Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - okt. 2019, Side 30

Sveitarstjórnarmál - okt. 2019, Side 30
30 SVEITARSTJÓRNARMÁL Þann 17. september sl. boðaði stjórn SSKS aðildarsveitarfélög til vinnufundar í Vestmannaeyjum. Alls voru fulltrúar frá 8 sveitarfélögum á fundinum ásamt Sigurði Inga Friðleifssyni frá Orkusetri, Benedikt Guðmundssyni frá Orkustofnun og Ragnari Ásmundssyni frá Varmalausnum. Megintilgangur ferðarinnar var að undirbúa stefnu- mótun fyrir samtökin en mikil nýliðun hefur verið meðal fulltrúa sveitarfélaga undanfarin ár. Þrátt fyrir að stofnskrá samtakanna kveði á um hlutverki þeirra taldi stjórnin að skýra þyrfti betur markmið þeirra og þá ekki síst með tilliti til þess hvaða leiðir eigi að fara til að markmiðum verði náð. Einnig er þörf á að stilla saman strengi aðildarsveitarfélaganna til að slagkraftur þeirra verði sem allra mestur. Jöfnun húshitunarkostnaðar Farið var með Herjólfi frá Landeyjahöfn að morgni og hófst vinnuferðin með kynningu hjá HS Veitum á sjóvarmadælunni sem notuð er til kyndingar í Vestmannaeyjum á stórum hluta bæjarins og var tekin í notkun í lok síðasta árs. Eftir sameiginlegan hádegisverð hélt hópurinn í Þekkingarsetrið í Vestmannaeyjum þar sem Sigurður, Benedikt og Ragnar voru með gagnleg innlegg um þróun jöfnunar á raforkuverði og mögulegar tæknilausnir til lækkunar kostnaðar á húshitun fyrir köld svæði og munu þau nýtast stjórninni til áframhaldandi stefnumótunar. Einnig voru kynntar helstu niðurstöður könnunar sem send var út til aðildarfélaganna nú í sumar. Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að jöfnun húshitunarkostnaðar er aðildarsveitarfélögunum efst í huga þegar kemur að mikilvægustu verkefnum SSKS. Mörg aðildarsveitarfélaganna hafa þegar lagt í umtalsverðar fjárfestingar í innviðum til að lækka orkukostnað eða eru að huga að því að fjárfesta í slíkum aðgerðum eða innviðum. Góðar umræður voru á fundinum um hvaða áherslur og aðferðafræði samtökin ættu að beita sér fyrir til að ná settum markmiðum. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar kom einnig inná fundinn og fór yfir reynslu þeirra af sjóvarmadælunni. Þar sem fundarmenn voru ekki komnir með nóg eftir fundinn í Þekkingarsetrinu var haldið áfram að funda í Herjólfi á leiðinni aftur upp á land og var Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellssbæ með kynningu á reynslu þeirra af ýmiskonar varmadælulausnum. Mikil ánægja var með fundinn og verður hann vonandi árlegur viðburður hjá samtökunum en það kom glögglega í ljós að einn dagur var varla nóg til að fara yfir svo mikilvægt hagsmunamál sem húshitun og raforkukostnaður er fyrir sveitarfélög á köldum svæðum. Stjórn SSKS stefnir á að leggja fram tillögu að stefnu samtakanna á aðalfundinum sem haldin verður 4. október nk. eftir Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga á Hilton Reykjavík Nordica. Vinnuferð SSKS til Vestmannaeyja Frá varmadælustöð HS Veitna í Vestmannaeyjum (Ljósm.: Ingibjörg Hinriksdóttir)

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.