Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - okt. 2019, Side 14

Sveitarstjórnarmál - okt. 2019, Side 14
14 SVEITARSTJÓRNARMÁL Af hverju eru flæmsk sveitarfélög í farabroddi evrópskra sveitarfélaga þegar kemur að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun? Í huga Mieck Vos, framkvæmdastjóra samtaka flæmskra sveitarfélaga, er svarið einfalt. Án aðkomu sveitarstjórnarstigsins er útilokað að markmiðunum verði náð. Hér er vísað til þess að samkvæmt OECD þá munu 65% af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun ekki nást án markvissrar þátttöku sveitarfélaga, auk þess sem nær öll markmiðin koma inn á verksvið sveitarfélaga. Wim Dries, bæjarstjóri Genk, tekur undir þetta og bendir á að Heimsmarkmiðin tengist rúmlega 80% þeirra markmiða sem sett voru fram í nýrri stefnumótun fyrir Genk. Framtíðin er okkar allra Það er einmitt markmið samtaka flæmsku sveitarfélaganna að sem flest sveitarfélög taki mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að stefnumótun og aðgerðaáætlunum þeirra. Árið 2017 hófst tilraunaverkefni sem ætlað er að styðja við þetta markmið. Að verkefninu standa 50 sveitarfélög og lögð er áhersla Framtíðin er okkar allra – Flæmsku sveitarfélögin og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun Wim Dries, bæjarstjóri í Genk, og Mieck Vos, framkvæmdastjóri samtaka flæmskra sveitarfélaga (ljósm.: knack.be) á að heimsmarkmiðin séu höfð til hliðsjónar í allri stefnumótun þeirra. Þá er áhersla lögð á að íbúar sveitarfélaganna séu vel upplýstir um þessa vinnu, hverju henni sé ætlað að skila, og af hverju horft er til heimsmarkmiðanna. Þá er mikið lagt upp úr því að íbúar taki virkan þátt í þessu verkefni. Þátttaka almennings er talinn grundvöllur þess að vel til takist og slagorðið Framtíðin er okkar allra minnir á að við berum ábyrgð á því hvernig framtíð okkar lítur út, en ekki bara okkar framtíð heldur einnig framtíð nágranna okkar nær og fjær. Árangurinn af þessu starfi lætur ekki á sér standa. Sem dæmi má nefna að í bænum Kortrijk hefur þeim sem lifa við fárækt eða bágar aðstæður fækkað úr 18% í 12% frá því að verkefnið hófst. Þessi árangur náðist í kjölfar nýrrar stefnumótunar þar sem markvisst er stuðst við heimsmarkmiðin. Rafmagn og hiti er stór hluti útgjalda fólks í Belgíu. Þess vegna var meðal annars gripið til orkusparandi aðgerða í tengslum við félagslegt húsnæði. Þar með lækkaði þessi útgjaldaliður og íbúarnir höfðu því meira á milli handanna en ella – heimsmarkmið 1: Engin fátækt. Þar sem gas og olía eru helstu orkugjafarnir þegar kemur að rafmagni og hita í Belgíu þá leiðir þetta auk þess af sér minni losun gróðurhúsalofttegunda – heimsmarkmið 13: Aðgerðir í loftslagsmálum. Annað dæmi snýr að umferð og loftmengun í bænum Bonheiden. Þar var ráðist í að bæta við reiðhjólastígum, reiðhjól fá forgang á helstu umferðaræðum og á ákveðnum stöðum í bænum er bifreiðum óheimilt að taka fram úr reiðhjólafólki. Þá var farið í samstarf við grunnskóla bæjarins og foreldrar og nemendur hvattir til þess að nota reiðhjól frekar en einkabílinn. Meðal annars gátu þeir sem vildu fengið tölvukubb í hjól barna sinna sem taldi þau skipti sem barnið mætti á hjóli í skólann. Í hvert skipti sem barnið mætti á hjóli fékk það sérstakan pening að launum og þennan pening er síðan hægt að nota í leiktæki á hátíðum sem haldnar eru á vegum bæjarins og grunnskóla bæjarins. Í kjölfar þessara aðgerða hefur fjöldi barna og foreldra sem hjóla í skólann fimmfaldast og umferðaróhöpp á helstu umferðaræðum hefur fækkar verulega. Hér spinnast saman heimsmarkmið 3: Heilsa og vellíðan, 11: Sjálfbærar borgir og samfélög og 13: Aðgerðir í loftslagsmálum. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun tengjast mjög vel þeim markmiðum sem verið er að vinna að á sveitarstjórnarstiginu, segir Mieck Vos, framkvæmdastjóri samtaka flæmskra sveitarfélaga. Sjálfbært samfélag, bætt lýðheilsa og aukin ábyrgð og þátttaka íbúa þegar kemur að því að móta framtíð okkar allra. Óttar Freyr Gíslason forstöðumaður Brussel-skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Borgartún 27 I 105 Reykjavík I Sími 520 4040 I www.inkasso.is I inkasso@inkasso.is SVEITARFÉLÖG Inkasso sérhæfir sig í að þjónusta sveitarfélög með það að markmiði að lækka álögur á íbúa. • Góður innheimtuárangur • Lægri álögur á íbúa • Sveigjanleiki • Ekkert álag á niðurfellingarkostnað greiðenda • Öll prentun og póstlagning • Ekkert breytingargjald VIÐ SETJUM NÝJAN SVIP Á INNHEIMTU Fjöldi sveitarfélaga nýtir sér þjónustu Inkasso. Góður árangur í innheimtu.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.