Litli Bergþór - mai 2019, Síða 17
Litli-Bergþór 17
svið um; tómata ræktun, hesta sýningum og ferða-
þjónustu með veitingum. Við viljum alltaf leggja
áherslu á gæði, hvort sem það er í ræktun tómata,
eða í ferða þjónustu, og því vöndum við til verka í
gæðamálum, og á Rakel stóran þátt í því að halda
utan um gæðamálin og Vakann. Á skrifstofunni
hitti ég líka fyrir Jón kokk, og það er alltaf gaman
að spjalla við hann og hlæja yfir hinu og þessu
sem gengur á hjá okkur. Það er aldrei leiðinlegt
með kokknum :).
Ég skrapp heim í stutta matarpásu, en síðan
tók við vökvun í uppeldishúsinu, en ég sáði fyrir
nýjum tómatplöntum fyrir helgi og þær þarf að
vökva daglega. Í uppeldishúsinu hjá okkur er
annars fullt af plöntum af ýmsum toga, mest
basilikuplöntur, sem við notum á veitingastaðnum
okkar, en á hverju borði er pottur með basiliku
sem er hægt að klippa út á matinn, en eins og
alþjóð veit eru tómatar og basilika pottþétt par. Ég
klippti slatta af basilikunni til að færa kokknum í
eldhúsinu, en við búum líka til okkar eigið pestó.
Það er þannig að ég næ sjaldnast að klára í einum
rykk það sem ég fæst við í gróðurhúsunum, þar
sem oft og iðulega kemur ýmislegt upp á sem þarf
að sinna, t.d. í dag kom lampasölumaður sem vildi
kynna sig og gróðurhúsalampa, og ferðamaður
sem var með sérstakar spurningar til mín um
ræktun tómata. Við erum með lifandi gróðurhús,
þar sem mjög margir heimsækja okkur með
ýmsar spurningar og reynum við alltaf að svara
eftir bestu getu, og oft biður fólk um mynd af sér
með okkur. Gaman að því, en í dag var fullt hús
af gestum sem endranær og líflegt í gróðurhúsinu.
Í lok dags fórum við Ewa, sem er verkstjóri í
tómatræktuninni, yfir áætlun um lífrænar varnir,
en nú er sá árstími sem hvítfluga fer að gerast
ágengari í gróðurhúsunum. Við erum með pottþétt
plan til varnar!
Í hnotskurn var þessi dagur góður, verkefni
dagsins voru fjölbreytt, ég hitti skemmtilegt fólk
OG fékk smá mold undir neglurnar! Getur ekki
verið betra.
Dagur í lífi
grunnskólanema
Sigurður Sævar Ásberg Sigurjónsson,
Reykholti
Ég heiti Sigurður Sævar Ásberg Sigurjónsson,
oftast kallaður Ási. Ég bý í Reykholti og er
nemandi í 10. bekk. Kennarinn minn bað mig
um að skrifa dagbók um einn dag í lífi mínu til
birtingar í Litla Bergþór og hér kemur það.
Föstudaginn 29. mars 2019, vaknaði ég um átta
til að græja mig fyrir skólann. Þessa vikuna var
ekki hefðbundin kennsla heldur var þemavika
hjá okkur í Bláskógaskóla Reykholti og þennan
dag byrjuðum við á elsta stiginu með Pálínuboði.
Ég lagði mikið á mig (eða þannig) og mætti með
einn kexpakka í boðið. Meðan við snæddum
þessar dýrindis veitingar las kennarinn okkar,
hún Aðalheiður, hamfarasögu um mannskaða á
Mosfellsheiði.
Eftir frímínúturnar fórum við að spila félagsvist
og ég var einn af mörgum sem enduðu í þriðja
sæti. Mér þótti svekkjandi að lenda á palli í fyrsta
sinn í félagsvist og fá engin verðlaun.