Litli Bergþór - mai 2019, Síða 16
16 Litli-Bergþór
Það ætti ekki að vera flókið að segja frá því hvernig
dæmigerður dagur í vinnunni minni lítur út. Hins
vegar flækist það fyrir mér, þar sem allir dagar við
vinnu mína hér á Friðheimum eru nokkuð ólíkir.
Þegar ég útskrifaðist úr Garðyrkju skól anum
af ylræktarbraut og við Knútur festum kaup á
garðyrkjustöð sá ég fyrir mér garðyrkjuvinnu eins
og ég þekkti hana úr verknáminu mínu á Syðri
Reykjum og Sólveigarstöðum. Uppskerustörf,
og vinna við að hlúa að plöntum til að viðhalda
uppskeru, líkamleg vinna með mold undir
nöglunum og þar fram eftir götunum. Pælingar og
samtöl við mér vitrara fólk til að garðyrkjan gangi
sem best og uppskeran haldist í hámarki.
Fyrstu árin voru svona, en nú þegar við erum
ferðaþjónustubændur líka, hafa
allskonar fleiri atriði fléttast
inn í vinnuna mína, og fleiri
starfsmenn bæst í hópinn
til að hjálpa okkur við að
rækta tómata og taka á móti
ferðamönnum.
Allir dagar hefjast hins vegar
þannig að ég byrja á því að
fara inn í gróðurhús eins og
ég kalla það, en þá kíki ég í
tölvuna til að athuga hvort
loftslag og vökvun sé eðlileg,
og allt tölvustýrt gangi sinn
vanagang.
Eftir að börnin voru farin í
skólann rölti ég út í gróðurhús.
Tómatatínsla og pökkun
voru í fullum gangi hjá starfsfólkinu, sem og
undirbúningur fyrir opnun veitingastaðarins.
Þennan daginn átti ég von á ráðunautum, en þeir
góðu menn koma við og við með fróðleik og
reynslu, sem þeir deila með mér. Núna erum við
t.d. að leita að tómatyrki sem gefur bragðgóða
tómata á við gamla sort sem við höfum ræktað
mjög lengi og er að úrkynjast, og þá er gott að
fá ráðunaut í heimsókn með ræktunarráð og
pælingar. Við höfum löngum horft til Finna í
þessum efnum, og Sune, sem kom í dag, er einmitt
þaðan. Hann gaf góð ráð líkt og vant er.
Þegar þeir kvöddu beið mín stuttur fundur
með Rakel, markaðs- og gæðastjóranum okkar í
Friðheimum, en það er komið að úttekt hjá okkur
í Vakanum, sem er gæða- og umhverfiskerfi ferða-
þjónustunnar. Það er býsna mikil vinna að innleiða
gæðaeftirlit og byggja upp innviði í fyrirtækinu
okkar, þar sem við vinnum á svo fjölþættum
Dagur í lífi
garðyrkju- / ferðaþjónustubónda
Helena Hermundardóttir, Friðheimum
Blaðið hleypir nú af stokkunum nýjum lið, sem ber heitið Dagur í lífi. Þessum
þætti er ætlað að veita örlitla innsýn í einn dag í lífi fólks í sveitinni, tvo til þrjá
einstaklinga í hverju blaði og fá þannig sýn á líf og störf fólks úr sem flestum
atvinnugreinum, en það er margt sem býr í hversdeginum. Til að ríða á vaðið
fengum við liðsinni þeirra Helenu á Friðheimum og Ása í Reykholti.
Mynd með greininni er af undirritaðri og Jóni kokki, hún sýnir mig ekki
við hefðbundin garðyrkjustörf, heldur gefur smá innsýn i fjölbreytnina
í mínu starfi, en hér erum við að skála í tómatbjór sem við létum
brugga fyrir okkur til að hafa í veitingastaðnum okkar.
Hyvä tomatti
kuin sinä.