Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 76

Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 76
viðurkennt fyrir sjálfri mér að mér finnist hann agalega sætur. Hann féll alveg inn í gáfumannsímyndina, horaður reykinga- maður með stór sorgmædd augu. Og ég man eftir að hafa sagt: Ef ég færi að slá mér upp þá yrði það með þessari manngerð þama í hominu. Þegar liðið var á kvöldið kemur hann að borðinu mínu og fer að tala við mig og við erum tala þetta dágóða stund og íslendingarnir gefa okkur horn- auga og loks er staðið upp til að fara á dansstað og ungi maðurinn sem hét Aage gerði sig líklegan til að fara með. Þá heyrðist í einhverjum íslendingnum í hóp- num: Æ, góða Nanna, losaðu þig við þennan helvítis Dana. En ég gat ekki slitið mig lausa frá Dananum og hef ekki gert það enn í dag. Það leið mjög stuttur tími þangað til við vorum farin að búa og vera saman öllum stundum og það má því segja að ég hafi verið hönkuð í þann mund að ég steig á danska grund. En hann var alveg eftir uppskriftinni frá sjötta áratugnum: gáfaður, við- kvæmur og haldinn ríkri sjálfs- eyðingarhvöt. Það var ekki alltaf auðveld sambúð, frekar erfið og alltaf allt á fullum trukk. Það er núna fyrst á gamals aldri sem við erum góð- ir vinir og getum treyst hvort öðru fullkomlega. En mér hefur aldrei leiðst þessi sambúð líkt og farið er um margar konur sem höfðu heilbrigðari forskrift fyrir sínu hjónabandi." Hún segist ekki treysta sér til að lýsa þessu hjónabandi nánar. „Ég gæti miklu frekar lýst hjóna- böndum vinkvenna minna, ég er áhorfandi að þeim og hreinlega mun ræðnari þegar kemur að þeirri deild,“ og hún glottir skelmislega og forðar sér fram til að hella upp á meira kaffi. „Einu sinni var ég með hóp af ís- lenskum konum sem höfðu kynnst dönsk- um mönnum,“ segir hún þegar hún kemur aftur með kaffið. „Og þær ræddu í sífellu um örlög og á endanum þurfti ég að forða mér afsíðis til að ná andanum eftir allt þetta örlagatal. En staðreyndin er sú að hvorki ég né nokkur þessara kvenna hafði það á stefnuskránni að giftast Dana. Eins og einn vinur minn sagði: Þegar ungt einhleypt fólk dvelur lengi í Kaupmanna- höfn, þá eignast það danskan maka. Og þetta var líka tilfellið með alla þessa ís- lensku myndlistarmenn og fræðimenn sem lærðu í Danmörku, þeir eignuðust danskar eiginkonur.“ Ungi maðurinn, helvítis Daninn sem Islendingarnir vildu ekki að væri að káss- ast upp á Nönnu, heitir Aage Buchert, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri Sam- virke, blaðs dönsku Samvinnuhreyf- ingarinnar. „Hann menntaði sig til hagfræðings en hefur alla tíð starfað sem blaðamaður.“ Hann er eiginmaður Nönnu og þau eiga saman tvær dætur en þau áttu þriðja bamið sem lést ungt úr krabbameini. Það var í gegnum hann sem Nanna kynnt- ist galdri ljósmyndavélarinnar. „Aage var alltaf á ferðalögum út um allar jarðir og stundum í aðrar heimsálfur. En hann var ómögulegur ljósmyndari og það var bagalegt fyrir blaðið. Einn daginn segir hann: Nanna mín, mikið óskaplega væri gott ef þú gætir tekið myndir við grein- arnar mínar. Ég hélt það nú og fannst vera lítið mál. Ég þyrfti bara myndavél og filmu og þá væri málinu reddað. Það reyndist vera aðeins meiri fyrirhöfn en ég hafði gert mér í hugarlund en svo skemmtilegt að ég hef ekki getað hætt síðan þá.“ Nanna var þrjátíu og fimm ára þegar hún fékk ljósmyndadelluna og hún lét ekki staðar numið við blaðaljósmyndun heldur hefur hún í mörg ár fengist við gerð listrænna ljósmynda sem hafa vakið athygli og hún hefur sýnt þær út um víðan völl. Meðal viðfangsefna Nönnu sem farið hafa á sýningar má nefna myndröð úr 7G kirkjugörðum, viktoríönsku myndimar, Pubitet, en það er myndröð um gelgju- skeiðið, Esso blues, tankamyndir úr Hafnar- firði, og sýninguna Spor í sandi í Barbican Center að ógleymdum Annarskonar fjöl- skyldumyndum en íslenskt áhugafólk um myndlist gat virt fyrir sér hinar sérstæðu uppstillingarmyndir úr gömlum ljósmynd- um og bréfum í Gallerí Umbru nú í janúar: „Ég tók þessar slides myndir fyrir manninn minn eins og hann bað um en fékk raunverulegan áhuga og hann leiddi mig inn á aðrar brautir en ég ætlaði í fyrstu. Ég fór líka á námskeið til að læra þetta, auk þess sem ég þræddi bókasöfnin og las allt um ljósmyndun sem ég gat komið höndum yfir. Þá datt ég í bók um Irving Penn en hann er einn af þeim sem sviðsetur fólk. Þá opnaðist mér ný vídd í ljósmyndun og ég uppgötvaði að galdurinn var ekki endilega sá að vera á rétt- um stað á réttum tíma. Ég fór þá að sviðsetja allt á fullu, börnin mín og þau böm sem komu í heimsókn, allt sem mér datt í hug. Þá gerði ég líka myndröð um kirkjugarða en grafir eru í raun lítil svið þar sem ættingjar sviðsetja tilfinningar sínar til þess látna. Og gluggar eru líka sviðsetning og heillandi í þessu sambandi. Það má segja að ég hafi alltaf unnið mikið með það sem er í kringum mig þá stund- ina. Þegar böm voru í kringum mig gerði ég mikið af barna- myndum bæði sem ég seldi í blöð og tímarit og aðrar sem ég gerði fyrir sjálfa mig. Eftir að bömin fóru í skóla vann ég mikið með ljós og skugga inni á heimilinu. Því að þegar þau voru farin var ég í fyrsta sinn ein á heimilinu og gat séð hvað birtan var breytileg á daginn. Ég gerði líka myndröð um fiska og stillti þá allskonar fiskum upp í umhverfi sem þeir áttu ekkert heima í, inni í stofu eða innan um blúndur og knipplinga.“ En ég vil fá að heyra ferðalýsingu frá bókasöfnum og bókabúðum þar sem Nanna var að grúska eftir dauðum kol- legum sínum og hún er fús til að hleypa mér á harðastökki inn í þann myndræna veruleika: „Fyrst í stað varð ég fyrir mestum áhrif- um frá viktoríönsku ljósmyndurunum. Ég komst í bók um konu sem heitir Julian Margarethe Cameron og ekki má gleyma Louis Carroll sem gerði bókina um Lísu í HEIMS MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.