Litli Bergþór - May 2019, Page 7
Litli-Bergþór 7
Molarnir er æskulýðsfélag kirknanna í Skál holtsprestakalli. Þær kirkjur eru: Torfastaðakirkja, Skálholts dómkirkja,
Hauka dals kirkja, Bræðra tungu kirkja, Mos fells-
kirkja í Grímsnesi, Stóru-Borgar kirkja, Búr-
fells kirkja, Mið dalskirkja, Úlfl jótsvatnskirkja
og Þingvallakirkja. Starfið er fyrir unglinga á
aldrinum 13 – 16 ára. Fundirnir eru haldnir á
mánudögum í Skál holtsbúðum frá 19:30 til 21:15
og að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Á fundunum
aðhafast krakk arnir ýmis legt og reynt er að höfða
til allra þegar kemur að dag skrá fundanna.
Það sem hefur verið á dagskrá hjá okkur í vetur eru
meðal annars: Hópleikir, spil, myndbandsgerð,
bíófundur, subbufundur, spurningakeppni og
„minute to win it“.
Í Molastarfinu nálgast unglingarnir trúna með
skemmti legum og uppbyggilegum hætti. Marg-
ir fundir eru framundan með fjölbreyttri og
skemmtilegri dagskrá.
Helgina 15. – 17. febrúar fórum við saman á
febrúarmót ÆSKR sem haldið var í Vatnaskógi.
Þar komu saman krakkar frá æskulýðsfélögum í
Reykjavík en við frá Skálholti og æskulýðsfélagið
á Selfossi fengum einnig að vera með og voru
þetta um 140 þátttakendur. Meðal þess sem var
á dagskrá mótsins voru kvöldvökur, bænastundir,
hópastarf, orusta, „quidditch“, fræðsla um já-
kvæða líkams ímynd og hæfileikakeppni.
Molarnir fara í tvö ferðalög á ári. Fyrra ferða-
lagið er á Landsmót sem haldið er þriðju helgina
í október. Í október, síðastliðnum, fórum við
á Egils staði, þar sem Molarnir tóku sig til og
unnu hæfileikakeppnina með glæsilegu söng- og
dansatriði, en krakkarnir sömdu texta við lagið
,,Classic‘‘ með MKTO. Staðsetning mótsins
breytist á hverju ári og er það gert til þess að
krakkarnir fái að kynnast ýmsum stöðum á
landinu, til að mynda verður næsta landsmót
haldið í Ólafsvík. Seinna æskulýðsmótið er
Febrúar mótið.
Um starfið í ár sjá Konný Björg Jónasdóttir og
Bríet Inga Bjarnadóttir. Aðrir leiðtogar í Molunum
eru Daníel Máni Óskarsson og Herdís Ingvadóttir.
Molarnir æskulýðsfélag
Myndin er tekin á febrúarmóti ÆSKR.
Frá vinstri: Margrét Bergsdóttir, Ólafur Magni Jónsson,
Vala Benediktsdóttir, Ásta Rós Rúnarsdóttir, Thelma Rún Jóhannsdóttir,
Sara Rosida Guðmundsdóttir og Hugdís Erla Jóhannsdóttir.
Konný Björg Jónasdóttir.Molarnir í þrautaleik.
Molar í hópavinnu á landsmóti ÆSKÞ.
Molarnir taka við bikarnum í hæfileikakeppni á landsmóti ÆSKÞ.