Litli Bergþór - maj 2019, Side 29

Litli Bergþór - maj 2019, Side 29
Litli-Bergþór 29 minjagripi (skeið og hálsmen) og krökkunum nokkrar krónur, en Stína færði Margréti að gjöf heimaunnin hálsmen og dúk. En nú var ekki lengur til setu boðið. Fólkið hitt var komið í bátinn og ekki um annað að gera en að skunda þangað. Og samstundis voru landfestar leystar og stímað suður yfir fjörðinn. Heimskautsmáninn stakk stefni að festarkletti handan fjarðar þar sem slakki er í fjallgarðinn bak við Garða (Igaliko). Farangur okkar var settur á traktorsvagn en sjálf gengum við Konungsveginn yfir hálsinn, nema nokkrir af elztu mönnunum sátu í Landróverbíl. Þegar við komum í land, tók ég mynd, en lagði svo myndavélina frá mér, meðan ég var að spyrða úlpu og ráptuðru við stóru töskuna okkar. Einhver sá myndavélina þarna í reiðileysi og bjargaði henni í bílinn. Mér þótti leitt að hafa hana ekki þar sem við gengum Konungsveginn í þessu skínandi fagra og kyrra veðri. En úr því enn reyndist drjúgur tími eftir til kvölds, þegar komið var í Garða, brá ég mér í létta skó og gekk aftur upp á hálsana fyrir ofan Garða til að taka myndir af allri þeirri dýrð, sem þar blasir við, og ekki spillti fyrir að komast í færi við nokkrar sauðkindur, úr því ég hafði ekki getað tekið myndir af þeim í Brattahlíðarrétt. Um kvöldið var okkur gerð ágæt veisla í „Blásal“ og var það Sauðfjárræktarfélag Grænlendinga, þ.e. Búnaðarfélag þeirra, sem veitti. Þar var meirihluti stjórnarmanna félagsins saman kominn og konur þeirra með. Eftir ánægjulega veislu, ræðuhöld og söng, var haldið heim til gistingar í tveim húsum. Það var hlýtt og þægilegt hús sem við gistum í, fyrir utan það að það marraði mikið í rúmunum. Þorleifur gamli frá Sólheimum og Lassi o.fl. sátu áfram og ræddu saman og þrættu yfir vínlögg og gamli maðurinn tók miklar söngrokur á milli. Þessu fór fram þar til kl. var um 3.30 Þá tókst Hreini Pálssyni loks að koma Þorleifi og félögum í bólið og þurfti til þess mikla fortölulist. Um 4 leytið festi ég loks blund. Þriðjudagur 23. júní Veður var enn skínandi fagurt þegar við vöknuðum morguninn eftir. Við fengum morgunverð í Blásal og gengum síðan að hinum stórkostlegu kirkju- og bæjarrústum í Görðum. Ég hafði komið þar við kvöldið áður, en á þennan stað væri hægt að koma mörgum sinnum til að láta hugann reika aftur í aldir. Við litum við í fjárhúsi skammt frá, en smáspöl neðar voru tveir ungir menn að undirbúa byggingu nýs fjárhúss fyrir 400 fjár. Sá sem var að byrja þessar framkvæmdir hafði verið á Hesti í Borgarfirði. Undir húsvegg skammt frá sat gamall Græn- lendingur og sýndi listir sínar við að bora í bein, setja upp gildru, spila á harmónikku o.fl. Hann sýndi þessar sömu listir kvöldið áður, þegar við komum úr veislunni. Og reyndar gerði sá gamli tilraun til að skemmta með harmonikkuleik meðan veislan stóð, en það var ekki þegið. Ásgeir Einars- son sveiflaði sér þá í sólódansi og ein grænlenska konan kom þá aðvífandi í fangið á honum. Næst var farið í einokunarverslunina (KGH) í Görðum sem stendur á klöppunum niður við bryggju og þar keyptum við filmur og póstkort. Enn var tími til að skoða hina stórkostlegu birgðaskemmu Garðabiskupa þarna rétt fyrir ofan. Jón Sigurgeirsson var þar með myndavél sína og mælitæki við að rannsaka Grettistökin í skemmu veggjunum. Klukkan að ganga 12 leystum við landfestar og tókum stefnu suður til Kanisartut í Vatnahverfi. Narssaq, séð inn Eiríksfjörð t.h.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.