Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - Oct 2019, Page 12

Sveitarstjórnarmál - Oct 2019, Page 12
Samstarf um loftslagsmál og heimsmarkmiðin skiptir sköpum Samstarfsvettvangur sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmiðin var stofnaður 19. júní sl. Honum er ætlað að efla og styrkja sveitarfélögin til samstöðu og samtals um loftslagsmál og málefni sjálfbærrar þróunar. 52 sveitarfélög hafa sýnt áhuga á að taka þátt í starfi vettvangsins og þegar þetta er skrifað hafa 33 sveitarfélög tekið undir yfirlýsingu stofnfundar og skráð tengiliði. Sveitarfélögin sem taka þátt tilnefna tengiliði sveitarfélagsins við verkefnið og þegar þetta er skrifað hafa verið tilnefndir 73 fulltrúar. Fyrsti tengiliðafundurinn var 13. september sl. og var honum streymt. Var sjónum beint sérstaklega að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Annar fundur er fyrirhugaður í nóvember og verður meginefnið loftslagsmál. Ljóst er að slagkraftur sveitarfélaga skiptir sköpum til að greiða fyrir þeim umskiptum sem þurfa að eiga sér stað til að uppfylla heimsmarkmiðin, ákvæði markmið sem þau vilja horfa sérstaklega á. Innan nýstofnaðs samstarfsvettvangs um loftslagsmál og heimsmarkmiðin er ætlunin að styðja við þá vinnu sem þegar er farin af stað. Hafin er vinna við að greina hvaða heimsmarkmið sveitarfélögin geta sameinast um og skoða forsendur á sameiginlegri þróun á árangursmælikvörðun. Vonast er til að vinnuhópur um málið skili af sér fyrir næsta vor. Hugmyndin er að sveitarfélögin geti svo aðlagað afrakstur þeirrar vinnu að sínum aðstæðum og bætt við markmiðum eftir því sem hentar þeim. Íslensk sveitarfélög hafa vakið athygli heimsins með framlagi sínu í loftslagsmálum og innleiðingu heimsmarkmiðana og má nefna Reykjavíkurborg sem setti sér sína fyrstu loftslagsstefnu 2009 og er aðili að sameinuðum sáttmála sveitarfélaga Parísarsamningsins og standast áætlanir íslenska ríkisins um kolefnishlutleysi árið 2040. Íslenska ríkið hefur undirgengist heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og valið sér 65 forgangsmarkmið. Markmiðin gilda til ársins 2030 og er ætlað að mynda jafnvægi milli þriggja stoða sjálfbærrar þróunar: hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Aðgerðir í loftslagsmálum er eitt af markmiðunum en þau eru 17 talsins með 169 undirmarkmið. Heimsmarkmiðin í heimabyggð Mörg sveitarfélög hafa stigið stór skref með aðgerðum sem styðja við lágmörkun losunar gróðurhúsalofttegunda og innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Þeim sveitarfélögum fer fjölgandi sem hafa forgangsraðað heimsmarkmiðunum og valið sér Eygerður Margrétardóttir sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga Frá fyrsta fundi samstarfsvettvangs um loftslagsmál og heimsmarkmiðin, sem haldinn var í Kópavogi 13. september sl.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.