Litli Bergþór - maí 2019, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - maí 2019, Blaðsíða 7
Litli-Bergþór 7 Molarnir er æskulýðsfélag kirknanna í Skál holtsprestakalli. Þær kirkjur eru: Torfastaðakirkja, Skálholts dómkirkja, Hauka dals kirkja, Bræðra tungu kirkja, Mos fells- kirkja í Grímsnesi, Stóru-Borgar kirkja, Búr- fells kirkja, Mið dalskirkja, Úlfl jótsvatnskirkja og Þingvallakirkja. Starfið er fyrir unglinga á aldrinum 13 – 16 ára. Fundirnir eru haldnir á mánudögum í Skál holtsbúðum frá 19:30 til 21:15 og að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Á fundunum aðhafast krakk arnir ýmis legt og reynt er að höfða til allra þegar kemur að dag skrá fundanna. Það sem hefur verið á dagskrá hjá okkur í vetur eru meðal annars: Hópleikir, spil, myndbandsgerð, bíófundur, subbufundur, spurningakeppni og „minute to win it“. Í Molastarfinu nálgast unglingarnir trúna með skemmti legum og uppbyggilegum hætti. Marg- ir fundir eru framundan með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá. Helgina 15. – 17. febrúar fórum við saman á febrúarmót ÆSKR sem haldið var í Vatnaskógi. Þar komu saman krakkar frá æskulýðsfélögum í Reykjavík en við frá Skálholti og æskulýðsfélagið á Selfossi fengum einnig að vera með og voru þetta um 140 þátttakendur. Meðal þess sem var á dagskrá mótsins voru kvöldvökur, bænastundir, hópastarf, orusta, „quidditch“, fræðsla um já- kvæða líkams ímynd og hæfileikakeppni. Molarnir fara í tvö ferðalög á ári. Fyrra ferða- lagið er á Landsmót sem haldið er þriðju helgina í október. Í október, síðastliðnum, fórum við á Egils staði, þar sem Molarnir tóku sig til og unnu hæfileikakeppnina með glæsilegu söng- og dansatriði, en krakkarnir sömdu texta við lagið ,,Classic‘‘ með MKTO. Staðsetning mótsins breytist á hverju ári og er það gert til þess að krakkarnir fái að kynnast ýmsum stöðum á landinu, til að mynda verður næsta landsmót haldið í Ólafsvík. Seinna æskulýðsmótið er Febrúar mótið. Um starfið í ár sjá Konný Björg Jónasdóttir og Bríet Inga Bjarnadóttir. Aðrir leiðtogar í Molunum eru Daníel Máni Óskarsson og Herdís Ingvadóttir. Molarnir æskulýðsfélag Myndin er tekin á febrúarmóti ÆSKR. Frá vinstri: Margrét Bergsdóttir, Ólafur Magni Jónsson, Vala Benediktsdóttir, Ásta Rós Rúnarsdóttir, Thelma Rún Jóhannsdóttir, Sara Rosida Guðmundsdóttir og Hugdís Erla Jóhannsdóttir. Konný Björg Jónasdóttir.Molarnir í þrautaleik. Molar í hópavinnu á landsmóti ÆSKÞ. Molarnir taka við bikarnum í hæfileikakeppni á landsmóti ÆSKÞ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.