Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - Oct 2019, Page 44

Sveitarstjórnarmál - Oct 2019, Page 44
44 SVEITARSTJÓRNARMÁL LEX LÖGMANNSSTOFA Borgartúni 26 105 Reykjavík Fax 590 2606 Austurvegi 6 800 Selfossi Sími 590 2600 lex@lex.is www.lex.is ÍS L E N S K A S IA .I S L O G 8 95 96 09 /1 8 FLÓKIN VERKEFNI KALLA Á TRAUSTA LEIÐSÖGN Verkefnum sveitarfélaga hefur á undanförnum árum fjölgað hratt. Víðara verksvið, aukið flækju- stig og ríkari kröfur hafa aukið þörfina fyrir utanaðkomandi ráðgjöf á fjölmörgum sviðum stjórnsýslunnar. LEX lögmannsstofa hefur á að skipa 40 sérfræð- ingum með sérþekkingu á öllum þeim megin- sviðum lögfræðinnar er varða sveitarfélögin á Íslandi. Framtíðin er ókannað svæði. Láttu sérfræðinga okkar vísa þér veginn. Félag fagfólks í frítímaþjónustu í samstarfi við Fritidsforum frá Svíþjóð og Setlementti frá Finnlandi héldu á dögunum útgáfuteiti vegna nýs apps sem styður við utanumhald á þátttöku og námi í æskulýðsstarfi. Appið sem ber heitið LifeQuest hefur það að markmiði að leikjavæða þátttöku unga fólksins í æskulýðsstarfi og gera það reynslunám sem þar á sér stað sýnilegra fyrir unga fólkinu. „Við vildum reyna að búa til verkfæri sem styður við gæða æskulýðsstarf og gerir unga fólkið meðvitaðara um þá færni sem það þjálfar með þátttöku í æskulýðsstarfi, án þess þó að breyta starfinu sjálfu eða búa til mikið flækjustig fyrir þátttakendur og starfsfólk“ segir Guðmundur Ari Sigurjónsson sem er verkefnastjóri yfir þróun appsins. Í LifeQuest appinu geta æskulýðssamtök og stofnanir búið til sitt lokaða samfélag þar sem að unga fólkið sér hvaða verkefni eru í boði í starfinu, þau klára verkefnin og merkja við þegar þeim er lokið og fá fyrir það lærdómsstig. Verkefnin sem geta verið allt frá því að mæta í félagsmiðstöðina og yfir í LifeQuest – nýtt app til að meta og halda utan nám í æskulýðsstarfi það að sitja fundi bæjarstjórnar með ungmennaráði safnast saman á profile hvers þátttakanda þar sem þátttakandi fær yfirsýn yfir þátttöku sína í starfinu og hvaða verkefni hann hefur leyst. Umsjónarmenn æskulýðsstarfsins safna greinargóðum gögnum um þátttöku í starfinu, hverjir mæta, hvenær og hvað þeir taka sér fyrir hendur. Guðmundur Ari Sigurjónsson tómstunda- og félagsmálafræðingur og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um LifeQuest með því að finna LifeQuest á facebook eða senda póst á info@ lifequest.is. Myndirnar með greininni eru frá kynningarfundi um appið sem haldinn var á haustdögum.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.