SSFblaðið - des. 2014, Blaðsíða 33

SSFblaðið - des. 2014, Blaðsíða 33
33 eftirvæntingu. Timberlake hafði spókað sig um á Íslandi í nokkra daga ásamt fylgdarliði og mært landið í fjölmiðlum. Um 16.000 tónleikagestir sóttu tónleikana skv. fréttum Ríkisútvarpsins. Hljómsveitin GusGus hitaði upp fyrir Timberlake. almaR guðmundsson vaR Ráðinn fRamkvæmdastjóRi samtaka iðnaðaRins. Hann tók við starfinu af Kristrúnu Heimisdóttur. Almar hafði áður verið framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og gegnt því starfi í fimm ár. umboðsmaðuR alþingis ákvað að taka samskipti hönnu biRnu kRistjánsdóttuR, innanRÍkisRáðheRRa og stefán eiRÍkssonaR, lögReglustjóRa á höfuðboRgaRsvæðinu, til foRmlegRaR athugunaR, að eigin fRumkvæði. Hann sendi Hönnu Birnu þriðja bréf sitt og óskaði eftir skýringum á samtölum ráðherra við lögreglustjórann. Hanna Birna sagðist í yfirlýsingu í kjölfar bréfsins að hún íhugaði hvort hennar framtíðarstaður væri í stjórn- málum, eða utan þeirra. Hún sagði að í bréfi umboðsmanns væri trúnaðarsamtöl lögreglustjóra við hana og aðra sett í óskiljanlegt samhengi. Hún sagðist ætla að „nýta það svigrúm næstu misseri til að skýra betur en ég hef áður getað hvernig þetta smáa mál í stórum verkahring ráðuneytisins hefur orðið að farsakenndu stórmáli og hvernig það horfir við mér pólitískt – en einnig til að taka persónulega ákvörðun um það með mínum nánustu hvort stjórnmálin eru minn framtíðarstaður eða hvort baráttan fyrir betra samfélagi verði betur háð utan kerfisins en innan þess.“ vÍsiR.is gReindi fRá þvÍ að laugaR ehf. hefði keypt 4,42% hlut Í dv ehf. en mikil átök voRu um eignaRhaldið á fjölmiðlinum. Björn Leifsson, einn eigenda Lauga, sagðist í samtali við Vísi vilja hafa áhrif á að hér á landi væri rekið gott dagblað og að Reyni Traustasyni, ritstjóra DV, yrði komið frá. atvinnuleysi mældist 3,3% Í júlÍ 2014 samkvæmt tölum hagstofu Íslands. Atvinnuþátttaka var nokkuð meiri og atvin- nuleysi minna en sama mánuð árið 2013. Atvinnulausum hafði fækkað um 1.400 milli ára. veRðbólga undanfaRna tólf mánuði hafði veRið 2,2%, samkvæmt tölum fRá hagstofu Íslands. Húsnæðisverð hækkaði talsvert sem hafði þau áhrif að verðbólga mældist meiri. kjaRninn gReindi fRá þvÍ að seðlabanki hollands hefði selt deutsche bank kRöfuR sÍnaR á henduR landsbankanum vegna icesave. Þetta kom fram í tilkynningu á vef hollenska seðlabankans. Í svari hollenska fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu Ríkisútvarpsins sagði að hollenska ríkið hefði með sölunni endur- heimt allt það fé sem það greiddi til innstæðueigenda í Icesave þegar Landsbankinn féll 2008. Heildarkrafan nam að jafnvirði um 219 milljörðum íslenskra króna. sigmunduR davÍð gunnlaugsson foRsætisRáðheRRa tók við embætti dómsmálaRáðheRRa. Sex málaflokkar færðust þar með úr innanríkisráðuneytinu. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hafði beðist undan málefnum dóms- og ákæru- valds eftir að aðstoðarmaður hennar var ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitanda. hagnaðuR aRion banka á fyRRi helmingi áRsins 2014 nam 17,4 milljöRðum kRóna eftiR skatta samanboRið við 5,9 milljaRða kRóna á sama tÍmabili áRsins 2013. Arðsemi eigin fjár var 23,4% samanborið við 8,9% á sama tímabili árið 2013. Heildareignir námu 949,0 milljörðum króna samanborið við 938,9 milljarða króna í árslok 2013. Eiginfjárhlutfall bankans í lok tímabilsins var 25,6% en var 23,6% í árslok 2013. Þetta kom fram í afkomutilkyn- ningu Arion banka fyrir fyrri hluta ársins 2014. eldgos hófst Í holuhRauni. Hraun rann til suð-austurs og virtist renna hratt. Eldgosið varði ekki lengi yfir, stóð að mati jarðvísin- damanna í 3-4 klst. Jarðhræringar höfðu staðið yfir í tæpar tvær vikur í norðanverðum Vatnajökli. hluthafafunduR fóR fRam hjá advania. Á fundinum eignuðust alþjóðlegir fagfjárfestar tæplega 57% hlut í fyrirtækinu. Framtakss- jóður Íslands átti 71% hlut í fyrirtækinu fyrir fundinn en átti að honum loknum 32%. Thomas Ivarson tók við stjórnarformennsku í félaginu eldgos hófst að nýju Í holuhRauni noRðan vatnajökuls. Gossprungan var um einn og hálfur kílómetri að lengd og norðar en fyrri sprunga. Hraunstrókar náðu um 70 metra upp í loftið samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins. Gufubólstrar risu upp frá sprungunni og náðu nokkur hundruð metra hæð. Ekkert gjóskufall var og enginn gosmökkur. Gosið hafði engin áhrif á flugumferð. b a n k a m á l s t j ó R n m á l s t j ó R n m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l a l m e n n t a l m e n n t

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.