SSFblaðið - des. 2014, Blaðsíða 18

SSFblaðið - des. 2014, Blaðsíða 18
18 ársins 2013; Ritstjórn Kastljóss fyrir Umfjöllun ársins 2013; og Bergljót Baldursdóttir, RÚV, fékk Blaðamannaverðlaun ársins 2013. Þá átti Páll Stefánsson Mynd ársins 2013. lagið enga foRdóma með hljómsveitinni pollapönk vaR valið fRamlag Íslands Í söngvakeppni evRópskRa sjónvaRpsstöðva, Eurovi- sion, sem átti eftir að fara fram í Danmörku síðar á árinu. Lagið vann forkepp- nina með yfirburðum og naut mikilla vinsælda hér á landi á árinu. Íslandsbanki tilkynnti að bankinn hefði hagnast um Rúma 23 milljaRða kRóna áRið 2013. Í tilkynningunni kom fram að dregist hefði úr arðsemi eiginfjár úr 17,2 % árið 2012 í 14,7 % árið 2013, sú lækkun skýrist þó fyrst og fremst af hækkun eigin fjár um 14,4 prósent sagði í tilkynningu bankans. Þá kom fram að eiginfjárhlutfall hefði hækkað úr 25,5 % í 28,4 %. 21 bjaRni benediktsson, fjáRmálaRáðheRRa, tilkynnti að ákveðið hefði veRið að auglýsa staRf seðlabankastjóRa laust til umsóknaR. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, tilkynnti starfs- fólki bankans að hann liti ekki svo á að um vantraustsyfirlýsingu væri að ræða og útilokaði ekki að hann myndi sækja um stöðuna. þingsályktunaRtillaga gunnaRs bRaga sveinssonaR, utanRÍkisRáðheRRa, um að umsókn Íslands um aðild að evRópusambandinu yRði dRegin til baka, vaR lögð fRam á alþingi. Miklar umræður fóru fram um málið á Alþingi. Yfir 15 þúsund undirskriftir höfðu safnast þar sem skorað var á ríkisstjórnina að draga umsóknina ekki til baka. Boðað var til mótmæla fyrir utan Alþingishúsið og lögreglan taldi ástæðu til að reisa girðingar fyrir framan húsið. Talið var að um 3500 manns hefðu safnast saman á Austurvöll, mótmælin fóru friðsamlega fram. miklaR deiluR stóðu yfiR á alþingi. 21 mál voru skráð á dag- skrá Alþingis og hafði þingfundur staðið lengi fram eftir daginn áður. Þá hafði verið tekist á um skýrslu Hagfræðistofnunar um aðildarviðræður Íslands við ESB. Stjórnmálaumræðan var fyrirfer- ðamikil í öllum miðlum og var m.a. deilt um þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra og um ákvörðun fjármálaráðherra að auglýsa stöðu seðlabankastjóra. Þingfundi var að lokum frestað þegar fór að nálgast miðnætti. hagstofan tilkynnti að samkvæmt vinnumaRkaðsRannsókn hagstofunnaR hefði atvinnuleysi aukist um 1,6% fRá desembeR 2013 til janúaR 2014. Hlutfall atvinnulausra mældist 6,1% í janúar. aRion banki tilkynnti um hagnað upp á 12,7 milljaRða kRóna eftiR skatta áRið 2013 samanboRið við 17,1 milljaRð kRóna áRið 2012. „Arðsemi eigin fjár var 9,2% samanborið við 13,8% árið 2012. Arðsemi af kjarnastarfsemi var 10,5% en var 11,4% árið 2012. Heildareignir námu 938,9 milljörðum króna samanborið við 900,7 milljarða króna í árslok 2012“ sagði í tilkynningu bankans. umRæðuR á alþingi héldu áfRam um tillöguna um að dRaga til baka umsókn Íslands að esb. Yfir þrjátíu þúsund Íslend- ingar höfðu skrifað undir áskorun um að hætt yrði við að draga aðildarumsóknina til baka. Fresta þurfti þingfundi í þrígang áður en hægt var að hefja umræður á þingfundi þar sem reynt var að semja og ná sáttum um dagskrá þingfundar. fRéttastofa RÍkisútvaRpsins gReindi fRá þvÍ að veRðbólga héR á landi væRi 2,1 % á áRsgRundvelli og hefði ekki veRið lægRi Í þRjú áR. Fréttastofan ræddi við hagfræðinga ASÍ og SA sem voru sammála um að stöðugleiki í verðlagi gæti verið að nást. stjóRn leikfélags ReykjavÍkuR tilkynnti að kRistÍn eysteinsdóttiR hefði veRið Ráðin leikhússtjóRi boRgaRleikhússins. Staðan var auglýst eftir að Magnús Geir Þórðarson, var ráðinn útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. félagsmenn kennaRasambands Íslands Í RÍkisReknum fRamhaldsskólum samþykkt Í atkvæðagReiðslu að boða til veRkfalls 17. maRs hafi samningaR ekki náðst fyRiR þann tÍma. 88% greiddu atkvæði með boðun verkfalls. matthÍas bjaRnason, fyRRveRandi RáðheRRa og þingmaðuR sjálfstæðisflokksins, lést, 92 áRa að aldRi. Matthías var fyrst kosinn á þing fyrir Vestfirði árið 1963 og átti þar sæti til ársins 1995, eða í 32 ár. maRs mikil mótmæli höfðu staðið yfiR Í úkRaÍnu sem endaði með þvÍ að þáveRandi stjóRnvöld hRökkluðust fRá völdum og Viktor Janúkovítsj, þáverandi forseti Úkraínu, flúði land og var í kjölfarið b a n k a m á l b a n k a m á l m e n n i n g s t j ó R n m á l s t j ó R n m á l s t j ó R n m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l a l m e n n t

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.