Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - okt. 2019, Síða 27

Sveitarstjórnarmál - okt. 2019, Síða 27
27 HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Sérfræðingar okkar aðstoða sveitarfélög við að innleiða nýjar áherslur í stefnu þar sem umhverfisþættir , félagslegir þættir og stjórnarhættir eru greindir og mældir samhliða fjárhagslegum þáttum . Þannig er hægt að tryggja aukna verðmætasköpun og velferð samfélagsins . STEFNUMÓTUN MEÐ SJÁLFBÆRA ÞRÓUN AÐ LEIÐARLJÓSI Við verðum á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga dagana 3 . og 4 . október . Ábyrgar lausnir farin verður í meira mæli með tilkomu urðnarskattsins. Með úrgangi sem sendur er úr landi fylgja fjármunir, sem ekki nýtast til uppbyggingar í málaflokknum hér á landi. Ef fram fer sem horfir munu fjármunir frá Íslandi verða nýttir til uppbyggingar brennslustöðva erlendis ásamt því að greiða til samneyslu í því samfélagi sem tekur við úrganginum. Í fyrirliggjandi drögum að stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum kemur ekki fram nein afstaða til þess hvort útflutningur úrgangs til meðhöndlunar sé æskilegur. Telja má fullvíst að áhersla á útflutning orki tvímælis út frá umhverfissjónarmiðum og almenningsáliti hér á landi og í öðrum löndum og hlýtur að þurfa að fara fram opinskátt samtal milli stjórnvalda og almennings um hvort sú niðurstaða sé ásættanleg í umhverfislegu, samfélagslegu og efnahagslegu tilliti. Úrgangslausnir í anda Heimsmarkmiðanna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna tóku gildi 2015 og gilda til 2030. Þeim er ætlað að ná jafnvægi milli þriggja stoða sjálfbærrar þróunar: hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Áhugavert er að rýna lauslega í fyrirhugaðan urðunarskatt og afsetningu þess hluta úrgangsins sem þarf að afsetja út frá þessum þremur stoðum því að ljóst er að í náinni framtíð verður alltaf til úrgangur sem þarf að urða eða brenna. Á það meðal annars við sóttmengaðan úrgang og annan áhættuúrgang og þann hluta úrgangsins sem ekki telst endurvinnsluhæfur. Efnahagsleg stoð Út frá efnahagslegu tilliti mun fyrirhuguð álagning upp á 15 krónur á kíló auka kostnað heimila og fyrirtækja. Á höfuðborgarsvæðinu mun skatturinn þýða um 62% hækkun á móttökugjöldum SORPU bs. Líklega mun kostnaður við framkvæmd skattheimtunnar koma til viðbótar við þessa hækkun. Lauslega áætlað út frá upplýsingum frá CEWEP (samtök sorporkufyrirtækja) má gera ráð fyrir að urðunarskattur í löndum Evrópu árið 2017 hafi verið á bilinu 0,41 krónur kílóið til ríflega 13,76 krónur eða að meðaltali 4,56 krónur. Ekkert bendir til að skatturinn hafi hækkað mikið síðan 2017 en samkvæmt þessum tölum þá má áætla að urðunarskattur á Íslandi verði 70% hærri en að meðaltali í Evrópu. Nauðsynlegt er að spyrja hvernig slík gjaldskrárhækkun samræmist lífskjarasamningum sem sátt náðist um fyrr á þessu ári. Umhverfisstoð Sveitarfélögum er gert að innheimta gjöld fyrir meðhöndlun úrgangs í takt við kostnað og mega ekki greiða með málaflokknum úr öðrum sjóðum. Flest sveitarfélög innheimta eitt gjald fyrir meðhöndlun úrgangs af heimilum, óháð þjónustustigi, úrgangsmagni eða öðrum þáttum. Innheimtan mun því í flestum tilfellum leggjast jafnt öll heimili hvort sem lítið fellur til að blönduðum úrgangi til dæmis vegna flokkunnar og skila til endurvinnslu eða ekki. Af þessum sökum mun skatturinn að líkindum ekki hafa tilætluð áhrif á að draga úr myndun úrgangs og auka endurvinnslu. Líklegt er að urðunarskattur eins og hann er fyrirhugaður muni renna stoðum undir útflutning úrgangs til brennslu með orkunýtingu. Samanborið við urðun er brennsla úrgangs með fullnægjandi orkuvinnslu umhverfisvænni kostur. Slíkir farvegir eru ekki til staðar hérlendis en Líklegt er að urðunarskattur eins og hann er fyrirhugaður muni renna stoðum undir útflutning úrgangs til brennslu með orkunýtingu.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.