Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - Oct 2019, Page 48

Sveitarstjórnarmál - Oct 2019, Page 48
48 SVEITARSTJÓRNARMÁL Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns? Í tæknivæddu samfélagi nútímans er erfitt að hugsa sér daglegt líf án rafmagns, svo samofið er það öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. RARIK rekur umfangsmesta rafdreifikerfi á Íslandi sem nær til 90% af sveitum landsins og til 43 þéttbýliskjarna. Lengd dreifikerfisins er 9.000 km og þar af eru 62% jarðstrengir. www.rarik.is Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, var einn þeirra sem kvaddi sér hljóðs á landsþinginu og andmælti áformum um þvingaða sameiningu sveitarfélaga eins og þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir. Grýtubakkahreppur hefur, eins og fjöldi annarra sveitarfélaga, sent umsögn um tillöguna inn á samráðsgátt stjórnarráðsins og segist þar hafna alfarið „lögþvingaðri sameiningu sveitarfélaga“. Þröstur segist í samtali við Sveitarstjórnarmál vera afar ósáttur við hvernig staðið hefur verið að undirbúningi málsins frá upphafi. Hann hefur skrifað fjölda pistla um málið og er þá alla að finna á vef Grýtubakkahrepps, grenivik.is. Hafna alfarið þvingaðri sameiningu Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri Grýtubakkahrepps „Minni sveitarfélögum hefur beint og óbeint verið haldið frá þeirri vinnu sem liggur að baki þingsályktunartillögunni. Þau hafa ekki átt fulltrúa í starfshópum og lítið hefur verið gert með athugasemdir þeirra. Bæði í grænbókinni og í greinargerð með þingsályktunartillögunni sjálfri er látið eins og engin andmæli eða gagnrýni hafi komið fram. Það er alvarlegt mál að Alþingi fái ekki réttar upplýsingar í greinargerð með svo mikilvægri tillögu. Það er alls ekki rétt að samþykkt landsþings sé vilji sveitarstjórnarstigsins í heild. Það sem gerðist á landsþinginu var að stóru sveitarfélögin neyttu aflsmunar gegn þeim smærri,“ segir Þröstur og bætir við að hann búist við að fjöldi þingmanna á landsbyggðinni muni eiga erfitt með að samþykkja tillöguna. Hann segir margt gott í tillögunni og aðgerðaáætlun sem fylgir með í 11 liðum. Þar sé þó flest í formi misljósra markmiða, sumt margrædd málefni svo sem verkaskipting ríkis og sveitarfélaga, tekjustofnar sveitarfélaga og fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni. Þó sé ekki um haldbærar tillögur að ræða. Mikið sé einnig rætt um lýðræði, virðingu, mannréttindi og sjálfsákvörðunarrétt. „Eina atriðið sem er skýrt og skorinort er þó í hróplegri andstöðu við lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt, sem er þó svo mjög hampað að öðru leyti. Að lögfest verði að sveitarfélög skuli hafa að lágmarki 1000 íbúa innan nokkurra ára, og fái íbúar ekkert um það að segja, nema þá náðarsamlegast að velja sér mótaðila til sameiningar. Í dag eru 40 sveitarfélög sem ná ekki þessu marki, af 72 sveitarfélögum í landinu. Það á því að taka lýðræðislegan rétt íbúa meirihluta sveitarfélaganna af þeim með lagaboði, allt í nafni lýðræðis. Fyrir svo harkalegri aðgerð þurfa að vera ríkir hagsmunir og sterk rök. Því er ekki að heilsa í þessu máli, enda alger fásinna að sameining sveitarfélaga, þar sem aðeins fimm prósent þjóðarinnar búa, í eitthvað stærri einingar, hafi nokkur áhrif á styrk sveitarfélaga landsins í heild. Raunar finnast hvergi í gögnum eða ferli málsins nokkur rök fyrir þessu lágmarki,“ segir Þröstur. Frá Grenivík (ljósm.: www.grenivik.is)

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.