Litli Bergþór - maí 2019, Blaðsíða 44
44 Litli-Bergþór
Það voru uppi tilraunir til að breyta aðeins til og halda þorra blótið í íþróttahúsinu, en
þær breyttu engu.
Svo sem verið hefur var þorrablótið
haldið í Aratungu, á bóndadegi, sem
bar upp á 25. janúar þessu sinni.
Fyrir komulag blótsins var, sem
fyrr þannig, að gestir komu með
sinn þorramat eða allavega mat, í
trogum eða öðrum ílátum, sem gátu
verið plastpokar, taupokar eða bara
einhverskonar ílát. Það er vissulega
ákveðinn stíll yfir því að koma til
blóts með trogið sitt, íklætt borðdúk,
leysa hnútana síðan þegar sest er,
þannig að snyrtilega frágengnar kræsingarnar
blasa við og ilmurinn fyllir vitin. Diskarnir,
hnífapörin og drykkjarföngin er tekin úr troginu
og deilt út á þau sem eru í því (troginu) saman.
Svo þegar blótið hefur verið sett og gestum boðið
að gjöra svo vel að hefja borðhaldið, eða átið,
fer fólkið að tína dásemdirnar upp úr troginu
og skófla þeim í sig, ef ekki með hnífapörum þá
með sjálfskeiðungum eða guðsgöfflunum. Svo er
boðið að smakka: „Má ekki bjóða þér bita af
þessum súra hval, sem mér áskotnaðist. Það er
nefnilega frændi minn sem verkar svona. Mér
finnst þessi óvenju gómsætur.“ Þá er þakkað
fyrir og smakkað og lofað í bak og fyrir. Kannski
boðin einhver dásemd til baka: „Ég hef sjaldan
Þorrablótið 2019
fengið svona góða hrútspunga. Þú verður endi-
lega að prófa.“ Það er þakkað og pungunum
hrós að. Svona gengur þetta fyrir sig, milli þess
sem bjórinn er teygaður, nú eða eitthvað annað
sem auðveldar inntöku matvælanna og kætir:
„Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur?“
Það er glatt á hjalla.
Röðin var komin að Skálholtssókn að láta hend-
ur standa fram úr ermum við undirbúning og fram-
kvæmd þessu sinni. Það gerist á fjögurra ára fresti,
að afloknum kosningum til sveitarstjórnar. Það er
stundum haft á orði, að á fjögurra ára fresti komi
íbúar Skálholtssóknar kjagandi út úr skóginum,
með trogin undir hendinni. Allt kann það að vera
satt og rétt, en ekki verður tekin afstaða til þeirrar
þjóðsögu hér.
Dansatriði æft. Víglundur í Höfða, Guðmundur á Iðu og Jakob Narfi.
(mynd pms)
Tæknifundur: Magnús Hveratúni, Böðvar Þór Ljósalandi,
Áslaug Alda Spóastöðum og Anna Gréta. (mynd pms)
Æft í Skálholtsbúðum: Benedikt Kirkjuholti, Sólrún Lilja, Hómfríður frá Iðu, Böðvar Þór
Ljósalandi, Gestur Skálholti, Guðrún Ólafs., Ragnheiður Ljósalandi og Hildur María
Spóastöðum. (mynd pms)