SSFblaðið - des. 2014, Blaðsíða 8

SSFblaðið - des. 2014, Blaðsíða 8
8 sameiginleguR funduR tRúnaðaRmanna og foRmanna aðildaRfélaga ssf vaR haldinn dagana 13. og 14. nóvembeR sl. á selfossi. Fundurinn var vel sóttur og sköpuðust miklar umræður á fundinum, einkum um kjaramál starfsmanna fjármálafyrirtækja en unnið var í hópavinnu við undirbúning kjarasamningsviðræðna með sambærilegu fyrirkomulagi og var á Þjóðfundinum árið 2010. Yfir sjötíu félagsmenn aðildarfélaga SSF sóttu fundinn þar sem farið var yfir horfur komandi kjarasamningsviðræðna, lífeyris- málin, stefnumótun SSF og fleira, en fyrst og fremst var áherslan lögð á kjaragerð samtakanna þar sem áherslur samtakanna voru kortlagðar. „Markmiðið með hópavinnu í tengslum við undirbúning kjaragerðar er að kanna afstöðu félagsmanna og forgangsröðun“ segir Friðbert Traustason, formaður SSF. Hann segist ánægður með þann baráttuvilja sem kom fram á fundinum og „mætingin sýnir að okkar félagsmenn vilja ná fram kjarabótum í næstu kjarasamningsviðræðum og þessi fundur gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið.“ undiRbúninguR kjaRasamningsviðRæðna Í fullum gangi Undirbúningur fyrir kjaraviðræður vegna kjarasamningsviðræðna 2015 er kominn á fullt skrið innan vébanda Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Ásamt undirbúningi á trúnaðar- og formannafundi SSF hafa undanfarið farið fram trúnaðarmannafundir hjá aðildarfélögum þar sem kallað hefur verið eftir umræðum um komandi kjarasamningsviðræður og kröfugerð SSF. Á formanna- og trúnaðarmannafundi SSF var eins og áður segir unnið í hópum við að fara yfir helstu áherslur SSF fyrir komandi kjarasamningsviðræður. Eftir á að vinna úr niðurstöðum hópavinnunnar en augljóslega var það vilji félagsmanna að samið yrði um hækkun á kauptaxta, og tryggja kaupmátt launa á samningstímanum. Þá kom einnig fram sá vilji að samið yrði um ákveðin lágmarkslaun og þá var það skýrt forgangsmál að samið yrði um verulega hækkun á desember- og orlofsuppbót. „GEFUR GÓÐ FYRIRHEIT“ sagði fRiðbeRt tRaustason, foRmaðuR samtaka staRfsmanna fjáRmálafyRiRtækja (ssf), að loknum sameiginlegum fundi foRmanna og tRúnaðaRmanna ssf þaR sem kjaRamálin voRu m.a. til umRæðu. samið yrði um hækkun á kauptaxta fyrst og fremst með fastri krónutöluhækkun a.m.k. að hluta til til að tryggja sem mestan jöfnuð. Þá kom einnig fram sá vilji að samið yrði um ákveðin lágmarkslaun og þá var það skýrt forgangsmál að samið yrði um verulega hækkun á desember- og orlofsuppbót.

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.