Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - okt. 2019, Síða 59

Sveitarstjórnarmál - okt. 2019, Síða 59
59 Síðastliðið vor var ný vefsíða um nýsköpun hjá hinu opinbera opnuð á slóðinni opinbernyskopun.island. is. Vefsíðan er rekin af fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Síðan er ætluð opinberum aðilum sem vilja miðla nýsköpunarverkefnum sín á milli og endurnýta góðar hugmyndir. Einnig er þar að finna greinar og erindi um nýsköpunarmál og þar er hægt að sjá niðurstöður Nýsköpunarvogarinnar sem er fyrsta könnuna á stöðun nýsköpunar hjá hinu opinbera hérlendis. Hugmyndin að vefsíðunni kom einmitt út úr þeirri sömu könnun þar sem opinberir aðilar lýstu þeirri skoðun sinni að þennan upplýsingavettvang vantaði. Öllum opinberum aðilum hvort sem er á sveitarstjórnarstiginu eða hjá ríkinu er frjálst að senda inn lýsingu á verkefni í gegnum síðuna. Tilgangur hennar er enda sá að opinberir aðilar endurnýti verkefni hvors annars og því er mikilvægt að fá innsendar verkefnislýsingar frá opinberum vinnustöðum. Lögð er áhersla á að verkefnin séu að fullu innleidd og hafi skilað sér í auknu virði. Opinber nýsköpun getur aukið virði fyrir nærumhverfið En hvað er opinber nýsköpun? Opinber nýsköpun er sú nýsköpun sem á sér stað innan opinberra geirans. Nýsköpun felur í sér verkefni sem eru ný fyrir opinbera vinnustaði og skapa virði. Nýsköpun getur skapað virði í gegnum aukin gæði í þjónustu, aukna skilvirkni vinnustaða, aukna þátttöku almennings og bætta starfsánægju. Opinber nýsköpun getur líka aukið virði fyrir nærumhverfið. Nýsköpunarmót opinberra aðila og sprota Gaman er frá því að segja að fram undan er einnig nýsköpunarmót opinberra aðila og sprota, sem lesa má nánar um á síðunni nyskopunarmot.is. Sú síða er vettvangur þar sem hvatt er til aukinnar samvinnu einkageirans og hins opinbera. Tildrög nýsköpunar hjá hinu opinbera er mismunandi en getur verið breytt löggjöf – breyttar þarfir samfélagsins – breyttur fjárhagsrammi – breyttar áherslur stjórnvalda – frumkvæði starfsmanna. Talað er um fjórar mismunandi tegundir nýsköpunar: • Nýjar vörur • Nýjar leiðir til samskipta • Nýjar þjónustuleiðir • Nýir verkferlar og skipulag Lesa um verkefni frá Hafnarfjarðarbæ og Reykjavíkurborg inni á síðunni og vonandi munu fleiri sveitarfélög bætast í hópinn á næstu vikum. Allir opinberir aðilar eru hvattir til að senda inn efni, og kynna sér síðuna og þau verkefni sem þar eru. Ekki gleyma áskriftinni Sveitarstjórnarmál eru málið. Fáðu fréttir, fróðleik og sveitarstjórnarmálin inn um lúguna fyrir aðeins kr. 4.000 á ári. Einstakt tímarit fyrir áhugafólk eins og þig um sveitarstjórnarmál og sveitarfélög landsins. Tryggðu þér áskrift með því að senda póst á netfangið samband@ samband.is eða hringja í síma 515 4900. Ný vefsíða um nýsköpun hjá hinu opinbera Fjölmenni var á nýsköpunardegi hins opinbera sem haldinn var í fyrsta sinn 4. júní sl. í Vöröld, Húsi Vigdísar Finnbogadóttur.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.