Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - Oct 2019, Page 28

Sveitarstjórnarmál - Oct 2019, Page 28
ELDSNEYTI Í VINNUNNI Fyrirtækjaþjónusta Ölgerðarinnar býður upp á gott úrval af kaffivélum sem henta fyrir alla stærðir vinnustaða. Hægt er að velja á milli Cafitesse kaffivéla, sjálfvirkra baunavéla og uppáhellivéla. Einnig bjóðum við upp á ótal tegundir af gæðakaffi. Kíktu á úrvalið á www.olgerdin.is eða hafðu samband við okkur í síma 412 8100 flutningur úrgangs til slíkrar brennslu erlendis breytir að líkindum ekki þessari staðreynd. Það er vegna þess að orkan sem verður til við brunan getur nýst á svæðum sem til dæmis nýta jarðefnaeldsneyti upphitunar. Hinsvegar stríðir útflutningur úrgangsins þvert gegn þeirri meginreglu umhverfisréttar að leysa skuli mengunarmál eins nálægt upprunastað og kostur er. Samfélagsleg stoð Ef horft er til hagsmuna samfélagsins þá er örugg og lögleg förgun úrgangs mikilvægt heilbrigðismál sem varðar almannaheill. Útflutningur úrgangs til orkuendurvinnslu getur reynst ásættanleg lausn til skamms tíma, en þeirri leið fylgir áhætta. Árið 2035 er áætlað að það falli til 142 milljón tonn af úrgangi í Evrópu sem verður hvorki endurunnin eða urðaður þrátt fyrir að öllum markmiðum um endurvinnslu sé náð samkvæmt greiningu CEWEP (samtök sorporkufyrirtækja). Í dag geta brennslur í Evrópu tekið við 101 milljón tonnum. Niðurstaðan er að árið 2035 er óvíst hvað á að gera við 41 milljón tonn af úrgangi í Evrópu þar sem meðhöndlunarleið fyrir allan þann úrgang er ekki fyrir hendi. Ef brennslur yfirfyllast er líklegt að úrgangi frá Íslandi verði úthýst til að skapa pláss fyrir úrgang sem fellur til í þeim löndum sem brennslurnar eru. Í þessu samhengi má benda á að lengi hefur verið ljóst að treysta þarf ennfrekar örugga förgun sóttmengaðs úrgangs. Mjög takmörkuð úrræði eru til slíkrar förgunar í dag þar sem hér er einungis ein brennslustöð starfandi og annar hún ekki förgun alls sóttmengaðs úrgangs. Umdeilanlegt og líklega óvarlegt ef stefna ráðherra, regluverk úrgangsmála og aðrar ákvarðanir ríkisins eins og álagning urðunarskatts styðji við eða jafnvel hvetji til útflutnings úrgangs til brennslu sem framtíðarlausn í förgunarmálum í stað innlendra lausna. Slíkir farvegir geta lokast með skömmum fyrirvara og séu ekki aðrir möguleikar fyrir hendi innanlands gæti skapast almannahætta. Niðurstaða Að ofangreindu má ráða að þau ráðuneyti sem hlut eiga að máli hljóta einfaldlega að þurfa að setjast að nýju við teikniborðið og semja nýtt frumvarp um urðunarskatt þar sem sett eru fram skýr markmið um hvernig slík skattheimta geti mögulega stuðlað að úrgangslausnum í anda heimsmarkmiðanna.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.