Litli Bergþór - maj 2019, Qupperneq 36

Litli Bergþór - maj 2019, Qupperneq 36
36 Litli-Bergþór Ég heiti Sigrún Þórisdóttir, fædd 1966 og er frá Geysi í Haukadal, dóttir Þóris Sigurðs-sonar og Þóreyjar Jónasdóttur. Þórir, pabbi minn, er sonur Sigurðar Greipssonar og Sigrúnar Bjarnadóttur á Geysi. Pabbi var lengi leikfimikennari og skólabílstjóri í Reykholtsskóla og þar áður fimleika- og glímukappi, sem og afi á Geysi. Mamma er frá Kjóastöðum og sá meðal annars um gróðurhúsin. Hún hefur einnig verið mjög virk í alls konar samfélagsstörfum og nefndum i sveit inni. Systkini mín eru Jónas Þórisson og Ágústa Þórisdóttir. Ég lauk tískuteiknun í IDEP í Barcelona á Spáni. Vann sem fatahönnuður 1996-1999 og síðan 1999-2005 sem yfirmaður og aðaltískuteiknari fylgihlutadeildarinnar fyrir MANGO, sem gaf mér tækifæri til að ferðast um allan heim. Ég ákvað að eldast ekki í tískubransanum. Hef alltaf verið hrifin af innanhússarkitektúr. Þá flutti ég til Brasilíu, þar sem ég byggði og seldi nokkur hús (4) og stofnsetti 500 m² húsbúnaðar- og fornmuna búð með fyrrverandi eiginmanni mín- um. Ég vann líka innanhússkreytingar fyrir inn- lenda sem og erlenda viðskiptavini. Eftir 7 ár í Pipa í Brasilíu, flutti ég til Pedasi í Panama og hef búið þar síðustu 5 ár. Endurbyggði, byggði og seldi nokkur hús (3) og hef unnið sem innanhússarkitekt hjá fyrirtæki mínu, Alma hus, auk þess að stofna búðina Pedasi Love. Núna árið 2019 er ég að flytja til Málaga á suður Spáni þar sem ég stefni á að opna búð og jafnvel vinna sem innanhússarkitekt. Ég er fráskilin og barnlaus en á yndislega upp- eldis dóttur í Brasilíu og 2 frábæra hunda. Hvar sem ég fer um heiminn er ég stolt af því að vera íslensk, uppruna mínum og að hafa verið uppalin af fjölskyldunni minni. Kær kveðja heim. Sigrún ásamt Þóreyju Jónasdóttur, móður sinni. Sigrún í Reykholtsskóla 1980. Sjaldséðir sveitungar frh. Kvenfélag Biskupstungna sendir félögum sínum og Sunnlendingum öllum óskir um gott og gjöfult sumar.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.