Litli Bergþór - mai 2019, Síða 4

Litli Bergþór - mai 2019, Síða 4
4 Litli-Bergþór Undanfarið ár hefur verið mjög viðburðaríkt hjá framkvæmda- og veitusviði. Þá hófst bygging leikskólans í Reykholti, sem án efa er með stærstu framkvæmdum sem sveitarfélagið hefur ráðist í lengi. Við höfum lagt metnað í að klára að uppfylla kröfur vinnu-, bruna- og heilbrigðiseftirlitanna í öllum byggingum sveitarfélagsins. Bæði er hér um gamlar athugasemdir og nýjar að ræða, sem hafa margar hverjar verið flóknar og tímafrekt að uppfylla eins og með lyftuna sem sett var í mötuneytið í Aratungu í haust. Í félagsheimilinu Aratungu er mikið búið að framkvæma til að uppfylla kröfur ofangreindra eftirlitsaðila en ekki er allt búið enn. Starfsmannamál Því miður höfum við þurft að sjá á eftir frábæru starfsfólki sem hefur starfað með okkur til lengri og skemmri tíma. Steinunn Lilja Heiðarsdóttir matráður í Aratungu fór í veikindaleyfi í haust og á meðan leysir Brynjólfur Sigurðsson Framkvæmda- og veitusvið Bláskógabyggðar Fyrsta skóflustungan tekin af leikskólabörnum Álfaborgar. Ari Oddsson leikur listir sínar við gólfílögn. Platan steypt. Lyftunni haganlega komið fyrir í Aratungu.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.