Litli Bergþór - maj 2019, Side 15

Litli Bergþór - maj 2019, Side 15
Litli-Bergþór 15 Saga af tölvu Þegar undirrituð kom inn í ritnefnd Litla-Bergþórs árið 1990 voru þau Arnór Karlsson í Arnarholti og Drífa Kristjánsdóttir á Torfastöðum fyrir í ritnefndinni, ásamt fleirum og árið eftir kom Pétur Skarphéðinsson læknir inn. Við fjögur áttum svo eftir að vera þaulsætin í ritnefndinni, aðrir komu og fóru. Við fluttum fundar aðstöðu úr barnaskólanum að Torfa- stöðum og áttum þar í ein 10 ár athvarf hjá gjaldkeranum henni Drífu. Það var rúmt um ritnefndina í kennslu- stofunum á Torfastöðum, með tvær Macintosh tölvur sem við fengum afnot af og hollar veitingar húsbænda þar. Drífa setti blaðið upp á þessar eðal tölvur, sá um umbrot, prentun, pökkun og dreifingu. Einfalt og þægilegt - fyrir okkur hin. Einu vandræðin að við þurftum stundum að endurskrifa texta úr PC tölvum vegna samskiptaörðugleika við Macintoshinn. En svo var það árið 2002 að Drífa ákvað að hætta í ritnefndinni eftir 14 ára farsælt og óeigingjarnt starf. Já, það var nú verra. Ritnefndin allt í einu orðin húsnæðislaus og ekki nóg með það, þurfti sjálf að læra að setja upp blaðið og sjá um allt þetta praktíska! Það var kosinn nýr ritnefndarmaður, Margrét Annie Guðbergsdóttir og ritnefndin flutti fyrst heim til hennar, þar sem hún átti rúmt húsnæði. Síðar, þegar hún hætti, fluttum við heim til ritstjórans, Arnórs Karlssonar, sem þá var fluttur í Reykholt. Ritstjórn samdi við Axel Árna- son prest í Gnúpverjahreppi um kaup á nýrri, fínni og rándýrri Appletölvu, með tilstyrk Ungmennafélagsins, en hún átti að nýtast til að setja upp blaðið. En þangað til hún kæmi í hús var ekki annað að gera en safna efni blaðsins inn á tölvu ritstjórans og senda það í umbrot í Prentsmiðjuna á Selfossi. Nýja tölvan kom og ritstjórn- ar meðlimir fóru að prófa sig áfram með hana. En þetta var enginn gamall og góður Macintosh, þar sem allt lá ljóst fyrir með hvernig gera ætti hlutina. Ó, nei, ekkert nema táknmyndir og undarlegheit, sem við bárum ekkert skynbragð á. Og aldrei varð af námskeiðinu, sem við ætluðum að fá hjá Axel. Þegar til kom sögðust þeir í Prentsmiðjunni líka frekar vilja fá blaðið óuppsett, svo það var svo sem ágætt úr því sem komið var. Nýju tölv unni var parkerað út í horn hjá rit stjóranum, og þar var hún, þar til hún flutti upp á loft í Áhalda húsinu árið 2009. Eftir 10 ár á hillu þar, var hún tekin niður um daginn með viðhöfn og er nú í aðlögun að tónlistarvinnslu. Verður fróð legt að vita hvort þessi 17 ára gamla tölva sé enn til einhvers nýt? En að hún skyldi ekki vera seld strax og ljóst var að hún nýttist ekki, það er önnur spurning. Geirþrúður Sighvatsdóttir. Gott hjá ritnefndunum að leyfa þessari græju að úreldast uppi í hillu. Þetta er stórlega ofmetið fyrirbæri, tölvur.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.