Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - Oct 2019, Page 13

Sveitarstjórnarmál - Oct 2019, Page 13
um orku og loftslagsmál (Covenant of Mayors for Climate and Energy). Í júní 2016 var stefnan endurskoðuð og sett fram aðgerðaáætlun til að ná fram kolefnishlutleysi Reykjavíkurborgar árið 2040. Kópavogsbær hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir vinnu að heimsmarkmiðunum og fékk nýlega platínum vottun um að bærinn uppfylli lífskjara- og þjónustustaðal World Council on City Data. Þá tekur Kópavogsbær þátt í alþjóðlegu verkefni á vegum OECD um innleiðingu heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélögum og þróun mælikvarða og nýtur ráðgjafar þeirra við innleiðingu markmiðana í sveitarfélaginu. Starfsáætlun samstarfsvettvangsins til ársins 2022 liggur nú fyrir og verður tekin ákvörðun um framhaldið að þeim tíma loknum. Verkefni samstarfs- vettvangsins munu koma til með að þróast í takt við áhuga þátttökusveitar- félaganna og það fjármagn sem hann mun hafa úr að spila. Lagt er upp með að vettvangurinn nýtist sem flestum sveitarfélögunum. Markmiðið er að hvert sveitarfélag sé ekki að vinna í sínu horni, heldur sé leitað leiða til að miðla þekkingu og reynslu til og á milli sveitarfélaga og greina og grípa tækifæri til samstarfs. Gjarnan með aðkomu ráðgjafa. Verkefnið hefur ekki fengið sérstaka fjármögnun og í ljósi mikilvægis og mikils áhuga á málefnum vettvangsins verður það eitt af verkefnunum að skoða leiðir til að greiða fyrir aðgengi sveitarfélaga að fjármagni til að gera þeim kleift að tileinka sér heimsmarkmiðin í starfi sínu og til að taka stóru skrefin í loftslagsmálum. Loftlagsstefna nú skylda en marklaus án kolefnisbókhalds Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti heldur áfram að aukast og ef ekkert verður að gert telja vísindamenn að meðalhiti jarðar geti hækkað um 3°C á þessari öld. Sú hækkun mun hafa fyriséðar og ófyrirséðar afleiðingar. Ákall samfélagsins til stjórnvalda um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stíga stóru skrefin í átt að sjálfbærri þróun er hávær. Unga fólkið hefur verið hvað duglegast að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Stofnun samráðsvettvangsins er einn þáttur í að sýna að sveitarfélögin eru að hlusta og þau vilja ekki sitja eftir í umræðinni. Sveitarstjórnir skulu samþykkja loftslagsstefnu fyrir lok árs 2021 samkvæmt breytingu á lögum um loftslagsmál sem tók gildi 14. júní sl. Lögin kveða ekki á um hvað slík stefna skuli innibera að öðru leyti en því að hún nái yfir rekstur sveitarfélagsins, þ.e. losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum, flugferðum og vegna meðhöndlunar úrgangs sem hægt er að tengja starfsemi sveitarfélagsins. Það er svo sveitarfélögunum í sjálfsvald sett hvort þau ákveða að taka einnig yfir losun gróðurhúsalofttegunda frá samfélaginu öllu og ljóst er að mörg sveitarfélög munu eða hafa þegar farið þá leið. Í slíkri stefnu yrði því horft til losunar gróðurhúsalofttegunda í landi sveitarfélagsins, s.s. frá vegasamgöngum, landbúnaði og meðhöndlun úrgangs frá heimilum og fyrirtækjum í sveitarfélaginu. Ef slík stefna á að vera gagnlegt stjórntæki þá þarf að tengja við hana aðgerðir og mæla árangur. Sveitarfélögin þurfa að geta mælt árangur sinn með kolefnisbókhaldi, með því verður sýnt fram á að aðgerðir þeirra og ákvarðanir skipti máli. Enginn of lítill og ekkert skref of smátt Samstarfsvettvangur sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmiðin hefur brýn og umfangsmikil verkefni fyrir höndum. Það má ekki gleyma því að það er enginn of lítill til að gera eitthvað og ekkert skref of lítið til að skipta máli. Má í þessu samhengi benda á baráttu Gretu Turnberg sem hefur verið fólki innblástur víða um heim. Staða sveitarfélaga er mjög mismunandi en saman geta þau unnið af enn meiri krafti. Verkefnum samstarfsvettvangsins hafa ekki verið settar miklar skorður en umfang hans mun velta á þeim fjármunum sem hann mun hafa úr að spila en ekki síst á þátttöku sveitarfélaga í starfi vettvangsins. Innan sveitarfélaganna býr dýrmæt þekking og reynsla. Þau sveitarfélög sem hafa stigið stór skref í loftslagsmálum og heimsmarkmiðum hafa sýnt vilja til að deila reynslu sinni til smærri sveitarélaga sem eru skemmra á veg komin. Það verður spennandi að fylgjast með samstarfi sveitarfélagana á næstu árum. HEIMSMARKMIÐIN OG LOFTSLAGSMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.