Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - Oct 2019, Page 40

Sveitarstjórnarmál - Oct 2019, Page 40
40 SVEITARSTJÓRNARMÁL verkefni sem þetta. Hér hefur í gegnum árin skapast mikil þekking og kunnátta í endurgerð húsa og vonandi getur hún nýst öðrum sem eru í svipuðum hugleiðingum. Við þekkjum líka mjög vel gömlu húsin hér í byggðinni og gildi þeirra því hér var gerð húsakönnun árið 2014 sem fólst í því að skrá öllu gömlu húsin hér í byggðinni, mynda þau og teikna upp. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir hjá íbúum. Þeir líta á gömlu húsin sem sína sameign og hluta af sögu byggðarinnar,“ segir Gauti. Cittaslow Djúpavogshreppur er sem fyrr segir eina íslenska sveitarfélagið sem er aðili að Cittaslow, alþjóðlegum samtökum sem stofnuð voru 1999 að frumkvæði fjögurra bæjarstjóra á Ítalíu. Samtökin eiga rætur að rekja til „Slow food“ hreyfingarinnar en hugmyndafræði þeirra er mun víðtækari nú. Djúpavogshreppur gerðist aðili árið 2014. „Við kynntumst þessari hugmyndafræði fyrir mörgum árum og fannst hún henta okkur. Hún byggist á því að leggja rækt við og vernda hið staðbundna á hverjum stað með áherslu á sögu, náttúru, menningu og framleiðslu í héraði. Þessi hugmyndafræði beinist á vissan hátt gegn hnattvæðingunni og leggur áherslu á að Gauti ásamt Guðnýju Sverrisdóttur, formanni ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, og Svanfríði Ingu Jónasdóttur, fv. bæjarstjóra í Dalvíkurbyggð. Myndin var tekin á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2018. við höldum upp á sérstöðu okkar fremur en að leitast við að vera eins og allir aðrir. Cittaslow gengur út frá því að allar ákvarðanir sveitarstjórnar eigi fyrst og fremst að vera til hagsbóta fyrir íbúana. Íbúarnir eru alltaf í fyrsta sæti. Gestir eru alltaf velkomnir en aðild að Cittaslow leggur okkur í sveitarstjórn þær skyldur á herðar að miða allar ákvarðanir við hagsmuni íbúanna. Lífsgæði íbúanna í fyrirrúmi Þessi hugmyndafræði er meðal annars höfð til hliðsjónar í deiliskipulagsvinnu sem nú stendur yfir fyrir miðbæ Djúpavogs. Við gerð skipulagsins er miðað við ákveðnar reglur Cittaslow sem nauðsynlegt sé að taka tillit til við deiliskipulagsgerðina, svo sem að við uppbyggingu í þéttbýli skuli leggja áherslu á að skapa sjálfbært og mannvænt umhverfi, fjölbreytilega ferðamáta, tengingu við náttúru og virðingu fyrir sögu og menningarminjum. „Deiliskipulagsvinnan miðar meðal annars að því að reyna að takmarka bílaumferð í miðbænum. Það er ein leið til að mæta þessum markmiðum Cittaslow og öðrum markmiðum sem við vinnum eftir, svo sem um öryggi íbúa. Við viljum gjarnan að börnin hér geti gengið óhult um bæinn. Það eru samhliða uppi hugmyndir um að ræða við Vegagerðina um að breyta aðkomunni í bæinn af þjóðvegi 1 til að draga úr umferð um miðbæinn þannig að þeir sem ætla ekki að staldra við á Djúpavogi geti bara haldið ferð sinni áfram án þess að keyra í gegnum bæinn. Nú fer mikil umferð í gegnum miðbæinn og það dregur úr lífsgæðum og öryggi íbúanna. Við viljum sporna við því. Okkar sýn er sú að þar sem fólki líður vel og hugað er vel að þörfum heimamanna, þar er gott að vera og þangað er gott að koma. Við tökum vel á móti ferðamönnum og öðrum gestum en það getur aldrei orðið á kostnað lífsgæða fólksins í bænum,“ segir Gauti. Margir listamenn sækja innblástur til Djúpavogs. Myndin er frá sýningunni Rúllandi snjóbolti sem fór fram dagana 13. júlí-8. ágúst í sumar.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.