Litli Bergþór - mai 2019, Síða 42
42 Litli-Bergþór
Það hefur verið mikið að gera hjá okkur í
Lambadal eftir áramótin.
Janúar einkenndist af þorranum og síbreytilegu
veðri. Ásamt því vor um við að læra um líkamann.
Við sungum, lásum, skoðuðum myndir og spáðum
í hvernig líkaminn er og hvað hann getur gert.
Þann 1. febrúar tók Erla Jóhanns dóttir við sem
deildar stjóri af Siggu Ósk, sem hafði verið að
brúa bil ið milli þess sem Eyrún fór í fæð ingar-
orlof og þangað til Erla kom til vinnu. Þema
febrúar mánaðar var vinir. Við prófuðum alls
konar vina leiki, lásum bækur um vináttu, spil-
uðum spil þar sem við lærðum að skiptast á, bíða
eftir að röðin kæmi að manni og að maður getur
ekki alltaf unnið og þótt maður tapi, þá þýðir
ekkert að fara í fýlu, heldur er betra að óska þeim
sem vann til hamingju. Við unnum sameiginleg
listaverk og margt fleira spennandi. Við vorum
einnig með dótadag, en þá fá börnin að koma
með dót að heiman í leikskólann til að leika með.
Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur og
Foreldrafélagið í Álfaborg sá um að halda kaffi
sem var um leið fjáröflun fyrir félagið. Það var
ákaflega ánægjulegt að sjá hversu margir foreldrar
komu og tóku þátt í þessum degi með okkur.
Starfsmenn Álfaborgar tóku þátt í Lífshlaupinu
sem var í gangi allan febrúar.
Í mars var þemað hjá okkur Ljós og skuggar.
Þá var einnig vísindavika, en hún er búin að
breiða aðeins úr sér og má segja að mars sé
einnig vísindamánuður. Í byrjun marsmánaðar
var bolludagur sem einkenndist að sjálfsögðu af
bolluáti hvort sem það voru kjötbollur í hádeginu
eða rjómabollur í kaffinu. Sprengidagurinn var svo
á sínum stað og öskudagur þar á eftir en þá mættu
alls konar kynjaverur í leikskólann. Báðar deildir
sameinuðust á Lambadal og höfðu elstu börnin í
Bergholti búið til tunnu og skreytt en kötturinn var
svo sleginn úr tunnunni og haldið öskudagsball
á eftir með pompi
og prakt. Foreldrar
voru velkomnir á
öskudagsballið og
það var gaman að sjá
þá foreldra sem sáu
sér fært að koma og
dansa með okkur í
smástund.
Þann 8. mars
skund uðu svo starfs -
menn Álfa borgar
á Árs hátíð Blá -
skógabyggðar, sem
var glæsi leg í alla
staði og gaman að
Í ágúst tók nýr leik skóla -
stjóri við í Álfa borg. Hún
heitir Liese lot Simoen og
var áður leik skólakennari á
Sel fossi. Einnig voru br eyt-
ing ar á deild unum og tók
Erla Jóhanns dóttir við sem
deildar stjóri á Lamba dal.
Þetta var þriðja árið sem
leikskólinn hóf skóla árið í
grunnskólanum og í lok október fluttu Krumma-
klettar úr grunnskólabyggingunni yfir í Berg-
holt. Leikskólinn Álfaborg er því í dag stað settur
til bráðabirgða í tveim húsum. Nýtt húsnæði er
í smíðum og áætlað er að taka það í notkun í
lok október 2019. Þá mun þriðja deildin opna í
leikskólanum.
Í mars var fyrsti foreldramorgunninn hér í Álfa-
borg. Á foreldramorgnum opnar leikskólinn Álfa-
borg dyrnar fyrir foreldrum ungra barna. Þá hitt-
ast foreldrarnir í leikskólanum með börn sín, fá
sér kaffi, hitta aðra foreldra og spjalla saman. Á
þessum tíma hitta börnin einnig önnur börn og
leika sér saman.
Foreldramorgnar í Álfaborg í vor verða 11. apríl,
2. maí, 16. maí, 6. júni og 20. júni frá kl. 9:00 til
10:30. Hægt er að fylgjast með foreldramorgnunum
á Facebook „Foreldramorgnar í leikskólanum
Álfaborg“.
Leikskólinn tók í haust í notkun Karellen leik-
skóla kerfi,til að efla upplýsingaflæði og samskipti
milli skóla og heimilis. Einnig er komin ný
heimasíða: alfaborg.leikskolinn.is
Lambadalur hefur verið til húsa í grunnskólanum í
Reykholti um nokkurt skeið núna. Nýi leikskólinn
er vel á veg kominn og fáum við vonandi að að
komast þar inn á haustmánuðunum. Á Lambadal
eru 15 börn í 2 hópum. Hóparnir eru Furuhópur
og Birkihópur. Í Birkihóp eru 6 börn fædd 2015.
Í Furuhóp eru 9 börn fædd 2015, 2016 og 2017.
Starfsmenn deildarinnar eru Erla Jóhannsdóttir
deildarstjóri, Lovísa Tinna Magnúsdóttir, Sigríður
Ósk Beck Víkingsdóttir, Erla Þórdís Traustadóttir
og Lucie Jírová. Sigrún Ásta Brynjarsdóttir er svo
í afleysingum á Lambadal og Krummaklettum
eftir þörfum hverju sinni. Elfa Dís Andersen
stendur síðan vaktina í eldhúsinu og aðstoðar eftir
þörfum.
Álfafréttir
Lieselot Simoen.
Lambadalsfréttir
Ingimar að taka á móti kökunum sem
börnin bökuðu í góðgerðarvikunni.