Litli Bergþór - maj 2019, Qupperneq 49

Litli Bergþór - maj 2019, Qupperneq 49
Litli-Bergþór 49 myndum úr píslarsögu Krists úr niðurlögðu klaustri þar. Fjórar af myndunum, ásamt róðukrossi og líkneski af Andrési postula úr sama klaustri, gaf hann síðan Bræðratungukirkju og voru þessir munir komnir í kirkjuna 1926. Styttan af Andrési postula kom síðust í kirkjuna og að sögn Páls Skúlasonar var hún ferjuð yfir Hvítá frá Höfða. Ekki fór betur en svo að litli fingur Andrésar brotnaði af, en sem betur fer var hægt að líma hann á aftur. Gefandanum, Svenn Poulsen, hefur sennilega þótt þessir munir hæfa vel í kirkju, sem helguð var Andrési postula. Eitthvað mun róðukrossinn þó hafa farið fyrir brjóstið á Jóni Helgasyni biskupi (1917-1939), sem þótti hann full pápískur og vildi láta fjarlægja hann. En Skúli tók það ekki í mál og hefur hann fengið að vera á sínum stað síðan. Árið 1975 málaði Jón Björnsson málarameistari kirkjuna að innan og kona hans, Greta Björnsson, málaði prédikunarstólinn (þann frá 1911), og skreytti hann helgimyndum. Fengu þau hjónin listfræðinginn Frank Ponzi (1929-2008) til að hreinsa myndirnar á veggjunum og gera við þær, en til þess að kosta viðgerðirnar fengu þau styrk frá Félagi málarameistara og málningarverslunum í Reykjavík. Deilt er um hversu gamlar myndirnar eru, telja sumir, þar á meðal Frank Ponzi, þær vera frá 15.- 17. öld, aðrir telja þær yngri eftirlíkingar. Tvær kirkjuklukkur fornar eru í turni Bræðratungukirkju, báðar úr kopar og 35 cm í þvermál. Á aðra er grafin áletrun á latínu, ártalið 1624 og skjaldarmerki hjónanna Hogers Rosenkrantz, lénsherra á Íslandi 1620-1633 og Wibeke Thott konu hans. Á hina er letrað ártalið 1738 (1). Á kirkjuturninum eru litlir gluggar, eða hljómop, á hverri hlið með opnanlegum hlera fyrir. Er hleri oft hafður opinn til að betra loft sé í kirkjunni, en sá böggull fylgdi skammrifi að maríuerla tók upp á því að verpa á bitanum við klukkurnar. Er til falleg saga af því, að til að styggja ekki fuglinn, þá neitaði Skúli jafnan að hringja kirkjuklukkunum meðan fuglinn lá á eggjum (6). Fyrir utan altarisstjaka þá, sem fóru á Þjóðminjasafnið 1911, eru nokkrir aðrir munir úr gömlu kirkjunni einnig á Þjóðminjasafninu. Þar á meðal er marmarabolli, sem notaður var sem skírnarfat, gamalt altari og prédikunarstóll, hurðarhringur o.fl. Norðan við innganginn að kirkjunni standa þrír merkilegir legsteinar í barokkstíl frá 17. öld. En það eru steinar, sem settir voru yfir Gísla Hákonarson lögmann (1583-1631), Hákon sýslumann son hans (1614-1652) og Helgu Magnúsdóttur konu hans, sem og dóttur þeirra Jarþrúði Hákonardóttur (1651-1686), þeirrar er var fyrri kona „júngkærans“, Magnúsar Sigurðssonar og afabarn Gísla lögmanns. Voru legsteinar þessir undir gólfi kirkjunnar til ársins 1990, en voru þá fluttir út (1). Læt ég hér staðar numið um sögu Bræðratungukirkju, þó af nógu sé að taka. Þakka ég kærlega góðar móttökur og fróðlegt spjall í heimsóknum mínum til Páls Skúlasonar í Reykjavík og þeirra Bræðratunguhjóna, Kjartans og Guðrúnar. Geirþrúður Sighvatsdóttir. Heimildir: 1 Bókin „Kirkjur Íslands“ 3. bindi, sem Þjóðminjasafn Íslands, Húsafriðunarnefnd ríkisins og Biskupsstofa gáfu út árið 2002. 2 Inn til fjalla, rit félags Biskupstungnamanna í Reykjavík, 1. bindi, bls 68-86. 3 Greinar Gísla Sigurðssonar í Lesbók Morgunblaðsins í október 1998 um Bræðratungu, Höfuðból og sögustaður og Bræðratunga á fyrri öldum – Höfðingjar og harmsögulegar persónur. 4 Ævisaga Einars Benediktssonar 2. bindi bls. 12 eftir Guðjón Friðriksson. Útg. 1999 5 Litli-Bergþór 3. tbl 2001 Viðtal við Sigríði og Svein í Bræðratungu. 6 Páll Skúlason frá Bræðratungu, munnleg heimild. Heyskapur í Bræðratungu á fyrri hluta 20. aldar.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.