Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - okt. 2019, Síða 6

Sveitarstjórnarmál - okt. 2019, Síða 6
6 SVEITARSTJÓRNARMÁL Á réttu róli – Skólaþing sveitarfélaga Skólaþing sveitarfélaga er haldið annað hvert ár og að þessu sinni verður fókus þingsins settur á framtíðarskipan skólakerfisins og því velt upp hvort núverandi skipan og framkvæmd þess sé að skila nemendum besta undirbúningi fyrir áskoranir framtíðar, svara þörfum samfélagsins, markmiðum aðalnámskráa, framtíðarvinnumarkaði og almennt þeim markmiðum sem stefnt er að með skólahaldi og menntun. Er sú aldursskipting og aðgreining skólastiga sem innleidd var fyrir næstum hálfri öld (lög um skólakerfi nr. 55/1974) að þjóna nemendum best og menntun þeirra til framtíðar? Hverjar eru röksemdir þess að leikskólastigið nær til 5/6 ára aldurs, grunnskólastigið varir í 10 ár og bóknámsbrautir framhaldsskólans aðeins í 3? Er hugsanlegt að rekstraraðilinn Svandís Ingimundardóttir skólamálafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga. hafi hagsmuna að gæta þegar kemur að lengd og skipan skólastiga sem gæti komið niður á inntaki náms? Hvað gæti mælt með eða á móti því að skólastigin væru skipulögð með öðrum hætti, m.a. hvað lengd þeirra, inntak náms, kennsluhætti, samsetningu nemenda- og kennarahóps, rekstraraðila og annað varðar? Stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að öll börn fái aðgang að leikskólum við 12 mánaða aldur. Leikskólinn mun þá taka beint við eftir fæðingarorlof og dagforeldrar, sem starfsfólk sem komið hefur að uppeldi og menntun yngstu barnanna, hverfa af vettvangi. Skólaskylda grunnskólans hefur lengst jafnt og þétt, og hvert skólaári jafnframt verið lengt svo það skólastig hefur því

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.