Litli Bergþór - maj 2019, Qupperneq 23
Litli-Bergþór 23
Gæludýrið mitt
Tröllin
Ég á hest sem heitir Kóngur. Hann
er fæddur 11. júlí, 2007. Þegar hann
fæddist var hann næstum því svartur
á litinn. En nú er hann grár. Þegar
hann eldist verður hann nánast hvítur.
Hann er mjög skemmtilegur og eltir
mig eins og hundur. Hann þarf að
fá að borða tvisvar til þrisvar á dag
og alltaf nóg að drekka. Stundum
fær hann hestanammi þegar hann
er duglegur. Við förum oft í reiðtúr
og á reiðnámskeið. Í síðasta tíma
lærðum við hindrunarstökk. Ég hef
gaman af Kóngi, því við leikum
okkur saman, hann er skemmtilegur
og góður og mér líður eins og hann
skilji mig.
Kristín María Kristjánsdóttir,
4. bekk.
Ég á heima í Klettaborg. Klettaborg
er stór og falleg. Ég á heima í
stórum helli. Ég er stór og ljót og
heiti Glússa. Í dag hitti ég vin minn
sem býr í Snjóborg. Við fórum á
sleða og renndum okkur nokkrar
ferðir. Sleðinn var rauður á litinn og
röndóttur.
Svo fór ég heim í Klettaborg.
Á leiðinni hitti ég bæjarstjórann í
Klettaborg. Hann er stór og feitur
með úfið hár, í bláum jakkafötum,
með yfirvaraskegg. Hann sagði
að hann ætlaði að bjóða öllum í
Snjóborg á leikrit í Klettaborg. Það
verður sýnt í stóra leikhúsinu við
grænu trén sem við erum að rækta.
Ég hlakka til að fara í leikhús.
Ásdís Erla Helgadóttir, 3. bekk.
Blaðið þakkar Heklu Hrönn Pálsdóttur, kennara við grunnskólann, fyrir aðstoðina.
Raflagnir - Viðgerðir
Jens Pétur Jóhannsson
LÖGGILTUR RAFVERKTAKI
Tökum að okkur nýlagnir,
hönnun raflagna og alla
almenna rafvirkjavinnu
ásamt tækjaviðgerðum.
Efnissala og varahlutaþjónusta.
Fljót og góð vinna.
Sumarbústaðaeigendur
athugið að við sækjum um
öll leyfi fyrir heimtaug
að sumarhúsum
og lagningu raflagna.
Heimasími 486 8845
Verkstæði 486 8984
GSM 893 7101