Litli Bergþór - maj 2019, Side 43

Litli Bergþór - maj 2019, Side 43
Litli-Bergþór 43 Krummafréttir Í Álfaborg er orðin hefð fyrir því, að febrúar er sérlegur vinamánuður. Þá er mikið talað um vináttu, hvað það er að vera vinur og mikilvægi þess að vera góð hvert við annað. Við á Krumma- klettum ákváðum að gera eina vikuna að góð- gerða viku og mikil umræða skapaðist meðal barnanna hvað er að gera góðverk. Þau komu með margar hugmyndir og ein var sú að gefa öðrum eitthvað. Þá var ákveðið að baka kökur og gefa þeim sem búa í næsta nágrenni við leikskólann. Við bökuðum 200 stk. af smákökum og löbbuðum í hús. Það vakti mikla lukku bæði hjá börnunum og okkar góðu nágrönnum. Við enduðum upp á skrifstofu hreppsins og börnum fannst gaman að koma þangað. Þau langaði líka að gleðja kokkinn sinn og þau teiknuðu sameiginlega mynd af honum og færðu honum. Binni var afskaplega ánægður með það. Á miðvikudeginum var öskudagur, þá fórum við upp á Lambadal og slógum köttinn úr tunnunni og dönsuðum með yngri börnum. Eftir matinn var farið í hús og sungið fyrir þá sem voru heima í Kistuholtinu og ekki spillti gleðinni að fá smá góðgæti fyrir. Við nýttum líka þessa viku til að styrkja vináttu böndin á milli barn- anna og létum tvö og tvö börn vinna saman. Þau lærðu líka að hjálpa hvert öðru t.d. þegar þau voru að klæða sig í útifötin. Þau voru látin vinna bæði í stórum og litlum hópum og margt fleira. Nú fer að styttast í páska og erum við farin að undirbúa páskaföndur og ætlum meðal annars að búa til stóra hænu sem við ætlum að láta vera úti og prýða Kistuholtið. Börnin er líka farin að bíða eftir vorinu og hlakka til að geta hlaupið út á peysunni. Bestu kveðjur frá Krummaklettum! Þetta er páskaunginn sem börnin á Krummakletti bjuggu til. hittast svona fyrir utan vinnu tíma í sínu fínasta pússi og sýna sig og sjá aðra. Við héldum seinni foreldra- kvöld fundinn rétt eftir miðjan mars. Þar kynntum við fyrir for eldr um hvað við erum búnar að vera að gera síð an á síð asta fundi, hvað við erum að gera og hvað við ætlum að gera fram að sumarfríi. Við ætl um að bæta við málörvunarstundirnar okkar. Lov ísa er búin að kynna sér málörvunarverkefnið Lubba í þaula og við verðum með skipulagðar Lubbastundir á hverjum miðvikudegi fyrir báða hópa. Fyrir þá sem þekkja ekki Lubba, er hann hundur sem langar mikið til að læra að lesa og er með málbein fyrir hvert hljóð sem þarf að finna. Þá eru sögur lesnar og sungnar vísur með hverju málhjóði ásamt æfingum í bókinni. Í apríl verður aðalþemað páskarnir og má búast við miklu magni af fjöðrum og eggjum með tilheyrandi tilhlökkun fram að mánaðamótum apríl-maí. Þá ætlum við líka að fara að vera meira á ferðinni í gönguferðum og vettvangsferðum ef veður leyfir. Við búum okkur til sérstakan vettvangsferðabakpoka, þar sem við setjum grasa- og blómabók, fuglabók, stækkunargler, blöð og blýanta, aukaföt og ýmislegt fleira, sem er nauðsynlegt í vettvangsferðum. Við ætlum líka að velja okkur tré til að fylgjast með og sjá hvernig það breytist að vori og fram á sumar og hvernig það lítur svo út þegar við komum til baka úr sumarfríi og sjá breytingarnar frá hausti og yfir veturinn. Í maí verðum við að fylgjast með dýrunum og vorinu og hvernig náttúran breytist í maí. Vorgleðin verður um miðjan maí og er þá oft mikið stuð á bænum. Í júní verðum við síðan mikið úti að leika og njótum sumarsins eins og hægt er, hvort sem það er sól eða rigning fram að sumarfríi. Síðast en ekki síst höfum við verið dugleg að gá til veðurs og erum með sérstakt veðurkort þar sem við lærum heiti á veðurbrigðum og eins erum við með dagatal sem við lítum einnig á á hverjum degi og lærum um viku- og mánaðardagana ásamt því hvaða mánuður er. Bestu kveðjur frá öllum í Lambadal! Jón og Hildur Inga að taka á móti kökum.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.