Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - okt. 2019, Síða 36

Sveitarstjórnarmál - okt. 2019, Síða 36
36 SVEITARSTJÓRNARMÁL er þannig víðast hvar að fólk getur fundið störf við hæfi. Það þarf meira að koma til og aðrir hlutir fara að skipta máli. Djúpivogur virðist hafa sterkt aðdráttarafl, ekki síst fyrir ungt fólk, og það er mjög ánægjulegt. Ég býst við að þetta skýrist af því góða samfélagi sem hér er, góðri þjónustu og fallegu umhverfi.“ Uppgangur í ferðaþjónustu Hins vegar skýrist uppgangur á Djúpavogi af því að ferðamönnum hefur fjölgað verulega. Gistirými hefur aukist talsvert á síðustu árum og það hefur mikil ruðningsáhrif á veitingaþjónustu og verslun. Gauti segir að ferðamannatímabilið hafi jafnframt verið að lengjast í báða enda. „Við erum náttúrulega vel í sveit sett gagnvart ferðafólki. Djúpivogur og nágrenni eru ákjósanlegur áningarstaður því nokkuð langt er í næstu þéttbýlisstaði. Svo hefur svæðið margvíslegt aðdráttarafl fyrir bæði innlenda og erlenda ferðamenn. Þess má geta að hingað komu 35 skemmtiferðaskip í sumar og það er heilmikil búbót fyrir ekki stærri bæ. Granítegg Sigurðar Guðmundssonar listamanns í Gleðivík eru mikið skoðuð en hann á hér hús og dvelur hluta úr árinu. Gönguferðir um héraðið eru mjög vinsælar og hefur ferðafólk ekki síst ánægju af að ganga um hinar svörtu sandstrendur sem hér eru. Svo er vinsælt að koma hingað til fuglaskoðunar. Enn mætti nefna uppbygginguna á Teigarhorni sem sveitarfélagið hefur staðið fyrir. Teigarhorn er friðlýst náttúruvætti og stærsti fundarstaður zeólíta í heiminum svo þar er mikið aðdráttarafl. Jörðin er í eigu ríkisins en við erum með samning um rekstur staðarins, landvörslu og fleira. Við stýrum umferð mjög markvisst inn á svæðið þannig að innviðirnir, göngustígar og þess háttar, ráði við fjöldann. Við höfum svo mörg víti til að varast í þessum efnum og leggjum áherslu á að byggja upp innviðina þannig að þeir ráði við þann fjölda sem kemur. Svæðið er opið og hefur verið það í mörg ár en við högum til dæmis markaðssetningu með tilliti til þess að innviðir haldi og náttúran verði ekki fyrir tjóni,“ segir Gauti. Kosið um sameiningu Skammt hefur verið stórra högga á milli síðan Gauti gerðist sveitarstjóri Djúpavogshrepps. Auk þess sem talið er að framan styttist nú óðum í að kosið verði um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðarfjarðarkaupstaðar og Borgarfjarðarhrepps. Íbúakosning fer fram 26. október næstkomandi og segist Gauti frekar eiga von á að sameining verði samþykkt. Hann er alla vega ekki í vafa um hvernig hann kýs. Það verður afdráttarlaust já. „Ég hef til margra ára verið því fylgjandi og verið talsmaður þess að sveitarfélög skoði möguleika á að sameinast frekar. Ég trúi því að þannig verði þau öflugri og betur í stakk búin til að standa undir þeirri þjónustu sem vænst er af þeim,“ segir hann. Hann hefur helgað sig þessari hugsjón til margra ára og átti sæti í samstarfsnefnd sveitarfélaganna fjögurra sem hefur lagt drög að sameiningunni. Sveitarfélögin fjögur eiga þegar samstarf um ýmsa þjónustu, svo sem félagsþjónustu, brunavarnir og skólamál. Gauti bendir á að smá sveitarfélög hafi minni burði til sérhæfingar á ýmsum sviðum en þau stærri og að með sameiningu verði hægt að auka sérhæfða þjónustu við íbúa. „Auðvitað leggja smærri sveitarfélög sig fram um að veita eins góða þjónustu og unnt er en við eigum erfitt með að verða sérfræðingar á einhverjum tilteknum sviðum. Þetta myndi breytast með sameiningu. Mín upplifun er sú að íbúar hér séu frekar hlynntir sameiningu. Vissulega hræða sporin dálítið og maður heyrir að fólk óttast að við hér á jaðri væntanlegs sveitarfélags verðum með einhverjum hætti afskipt. Það er víða þannig í fjölkjarnasveitarfélögum að fólki í jaðarsveitarfélögum finnst það vera afskipt, með réttu eða röngu. Mín „Auðvitað leggja smærri sveitarfélög sig fram um að veita eins góða þjónustu og unnt er,“ segir Gauti, „en við eigum erfitt með að verða sérfræðingar á einhverjum tilteknum sviðum.“ Vissulega hræða sporin dálítið og maður heyrir að fólk óttast að við hér á jaðri væntanlegs sveitarfélags verðum með einhverjum hætti afskipt.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.