SSFblaðið - des. 2014, Blaðsíða 27

SSFblaðið - des. 2014, Blaðsíða 27
27 samband ÍslenskRa sveitaRfélaga og félag leikskólakennaRa skRifuðu undiR nýjan kjaRasamning og þar með var komið í veg fyrir að fyrirhugað verkfall leikskólakennara hæfist en boðaðar verkfallsaðgerðir áttu að hefjast þann 19. júní. Um skammtí- masamning til eins árs var að ræða. gRÍman, Íslensku sviðslistaveRðlaunin, voRu veitt Í boRgaRleikhúsinu. Eftirtaldir voru verðlaunaðir: Sýning ársins 2014; Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson í sviðsetningu Íslensku óperunnar. Leikrit ársins 2014; Stóru börnin eftir Lilju Sigurðardóttur í sviðsetningu Lab Loka. Leikstjóri ársins 2014; Egill Heiðar Anton Pálsson fyrir Gullna hliðið í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar. Leikari ársins 2014 í aðalhlutverki; Hilmir Snær Guðnason fyrir Eldraunina í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Leikkona ársins 2014 í aðalhlutverki; Margrét Vilhjálmsdóttir fyrir Eldraunina í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Leikari ársins 2014 í aukahlutverki; Bergur Þór Ingólfsson fyrir Furðulegt háttalag hunds um nótt í sviðsetningu Borgarleikhússins. Leikkona ársins 2014 í aukahlutverki; Nanna Kristín Mag- núsdóttir fyrir Óskasteina í sviðsetningu Borgarleikhússins. Barnasýning ársins 2014; Hamlet litli eftir Berg Þór Ingólfsson í sviðsetningu Borgarleikhússins. Leikmynd ársins 2014; Egill Ingibergsson fyrir Gullna hliðið í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar. Búningar ársins 2014; Helga Mjöll Oddsdóttir fyrir Gullna hliðið í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar. Lýsing ársins 2014; Björn Bergsteinn Guðmundsson og Petr Hloušek fyrir Furðulegt háttalag hunds um nótt í sviðsetningu Borgarleikhússins. Tónlist ársins 2014; Gunnar Þórðarson fyrir Ragnheiði í svið- setningu Íslensku óperunnar. Hljóðmynd ársins 2014; Vala Gestsdóttir og Kristinn Gauti Einarsson fyrir Litla prinsinn í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Söngvari ársins 2014; Elmar Gilbertsson fyrir Ragnheiði í sviðsetningu Íslensku óperunnar. Dansari ársins 2014; Brian Gerke fyrir Farangur í sviðsetningu Íslenska dansflokksins. Danshöfundur ársins 2014; Valgerður Rúnarsdóttir fyrir Far- angur í sviðsetningu Íslenska dansflokksins. Útvarpsverk ársins 2014; Söngur hrafnanna eftir Árna Kristjáns- son, leikstjórn Viðar Eggertsson. Framleiðandi; Útvarpsleikhúsið á RÚV. Sproti ársins 2014; Tyrfingur Tyrfingsson,leikskáld, fyrir Bláskjá í sviðsetningu Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins. 70 áRa afmæli lýðveldisins. Vegleg hátíðarhöld fóru fram víða um land. Í Reykjavík lagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, blómsveig frá Íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðsso- nar. Þá flutti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hátíðarræðu á Austurvelli. fabian stang, boRgaRstjóRi osló, tilkynnti að oslóaRboRg hefði ákveðið að hætta við að hætta að gefa Íslendingum jólatRé. Hann sagði að það hefði komið sér á óvart hversu vinsæl jólatréin væru og því hafi verið tilvalið að hætta við ákvörðunina og tilkynna hana á þjóðhátíðardegi Íslendinga. lögReglan gReindi fRá þvÍ að hún hefði Rökstuddan gRun um að staRfsmaðuR innanRÍkisRáðuneytisins hefði látið fjölmiðlum Í té minnisblað um málefni hælisleitandans tony omos. Þetta kom fram í dómi Hæstaréttar, þar var kröfu lögreglunnar um að fréttastjóri mbl.is yrði látinn svara spurningum varðandi málið var hafnað. Illugi gunnaRsson, menntamálaRáðheRRa, gaf út „hvÍtbók um umbætuR Í menntun“. Í skýrslunni, sem kynnt var víða um land, voru lagðar til róttækar breytingar á kennsluháttum og námsefni í grunn- og framhaldsskólum. fyRiRhugaðRi veRkfallslotu flugviRkja icelandaiR, þeiRRi annaRRi Í Röðinni, vaR aflýst en innan við sólaRhRinguR vaR þangað til aðgeRðin átti að hefjast. Forsvarsmenn samnin- ganefndar flugvirkja töldu það skynsamlega leið af ótta við að lagasetning Alþingis kæmi í veg fyrir frekari verkfall. Áfram átti þó að láta reyna á samningaleiðina. 99 áR voRu liðin fRá þvÍ að ÍslenskaR konuR yfiR feRtugu fengu kosningaRétt og kjöRgengi til alþingis. söguleguR daguR vaR Í háskóla Íslands þegaR metfjöldi kandÍdata útskRifaðist. 2065 kandídatar fengu afhent prófskír- teini sem er mesti fjöldi útskrifaðra nemenda í einu frá stofnun skólans. kennaRasamband Íslands gagnRýndi hugmyndiR menntamálaRáðheRRa vaRðandi styttingu fRamhaldsskóla sem komu fRam Í hvÍtbók RáðheRRa um umbætuR Í menntakeRfinu. Sambandið sagði þó að margar jákvæðar áherslur og umbætur væru að finna í Hvítbókinni. Í yfirlýsingu frá Kennarasambandinu sagði meðal annars „Innleiðing menntastefnunnar frá 2008 hefur að stórum hluta legið niðri vegna efnahagskreppunnar. Kennar- asamtökin eru sammála um nauðsyn þess að nú þurfi að veita skýrari leiðsögn um framkvæmd og áherslur. Skólar þurfa fjármagn í samræmi við það meginmarkmið að öllum nemendum bjóðist innihaldsríkt og fjölbreytt nám við hæfi, list-, verk- og bóklegar greinar og skapandi kennsluhættir.“ s t j ó R n m á l s t j ó R n m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l a l m e n n t a l m e n n t m e n n i n g

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.