SSFblaðið - des. 2014, Blaðsíða 11

SSFblaðið - des. 2014, Blaðsíða 11
11 annars blóðflæði og styrkir ónæmiskerfið auk þess að vera hin ágætasta hreyfing. göngufeRðiR: Hraustir göngugarpar Seðlabankans lögðu af stað laugardagsmorguninn 28. júní sl. í Landmannalaugar. En þar var hinn 55 km langi Laugavegur genginn á þremur dögum. Heppnaðist gangan með eindæmum vel þó veðrið hefði mátt vera betra. Nú þegar er farið að skipuleggja næstu göngu en áður hefur gönguhópurinn gengið bæði Fimmvörðuhálsinn og Leggjabrjót. fótbolta: Starfsmenn Seðlabankans taka þátt í fótboltamóti fjármálafyrirtækja sem haldið er á Akureyri síðustu helgi janúarmánaðar, ár hvert. Til þess að standast leikjaálag, æfa starfsmenn fótboltaleikni einu sinni í viku í íþróttahúsi Fífunnar í Kópavogi. Á síðasta móti náðist besti árangur Seðlabankans frá upphafi þegar liðið datt naumlega úr keppni í 8-liða úrslitum gegn VÍS sem síðar tryggði sér sigur á mótinu. Hingað til hafa konur Seðlabankans ekki tekið þátt en í janúar 2015 stefnir Seðlabankinn á að senda kvennalið í fyrsta skipti. badminton: Vikulega er leigður völlur hjá TBR og gefst starfsmönnum Seðlabankans tækifæri til að hittast og spila hnit sér til skemmtunar. hjólað Í vinnuna: Starfsmenn eru sérstaklega hvattir til að taka þátt í átakinu Hjólað í vinnuna og hafa verið veitt verðlaun í ýmsum flokkum fyrir besta árangurinn. Núna síðast lenti Seðlabankinn í 15. sæti í vinnustaðakeppninni og lið sem var eingöngu skipað starfsmönnum Seðlabankans náði að komast í hóp topp tíu liða í heildarkílómetrakeppni átaksins. maRaþon: Fulltrúar Seðlabankans sem hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu eiga þess kost að fá þátttökugjaldið endurgreitt. jafnRéttisnefnd Seðlabankans er skipuð til tveggja ára í senn og heyrir undir bankastjóra. Í henni sitja fjórir starfsmenn, tveir tilnefndir af bankastjórn og tveir tilnefndir af starfsmannafélagi bankans. Nefndin starfar í samræmi við jafnréttis-, starfsmanna- og fræðslustefnu Seðlabanka Íslands og lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Jafnréttisstefnunni fylgir jafnréttisáætlun bankans þar sem kveðið er á um aðgerðir til þess að fylgja stefnunni eftir og hver ber ábyrgð á þeim. Jafnréttisnefnd leggur fram tillögu að nýrri jafnréttisstefnu á þriggja ára fresti. Núverandi nefnd telur að tvennt sé mikilvægt til að ná árangri í jafnréttismálum: Í fyrsta lagi vilji æðstu stjórnenda til breytinga þannig að tillögur jafnréttisáætlunar komist í framkvæmd og í öðru lagi að tryggt sé að sá aðili sem ber ábyrgð á framkvæmd áætlunarinnar sé þannig staðsettur innan stjórnkerfis bankans að hann eigi auðvelt með að hafa áhrif á framvindu mála. Nefndin hefur því lagt áherslu á að ábyrgð á framkvæmd tillagna í jafnréttismálum sé hjá framkvæmdastjórum sviða eftir því sem við á og að svið rekstrar- og starfsmannamála sjái um samræmingu og eftirfylgni í samráði við jafnréttisnefnd fyrir hönd bankastjórnar. Nefndin reiðir sig einnig á samvinnu við alla starfsmenn bankans til þess að framfylgja jafnréttisstefnunni. Einnig er mikilvægt að allir hafi heildrænt sjónarhorn á jafnréttisstarfið og hefur nefndin því leitast við að taka mið af því við gerð jafnréttisáætlunar að tekið sé tillit til margbreytileika starfsmanna í öllu starfi og að engum hópum sé mismunað. mötuneytisnefnd hefur verið starfandi síðan elstu menn muna. Þegar RB flutti í nýtt húsnæði var nefndin endurskipulögð og í henni sitja nú þrír aðilar: rekstrar- og starfsmannastjóri, matreiðslumeistari bankans og fulltrúi starfsmanna. Óhætt er að segja að veigamiklar breytingar hafi litið dagsins ljós síðustu tvö ár sem styðja m.a. við starfsmannastefnu Seðlabankans. Bankinn telur það vera gagnkvæma hagsmuni að vellíðan og heilbrigði starfsfólks sé haft að leiðarljósi og stefnir að því að efla heilbrigði og starfsgetu starfsfólks með því að hafa áhrif á vinnuumhverfið. Mötuneytisnefnd hefur einnig heilsustefnu bankans að leiðarljósi. Samstarf mötuneytisnefndar og starfsmanna eldhússins hefur skilað góðum árangri svo almenn ánægja ríkir hjá starfsmönnum, fjölbreytileiki hefur aukist og geta nú flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. öRyggisnefnd Seðlabankans er skipuð fjórum starfsmönnum til tveggja ára í senn, tveimur öryggistrúnaðarmönnum sem kosnir eru af starfsmönnum og tveimur öryggisvörðum sem skipaðir eru af bankanum. Öryggisnefndin skipuleggur aðgerðir varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi innan fyrirtækisins. Nefndin annast fræðslu starfsmanna um þessi efni og hefur eftirlit með því að ráðstafanir er varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi komi að tilætluðum notum.

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.