Litli Bergþór - May 2019, Page 26
að gerast í málefnum þessa hóps sem vert er að
sinna, þar nefnir hún meðal annars það sem lengi
hefur verið til umræðu hér í uppsveitunum, sem er
bygging hjúkrunar- eða dvalarheimilis. Þá telur
hún einnig fjármál eldri borgara vera eitthvað sem
vert sé að vera vakandi yfir.
„Eldri borgarar eru skilgreindir þeir sem eru 60
ára og eldri, við þurfum að virkja „yngri“ eldri
borgara til að taka þátt í þessu starfi. Annars er
það mest um vert að þessi aldurshópur nái að
hittast og hafa gaman saman, því maður er manns
gaman“ segir Elín.
Þess má til gamans geta, að Elín og systkinin frá
Hveratúni eru systkinabörn.
Matthías Jens Ár-
mann er kominn í
topp 10 úrslit í Verk -
smiðjunni sem er ný -
sköp unarkeppni grunn -
skólanna fyrir börn í
8.-10. bekk.
Í lok desember var
hrað hleðslustöð fyrir
rafbíla tekin í gagnið
við Geysi. Eyk ur hún
til muna mögu leika
notendur rafbíla til
ferðast um sveitina.
Á myndinni má sjá
þau Ástu Stefáns dóttur sveitarstjóra og Helga
Kjartansson oddvita Bláskógabyggðar hlaða bíl.
Allt er svalt sem vel er kalt
Í mars var stóri kælirinn í Bjarnabúð tekinn í
gegn. Skipt var um plötur í loftinu, veggir málaðir
og hillur lagaðar. Um leið voru sett ný ljós og
kælibúnaður yfirfarinn.
Leitin að gjörðabókum læknishéraðsins.
Um nokkurt skeið hefur staðið yfir leit að
fundargerðabókum oddvitanefndar Grímsnes- og
síðar Laugaráslæknishéraðs milli áranna 1920 og
1979. Leitin hefur nú loksins borið árangur að
hluta, en nú hafa fundist gjörðabækur frá 1935 til
1979. Þá vantar aðeins 15 ára tímabil af þessari
sögu. Myndin er úr fundargerð oddvitanefndar
árið 1935.
Aukin flokkun úrgangs. Í byrjun mars var
brúntunnu fyrir lífrænan úrgang bætt við flokkun
á pappír, plasti og almennu sorpi í sveitarfélaginu.
Er þetta tilkomið af auknum tilkostnaði við urðun
sorps.
Tungnamenn í flutningum? Undanfarið
hefur borið á því að gamalgrónir Tungnamenn
hafa fundist skráðir á nýjum stöðum - þótt búi
enn í sínum gömlu húsum. Þannig hafa Elsa
og Gunnar í Asparlundi lent á Kirkjuholtsvegi
1, Oddur Bjarni Bjarnason allt í
einu birst á Brautarhóli 2, Svava
Theódórsdóttir býr ekki lengur í
lögbýlinu Höfða heldur á lóðinni
Höfða, Sveinn og Áslaug á
Espiflöt eru nú lent á Sólbraut 3,
Íþróttamiðstöðin í Reykholti er nú
við Bergholtsveg og svona mætti
lengi áfram telja. Svo má líka
geta þess að skv. hinum alvitra hr.
Google þá eru upptök Ölfusár í
Sandvatni!
Afurðamet. Eiríkur Jóns son í
Gýgjarhólskoti var enn og aftur
með af urða hæsta fjárbú lands ins
árið 2018. Hann var með 287 ær
á fóðrum og skilaði hver ær að
meðaltali 44,3 kílóum.
Bý ég þá á Blá-
fellslóð á Ölfus-
árbökkum? Nei,
hættu nú!
26 Litli-Bergþór
Matthías Jens Ármann.
Er ekki tími til kominn að tengja? Ásta Stefáns dóttir sveitarstjóri og
Helgi Kjartansson oddviti stinga í samband.
Úr fundargerð oddvitanefndar árið 1935.