Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - Oct 2019, Page 39

Sveitarstjórnarmál - Oct 2019, Page 39
39 í útboð jafnvel strax á næsta ári. Þetta verður vonandi komið í samgönguáætlun þingsins strax í haust. Við sækjum margvíslega þjónustu til Egilsstaða og stytting leiðarinnar skiptir okkur því verulegu máli. Þegar skoðaðar eru umferðartölur yfir háannatímann sjá menn hve stór hluti vegfarenda kýs að fara þennan hlykkjótta og bratta malarveg sem nú liggur yfir Öxi. Þá geta menn ímyndað sér hver notkunin verður á nýjum heilsársvegi,“ segir Gauti og bætir við að allar samgöngubætur á svæðinu skipti íbúa og vegfarendur miklu máli. „Bara nýverið var lokið við að leggja bundið slitlag á þjóðveg 1 þegar malbikaðir voru nokkrir kílómetrar í Berufirðinum. Það er ekki bara okkar einkamál heldur framfaraspor fyrir alla vegfarendur. Vegurinn fyrir botn Berufjarðar var vægast sagt alveg skelfilegur.“ Verndarsvæðið við voginn Það hefur vakið eftirtekt víða um land hve mikla áherslu Djúpavogshreppur hefur lagt á endurgerð gömlu húsanna á Djúpavogi til margra ára. Gauti segist afar stoltur af því hvernig til hefur tekist og ekki síður af því að Djúpivogur varð fyrstur íslenskra bæja til að verða verndarsvæði í byggð. Djúpavogshreppur hefur jafnframt þá sérstöðu meðal íslenskra sveitarfélaga að hann er aðili að Cittaslow, alþjóðlegum samtökum sveitarfélaga sem leggja áherslu á velferð íbúanna og það að leggja rækt við og vernda hið staðbundna. Sú hugmyndafræði liggur að baki öllum ákvörðunum sveitarstjórnar, að sögn Gauta. „Það var stór áfangi fyrir okkur þegar mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti í október 2017 að verndarsvæðið við voginn yrði sérstakt verndarsvæði innan sveitarfélagsins en það nær til miðbæjarins á Djúpavogi. Í þessu felst mikil viðurkenning á varðveislugildi svæðisins í ljósi náttúru, sögu og umhverfis. Það er rétt að við höfum lagt áherslu á endurgerð gamalla húsa og höfum notið mikils stuðnings Minjastofnunar í því verkefni. Hér má nefna hina fornu Löngubúð sem byggð var 1790 hér í miðjum bænum. Þar er nú veitingastaður og safn. Faktorshúsið er í endurbyggingu og við eigum því láni að fagna að skrifstofur sveitarfélagsins eru til húsa í Geysi, endurbyggðu húsi sem byggt var árið 1900. Þá höfum við eignast gömlu kirkjuna og erum að endurbyggja hana. Það er óráðið hvaða starfsemi verður í henni en við höfum lagt áherslu á að koma á virkri starfsemi í þessum húsum,“ undirstrikar Gauti. Breytir bæjarbragnum Hann bendir á að endurgerð gömlu húsanna hefur breytt ásýnd bæjarins og bæjarbragnum og lýsir þeirri skoðun sinni að sveitarfélög eigi að ganga á undan með góðu fordæmi við umsjón og viðhald húsa á þeirra vegum. „Þessi gömlu hús eru í eigu bæjarins og við sýnum þeim einfaldlega þá virðingu sem þau eiga skilið. Þetta hefur kostað talsverða fjármuni en með góðum stuðningi Minjastofnunar hefur okkur tekist þetta og að mínu mati og íbúanna hérna hefur tekist vel til. Að okkar mati er það vel þess virði að leggja í kostnað við Búlandstindur er bæjarfjall Djúpavogshrepps en verði af sameiningu sveitarfélaga þá verður fjallið innan sveitarfélags sem nú hefur vinnuheitið Sveitarfélagið Austurland.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.