Sveitarstjórnarmál - Oct 2019, Page 52
52
SVEITARSTJÓRNARMÁL
þessi stóru verkefni sem blöstu við.
Ég ánetjaðist þessu starfi hreinlega og
sótti um þótt ljóst væri að þetta væri
hálfgert brjálæði vinnulega séð. Það
skipti mig miklu máli að hjá borginni var
mjög öflugt og samhent stjórnendateymi
sem var tilbúið til að takast á við flóknar
aðstæður með jafnt hefðbundnum sem
óhefðbundum aðferðum. Það var mikil
samstaða í yfirstjórn borgarinnar. Trúlega
er algert einsdæmi hvernig stjórnendur
og starfsmenn borgarinnar brugðust við á
þessum tíma,“ rifjar Birgir Björn upp.
Þegar hann tók við starfinu snemma árs
2008 var stutt í hrunið en á þeim tíma
segir hann menn þó ekki hafa gert sér
fyllilega grein fyrir í hvað stefndi.
Borgarsjóður vel settur fyrir hrun
„Við hófum strax í ársbyrjun 2008
að vinna greiningar á fjárhagslegu
umhverfi borgarinnar. Það kom fram í
opinberum gögnum að bankakerfið átti
í erfiðleikum með að endurfjármagna
sig og mikil ofhitnun var í hagkerfinu.
Aðvörunarmerkin voru fyrir hendi en á
þessum tíma sáum við ekki merki um
hrun heldur breytingar sem gætu leitt til
mikillar verðbólgu og lækkunar á gengi
krónunnar. Um sumarið 2008 greip
borgin til ýmissa ráðstafana, dregið var
úr útgjöldum og menn bjuggu sig undir
erfitt haust. Við sáum óneitanlega ýmsar
válegar breytingar framundan.
og sveitarstjóra, sem lifa margir hverjir
við faglega einsemd þegar kemur að
fjármálum sveitarfélaga. Það eru gerðar
sívaxandi kröfur til að standa faglega að
hlutunum og tileinka sér breytingar og
nýjar leiðir.
Mörg sveitarfélög tóku skarpa dýfu
í hruninu og eru enn að glíma við
afleiðingar þess. Fjármálaráðstefnan er
mjög góður vettvangur til þess að miðla
upplýsingum um leiðir til þess. Þarna
eru flutt erindi sem eru nokkurs konar
jafningjafræðsla en líka flóknari erindi
um nýjungar sem vísa veginn fram á við.
Einhverjum finnst flækjustigið í sumum
erindum kannski stundum fullhátt en
þau eru að mínu mati nauðsynleg svo
við getum tileinkað okkur nýjar aðferðir.
Ég hélt erindi um sviðsmynda- og
áhættugreiningar árið 2012 og svo aftur
í fyrra og mér fannst skilningur fólks
og áhugi á efninu hafa aukist til muna í
fyrra,“ segir Birgir Björn.
Eftirsótt skuldabréf
Hann segir gríðarlega mikilvægt að
sveitarfélög tileinki sér nýja hluti í
áætlanagerð með sviðsmynda- og
áhættugreiningum en jafnframt í
fjárstýringu, lána- og lausafjárstýringu og
sjóðsstýringu.
„Við hjá Reykjavíkurborg og fleiri
sveitarfélögum erum stöðugt að
læra nýja hluti, til dæmis við útgáfu
skuldabréfa. Slík útgáfa var blómleg fyrir
hrun, en borgin hefur verið nánast ein
sveitarfélaga í henni á síðustu árum.
Fleiri sveitarfélög í stærri kantinum eru þó
að koma þar aftur inn. Reykjavíkurborg
var fyrst til að hefja útgáfu grænna
skuldabréfa á íslenskum markaði
sem var gott brautryðjendastarf. Þar
mætast metnaðarfull umhverfisstefna
borgarinnar og samfélagslega ábyrgir
skuldabréfakaupendur. Borgin er nú
með traustustu útgefendum skuldabréfa
í landinu. Ávöxtunarkrafa bréfanna
fer hratt lækkandi, eftirspurn er mikil
og þessi bréf eru augljóslega góður
kostur til lengri tíma. Útlendingar sýna
skuldabréfaútgáfunni vaxandi áhuga,
enda ekki alls staðar hægt að bjóða
upp á verðtryggð bréf með einhverjum
vöxtum,“ segir Birgir Björn.
Ánetjaðist starfinu
Birgir Björn var mannauðsstjóri
Reykjavíkurborgar til margra ára en 2007
var hann færður án auglýsingar í starf
fjármálastjóra til eins árs. Það reyndist
afdrifaríkt. Þegar starf fjármálastjóra
var svo auglýst ári síðar ákvað hann að
sækja um og var ráðinn 2008.
„Ég hafði aldrei hugsað mér að verða
fjármálastjóri en í aðdraganda hrunsins
sá ég í þessu gríðarlega spennandi
verkefni og ábyrgðarmikið starf. Mér
fannst felast í því samfélagsleg ábyrgð
að sækja um starfið og takast á við