Litli Bergþór - maj 2019, Side 11
Litli-Bergþór 11
Gleðin skein úr hverju andliti og vinnusemin
var mikil. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá
tengslin styrkjast milli aldurshópa og unglingarnir
okkar fá hrós fyrir þolinmæði og hjálpsemi
gagnvart þeim yngstu. Svona uppstokkun á
skólastarfi er mikilvægur þáttur starfsins.
Smiðjuhelgar eru orðnar partur af starfinu
okkar með unglingunum. Sjötta smiðjuhelgin var
haldin þann 5. og 6. apríl síðastliðinn. Smiðju-
helgar hófust sem samstarfverkefni 4 skóla: Blá-
skóga skóla Laugarvatni, Bláskógaskóla Reyk-
holti, Flóaskóla og Kerhólsskóla. Flóaskóli dró
sig út úr verkefninu eftir 4. helgina, en eftir
standa hinir skólarnir þrír. Skólarnir skiptast á
að halda smiðjurnar og skipuleggja eftir óskum
og væntingum nemenda. Smiðjuhelgar veita
smærri skólum kost á að bjóða upp á fjölbreyttar
valgreinar og einnig er þetta góð leið til að efla
félagslega færni nemenda í fámennum skólum.
Við, stjórnendur skólanna, hittumst reglulega
varðandi þróun þessarar vinnu, því þetta er þró-
unar starf í sífelldri endurskoðun.
Við göngum því full bjartsýni inn í vorið og
hlökkum til komandi tíma í skólanum okkar.
Lára Bergljót Jónsdóttir,
aðstoðarskólastjóri Bláskógaskóla Reykholti.
Samstarfsverkefni
allra í skólanum
unnið á
þemadögum;
„vinátta“.
Skálholtskirkja.Þemadagar: Húsin í þorpinu.
Draugar, álfar og tröll, unnin á þemadögum.