Litli Bergþór - mai 2019, Síða 27
Litli-Bergþór 27
Í gamalli dagbók frá Slátur-
félagi Suðurlands rakst
ég fyrir tveim árum á
dagbókarslitrur föður míns,
Sighvatar Arnórssonar á
Miðhúsum, frá bændaferð,
sem hann og móðir mín,
Margrét Grünhagen fóru í til
Grænlands í júní 1981. Fyrir
mig, sem ekki hef komið á
þessar slóðir á Grænlandi,
var þetta fróðlegt og mér
fannst gaman að lesa þessar
minningar. Ég vona að les-
endur Litla-Bergþórs hafi
nokkurt gaman af líka,
þó ekki hafi verið margir
Tungna menn með í för. En
auk foreldra minna voru það
Guðmundur Ingimarsson,
þá heimilisfastur í Vegatungu og Grímur
Ögmundsson á Syðri-Reykjum.
Foreldrar mínir lögðu af stað í ferðina 21. júní
1981 eftir erilsama daga heima á Miðhúsum við
að ljúka vorverkum og undirbúningi. Við gefum
Sighvati orðið þegar þeir ferðafélagarnir eru
mættir upp í Bændahöllina við Hagatorg:
Jónas Jónsson var í óða önn að afgreiða
gjaldeyrinn danska uppi á skrifstofu og seinustu
þátttakendur var að drífa að. Kl. rúmlega 15.30 var
lagt af stað í hópferðabíl suður á Keflavíkurflugvöll
og eftir nokkra verzlun í Fríhöfninni var flogið af
stað kl. rúml. 17. Við seinkuðum klukkunni um
2 klst. til samræmis við grænlenskan tíma og
komum til Narsarsuaq* kl. rúml. 19 eftir tæpl. 4
klst. flug. Flogið var yfir skýjabreiður og grisjaði
í sjóinn á stöku stað. Við sáum fjöll og jökla þegar
flogið var inn yfir suðurodda Grænlands, en síðan
var allt hulið skýjabreiðu, þar til flugið var lækkað
vestarlega og snúið við inn Eiríksfjörð í lítilli
hæð. Í Narsarsuaq var lágskýjað og þokusuddi
þegar þar var lent, en þó mátti greina nokkuð af
svipmóti landsins. Grýtt land og jarðvegslítið,
en klætt grænu kjarri hátt upp í hlíðar. Talsvert
var keypt af vínföngum í fríhöfninni og varð þó
enginn ófær nema Grímur á Reykjum.
Kvöldverð og gistingu fengum við á flug vallar-
hótelinu í Narsarsuaq. Þar kom til móts við okkur
Lasse Bjerge, sem hefur verið 4 ár á Íslandi á
Lækjarmóti, Hólum og víðar.
Þátttakendur í ferðinni voru 28:
Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri
Jón Sigurgeirsson, Akureyri (frá Helluv.)
Ragnhildur Jónsdóttir, Akureyri (frá Gautl.)
Páll Jónsson, Akureyri
Þórveig Hallgrímsdóttir, Akureyri (frá Pálsgerði)
Hreinn Pálsson, Akureyri
Hörður Haraldsson, Sauðafelli Dölum
Kristín Ágústsdóttir, Sauðafelli Dölum
Guðmundur Þorsteinss., Efri Hrepp Borgarf.
Gyða Bergþórsdóttir, Efri Hrepp Borgarf.
Guðmundur Jósafatsson, Blönduósi
Þorleifur Ingvarsson, Sólheimum, Svínav.hr
Eggert Láruss., Hjarðartúni, Vatnsd.
Hjördís Líndal, Hjarðartúni, Vatnsd.
Jón J. Guðmundsson, Munaðarnesi Strandas.
Pálína Guðjónsdóttir, Munaðarnesi Strandas.
Magnús Óskarsson, Hvanneyri
Guðm. Óskarsson, Kópavogi
Ásgeir Einarsson, Reykjavík
Ari Ívarsson, Patreksfirði
Bændaferð
til Grænlands 1981
Geirþrúður Sighvatsdóttir:
Kirkjurústirnar í Hvalsey.