Sveitarstjórnarmál - Oct 2019, Page 61
61
íbúðabygginga og atvinnuhúsnæðis því
íbúum er að fjölga. Það þarf einnig að
vinna að því að gera stjórnsýsluna enn
opnari og skilvirkari, efla íbúalýðræði
þannig að íbúar geti komið að
ákvörðunartöku við stærri verkefni og
halda áfram að fegra bæinn þannig að
íbúar geti notið útivistar í fallegu umhverfi.
Það sem er mér efst í huga eftir fyrsta
árið á þessu kjörtímabili er samvinna og
samskipti við allt þetta góða fólk sem
vinnur í hinum ýmsu nefndum, frábært
starfsfólk Stykkishólmsbæjar, bæði
starfsmenn Ráðhússins og í stofnunum
bæjarins og bæjarstjórnarfulltrúa. Síðast
en ekki síst er ég þakklát góðum og
jákvæðum samskiptum við bæjarbúa
og ég hlakka til að vinna áfram fyrir
bæinn minn. Ég vona að þegar þessu
kjörtímabili lýkur, þá geti ég hvatt íbúa
til að taka þátt í sveitarstjórnarmálum og
grípa tækifærið til að taka sæti í nefndum
eða bæjarstjórn.
Eins og ég hafi setið í rússíbana
Þegar ég var beðin um að skrifa
örfá orð um lífið og tilveruna í
sveitarstjórnarmálum gat ég ekki
annað en samþykkt það. Ég hef ekki
verið lengi að stússast í þessum
málaflokki þó að ég hafi alltaf haft
mikinn áhuga á pólitík. Formleg afskipti
mín af sveitarstjórnarmálum hófust
kjörtímabilið 2010-2014 þegar ég féllst á
að taka að mér formennsku í skólanefnd
Stykkishólmsbæjar. Fyrir kosningar
2014 samþykkti svo ég að taka 6.sæti á
H-lista en það var fyrsta skiptið sem sá
listi bauð fram til sveitarstjórnarkosninga.
Það kjörtímabil var ég 2. varamaður í
bæjarstjórn, auk þess að vera formaður
skólanefndar. Þegar farið var að huga að
lista fyrir kosningar 2018 samþykkti ég
að verða oddviti listans og eftir kosningar
var ég kosin forseti bæjarstjórnar. Þessi
tími hefur verið mjög lærdómsríkur
fyrir mig og það hefur runnið upp fyrir
mér hvað viðfangsefni sveitarstjórnar
eru óskaplega fjölbreytt og koma inn á
mörg svið mannlífsins. Það er líka mjög
lærdómsríkt að taka þátt og læra um öll
þau mál sem koma á borð bæjarstjórnar.
Bæjarstjórnarfulltrúar þurfa að hafa
marga hatta og hafa skoðanir á öllu sem
varðar sveitarfélagið. Þegar ég lít til baka
til fyrstu mánaðanna í bæjarstjórn þá er
eins og ég hafi setið í rússíbana. Ég fór á
alls konar viðburði; haustþing, landsfund,
fjármálaráðstefnu, vinnustaðaheimsóknir
vegna fjárhagsáætlunar, á íbúafundi og
þannig gæti ég haldið áfram að telja upp
margskonar viðburði og viðfangsefni.
Sveitarstjórnarfólk þekkir þennan
heim og í þessum málum vinnur fólk
með einlægan áhuga og metnað fyrir
sveitarstjórnarmálum.
Meirihluti sveitarstjórnarfólks er
í annarri vinnu og vinna því að
sveitarstjórnarmálum í aukavinnu eftir að
vinnudegi lýkur. Kjör sveitarstjórnarfólks
hafa verið til umræðu undanfarið og það
hefur líka verið umræða um hve stutt fólk
endist í sveitarstjórnum. Hlutur kvenna
hefur stækkað og í síðustu kosningum
lét nærri að þær væru um helmingur
sveitarstjórnarmanna en það var líka
áberandi hvað það var mikil endurnýjun.
Kannski er skýringanna að leita í miklu
álagi.
Þrátt fyrir mörg verkefni og mikið
álag má ekki gleyma því hvað það
er skemmtilegt að vinna með fólki
sem hefur sama áhuga og kynnast
margvíslegum málefnum eins og
heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna,
jafnlaunavottun, koma að stefnumörkun
og sóknaráætlunum, sorpmálum og
heilbrigðismálum, skólamálum og
málefnum aldraðra, og heilsueflingu og
skipulagningu á útivistarsvæðum og
göngustígum og svo framvegis.
Í Stykkishólmi verða stóru málin á þessu
kjörtímabili færsla hjúkrunarrýma fyrir
aldraða, aukið framboð á lóðum bæði til
Það þarf einnig að vinna að
því að gera stjórnsýsluna
enn opnari og skilvirkari,
efla íbúalýðræði þannig
að íbúar geti komið að
ákvörðunartöku við stærri
verkefni og halda áfram að
fegra bæinn þannig að íbúar
geti notið útivistar í fallegu
umhverfi.
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
forseti bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar