Litli Bergþór - maí 2019, Blaðsíða 24
24 Litli-Bergþór
Þessi þáttur í blaðinu hefur verið misstór
gegnum tíðina. Að þessu sinni er hann umfangs-
minni en oft áður, annaðhvort vegna þess að
Tungnamenn hafa haldið sig á mottunni, eða
þá vegna þess að það er logn í Tungunum.
Veðurannáll frá því í desember og fram í maí
2019. Segja má að í heildina hafi veturinn verið
mildur og átakalítill. Færð yfirleitt góð. Snjór
hlífði oft jörð frá janúar og fram í apríl og var
jarðklaki því með minnsta móti. Óvanalega mikil
hlýindi gerði í apríl, þar sem hiti komst upp í 17°C
í lok mánaðarins.
Annállinn hljóðar annars svo: Í desember var
hiti flesta daga yfir frostmarki, skýjað og oft skúrir.
Jólin voru rauð og hlý, en um áramótin frysti á auða
jörð í fallegu veðri. Janúar var mildur framanaf,
en um miðjan janúar frysti loks fyrir alvöru og
fór að snjóa. Færð var þó oftast góð á þjóðvegum
en misgóð í heimreiðum. Seinnipartinn í febrúar
gerði hvasst skúraveður í nokkra daga svo tók
upp mest allan snjó, en um miðjan mars snjóaði
aftur. Sá snjór þiðnaði svo í mildu vorveðri fyrstu
vikuna í apríl. Þann 11. apríl hafði nær allan snjó
tekið upp og við tók þrastakliður og gróandinn
með hlýju veðri út apríl.
Í desember 2018 hlaut Hallgrímur Davíð
Egilsson frá Skálholti, ásamt samstarfsfélögum
sínum í Svarma ehf, Copernicus Masters
Challenge verðlaunin 2018, sem evrópska geim-
vísinda stofnunin, ESA (European Space Agency)
veitir árlega. Svarmi sérhæfir sig í drónatækni og
hlaut verðlaunin fyrir sjálfvirknivæðingu þeirra,
sem getur m.a. nýst við að mynda landsvæði.
Breytingar hjá Bláskógabyggð. Á
fundi í janúar samþykkti sveitar stjórn
samhljóða breytingar á sam þykktum
um stjórn og funda sköp Blá -
skógabyggðar. Veigamestu breyting-
arnar fela í sér að byggðaráð er fellt niður
og fækk að um eina nefnd, samgöngunefnd.
Þá er öldunga ráði bætti við.
Samhliða þessari samþykkt ákvað
sveitarstjórn að fastir fundir sveitarstjórnar
verði 1. og 3. fimmtu dag í hverjum mánuði,
kl. 15.15.
Þóknanir vegna setu í sveitarstjórn
og í nefndum. Greiðsla til aðalmanna í
sveitarstjórn er kr 56.421 á mánuði. Fyrir
setu í nefndum eru greiddar kr. 14.105
á mánuði, en formenn nefnda fá tvöfalda þá
upphæð.
Nýja Spóastaðafjósið. Í janúar var nýtt og
glæsilegt fjós tekið í notkun á Spóastöðum. Í
tilefni af því bauð Spóastaðafólk eldri borgurum
í Biskupstungum í heimsókn til að skoða og
fræðast um starfsemina sem þar fer fram. Í lok
apríl var síðan opið hús á Spóastöðum. Kýrnar
voru þá búnar að aðlagast nýjum aðstæðum og
líf og starf í fjósinu komið í fastar skorður. Um
Hvað segirðu til?
Öldungaráð?!
Á hvaða leið erum
við eiginlega?
Hallgrímur Davíð er lengst til hægri á myndinni.
Nýja Spóastaðafjósið.