Litli Bergþór - maj 2019, Qupperneq 38
38 Litli-Bergþór
Þó að ég hafi ekki mjög gaman að því að hring sóla kringum sjálfan mig er sjálfsagt mál að gera grein fyrir ævi minni í Litla
Bergþóri fyrst eftir því er leitað. Allir eru einhvers
staðar frá og það er mátulegt á nýjan mann í sveit-
inni að segja deili á sér þótt fólk hafi sjálfsagt
meira gaman af að vita hvort ég sé hestamaður
eða spili golf. Sem stendur er ég einmitt hestlaus
hestamaður og golfari með háa forgjöf ef hún er
þá skráð.
Það urðu miklar breytingar í lífi mínu, og fjöl-
skyldunnar, að vígjast 22. júlí á síðasta ári til
biskups í Skálholti, en það er mikill heiður.
Fram að því var ég sóknarprestur frá prestsvígslu
minni á Hólum í Hjaltadal 9. júlí 1989. Fyrst
þjónaði ég Breiðabólsstaðarprestakalli í Vestur
Húnavatnssýslu, síðan Vestmannaeyjaprestakalli
og loks Eyrarbakkaprestakalli. Með þjónustu
prestsins hef ég verið formaður Prestafélags Ís-
lands, formaður Prestafélags hins forna Hóla-
stiftis og formaður samstarfsnefndar Norr ænu
prestafélaganna, ritstjóri Kirkjuritsins, full trúi
á Kirkju þingi og í Kirkjuráði, en auk þess var
ég í stjórn Skálholts, í fulltrúaráði Hjálpar-
starfs kirkjunnar og í ýmsum nefndum og ráðum
kirkjunnar. Ég hef verið varaformaður Stofn-
unar dr. Sigurbjörns Einarssonar í tæpan ára-
tug og vinn þannig að ýmsum ráðstefnum og
alþjóðlegum málþingum á sviði trúarbragða og
sáttargjörðar. Þá hef ég sótt heimsþing Lútherska
heimssambandsins, fundi Norrænna prestafélaga
og fundi upplýsingafulltrúa Norðurlanda, og
þjónað nokkuð víða, m.a. sem sjúkrahúsprestur
í Bandaríkjunum meðan ég var í starfsnámi í
klínískri sálgæslu í Tampa General Hospital á
Flórída.
Ég lauk embættisprófi í guðfræði við Háskóla
Íslands 1987, var blaðamaður um tíma eftir það
og bifreiðastjóri í Reykjavík, en með náminu
var ég lögregluþjónn í Reykjavík, starfsmaður
Þjóðgarðsins á Þingvöllum í tíð sr. Heimis
Steinssonar, sendibílstjóri, byggingaverkamaður
og gæslumaður á Kleppsspítala.
Litli Bergþór fór þess á leit við nýjan vígslubiskup, að hann léti blaðinu í té til
birtingar, ágrip af ævi- og starfsferli sínum. Hann brást við af ljúfmennsku.
Margar góðar fyrirmyndir
Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti
Tómstundirnar mínar voru í æsku að vasast í
hestum í Kópavogi og starfa í skátunum, en seinna í
Hjálparsveit skáta í Kópavogi, Flugbjörgunarsveit
V-Hún og Björgunarfélagi Vestmannaeyja. Þá
starf aði ég um tíma í Kiwanisklúbbnum Helgafelli
í Eyjum og hef verið lengi í Frímúrarareglunni á
Íslandi. Hesta hef ég haft af og til en mest var það
í Kópavoginum og líka í Sviss en síðast hélt ég
hesta á Hvammstanga.
Við Svartafoss í Skaftafelli.