á vexti vinnuaflseftirspur- m e n n i n g m e n n i n g s t j ó R n m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l a l m e n n t

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.