Litli Bergþór - May 2019, Page 34

Litli Bergþór - May 2019, Page 34
að telja í hana kjark og hugga hana. Nokkru áður en farið var að flugstöðinni rákumst við á Lars gamla Motzfeldt og dóttur hans og dótturdætur tvær og reyndum við að spjalla dálítið við hann. Eftir tollskoðun og vopnaleit komumst við loks í flugvélina um kl. 5.30. Þá flýttum við klukkunni um tvo tíma svo að hún var 7.30 eftir íslenzkum tíma, þegar lagt var af stað. Við flugum vestur yfir Eiríksfjörð og lyftum okkur upp yfir hálsana ofan við Brattahlíð inn yfir Ísafjörð og sveigðum þar ofan skýja n.a. yfir Grænlandsjökul. Bjart var yfir austurstöndinni og gott skyggni yfir það kuldalega freraríki. Við gátum auðveldlega séð rekísjaðarinn langa vegu og nokkrar eyður í ísinn út af sumum fjörðunum. Grænland hvarf okkur um 8.45. Við flugum yfir fagurblátt haf nokkra stund, en síðan tók skýjahula við. Um það leyti sem við vorum að fljúga út yfir ströndina steig Grímur á S-Reykjum fram og flutti nokkur þakkarorð til ferðafélaganna, en bað svo Jónas fararstjóra vorn að lesa eftrfarandi vísur sem við skulum nefna Grænlandsvísur Gríms á Reykjum: Þegar gyllir sólin sund, sanda, grjót og frera, þá er hollt á Grænlandsgrund í glöðum hópi að vera. Hér er blómi úr bændum lands, byggða vorra sómi. Kætir augu í karlafans kvenna þeirra ljómi. Nú er afl mitt orðið slappt á því fátt að vonum. En einhverntíma hefði ég haft hug á slíkum konum. Herra Jónas heiti gaf að hrösun hver með konum, skyldi að bragði borgast af búnaðarfélögonum. Ellin hún er örg og blind og erfitt hana að temja. Lengur ekki ljúfa synd leyfir hún mér að fremja. … Misjafnt láta menn í dag, margir gráta og trega. Aðrir kátir kveða lag, kenndir mátulega. Skrásett af Geirþrúði Sighvatsdóttur 2018. Ungmennafélag Biskupstungna þakkar öllum þeim sem styrkja útgáfu blaðsins með styrktarlínu eða auglýsingu og óskar þeim sem og lesendum öllum GLEÐILEGS SUMARS!

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.