Fréttablaðið - 02.04.2016, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.04.2016, Blaðsíða 18
Í dag 11.34 Aston Villa - Chelsea Sport 2 13.25 Mainz - Augsburg Sport 4 13.25 Bayern - Frankfurt Bravó 13.50 West Ham - C. Palace Sport 6 13.50 Norwich - Newcastle Stöð 3 13.50 Arsenal - Watford Sport 2 13.50 Bournem. - Man. City Sport 3 13.50 Stoke - Swansea Sport 5 14.50 F1: Tímataka í Bahrain Sport 16.20 Liverpool - Tottenh. Sport 2 17.55 Grindavík - Haukar Sport 3 18.20 Barca - Real Madrid Sport 18.40 Juventus - Empoli Sport 2 13.30 ÍBV - Haukar Eyjar 13.30 Valur - Fjölnir Valshöllin 13.30 HK - Selfoss Digranes 13.30 Grótta - Fram Seltjarnarnes 13.30 Fylkir - Afturelding Fylkishöll 13.30 FH - Stjarnan Kaplakriki 17.00 Valur - Snæfell Valshöllin 17.30 KA/Þór - ÍR KA-hús 18.00Grindavík - Haukar Grindavík 18.00 ÍA - Fjölnir Norðurálsv. Nýjast handbolti „Þetta er mjög spenn- andi og gaman að fá þetta tækifæri núna,“ segir markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson en hann er á förum frá Akureyri í sumar og held- ur aftur til Noregs. Hann er búinn að semja við úrvalsdeildarfélagið Halden Topphåndball sem varð í fimmta sæti í deildinni. Hreiðar þekkir vel til í Noregi eftir að hafa leikið með Nøtterøy þar í landi við góðan orðstír. Hreiðar hefur einnig leikið með sænska liðinu Sävehof og þýska liðinu Ems- detten. Setur meiri pressu á mig Er menn koma heim á fertugsaldri er atvinnumannsferlinum venjulega lokið. Ekki í tilfelli Hreiðars sem verður 36 ára gamall seint á árinu. Halden hefur staðið fyrir söfnun á meðal stuðningsmanna félagsins til þess að fjármagna endan lega kaupin á Hreiðari. „Þetta er mjög sérstakt en skemmtilegt. Þetta setur líka meiri pressu á mig. Áhorfendurnir eiga í mér og því eins gott fyrir mig að standa mig,“ segir Hreiðar. Félagið reyndi að safna 1,5 milljónum króna en náði á endanum að safna um tveimur milljónum. „Þetta eru peningar upp í samninginn og býr líka til stemningu.“ Bjóða syninum út Hreiðar segir að hann hafi verið búinn að gefa frá sér þetta dæmi enda þarf hann að skilja ungan son sinn eftir á Akureyri. Norska félagið hafi aftur á móti komið til móts við hann. „Það er erfitt að fara frá stráknum mínum en félagið er búið að skipu- leggja að ég fái lengri frí heima og hvenær hann geti komið út. Félagið ætlar að bjóða honum með í æfinga- mót sem VIP-gesti. Þeir hafa komið mjög skemmtilega til móts við mig og það hjálpaði til við að ég sagði já á endanum.“ Markvörðurinn hávaxni viður- kennir að atvinnumannsdraumar hafi verið úti er hann kom heim. „Þetta ár snerist eiginlega bara um að koma til baka eftir meiðsli. Að sjá að ég gæti þetta enn. Það voru engar framtíðaráætlanir og útlönd alls ekki inni í myndinni. Ég ætlaði að reyna að eiga nokkur góð ár hér á Íslandi áður en ég hætti. Mér finnst ég eiga nóg eftir núna og vonandi eru bara bestu árin eftir.“ Passar í Hagaskóla-buxurnar Það er eftir því tekið í hversu góðu líkamlegu formi Hreiðar er þessa dagana. Hann hefur í raun aldrei litið betur út og viðurkennir það fúslega sjálfur. Hann breytti um lífsstíl. „Ég hef ekki verið í betra formi í 20 ár. Ég er farinn að passa aftur í gömlu Hagaskóla-buxurnar,“ segir Hreiðar Levý léttur. „Helsta breyt- ingin hjá mér er mataræðið. Ég hef verið að borða vitlaust í gegnum tíð- ina. Ég er hættur að borða pasta og brauð. Í staðinn er komið meira kjöt og prótein. Ég hef auðvitað verið að æfa vel í öll þessi ár en eftir að matar æðið var orðið gott þá kvaddi ég loksins þriggja tölu klúbbinn,“ segir Hreiðar en hvað er hann búinn að skafa mikið af sér? „Ég er kominn niður um rúm 20 kíló frá því síðasta sumar. Ég var þyngstur 118 kíló en er 96 í dag. Þegar ég var í atvinnumennskunni og í landsliðinu var ég um 105 kíló. Þá fannst mér ég vera í fínu standi og auðvitað sé ég aðeins eftir því að hafa ekki verið í sama forminu þá og núna. Mig vantaði meiri leið- sögn í matarmálunum en þau skipta öllu máli. Ég er að kaupa mér nýtt líf með þessu og tel að ég eigi mikið inni ef ég hugsa vel um mig áfram.“ Enn með hugann við landsliðið Hreiðar er mjög jákvæður og segist enn vera að elta stóra drauma á ferli sínum. „Ég vil elta mína stóru drauma. Einn af þeim er að komast aftur í íslenska landsliðsbúninginn og spila aftur fyrir Ísland. Svo vil ég spila vel og reyna að halda heilsu. Vera sáttur við sjálfan mig og sjá hvert það leiðir mig. Það væri gaman að toppa á síðustu árunum. Af hverju ekki, segi ég?“ Meiðsli hafa farið illa með Hreið- ar síðustu ár og hann hefur þurft að fara í aðgerð á báðum hnjám. Hann var skorinn upp síðustu tvö sumur. Svo lenti hann í meiðslum á hásin í Ekki verið í betra formi í 20 ár Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson er á leið aftur í atvinnumennsku 35 ára að aldri. Markvörðurinn er búinn að taka af sér 20 kíló og vonast til að toppa á næstu árum. Hreiðar er bjartsýnn á að bestu árin séu fram undan. FRéTTABLAðið/STEFáN Ég er kominn niður um rúm 20 kíló frá því síðasta sumar. Ég var þyngstur 118 kíló en er 96 í dag. Hreiðar Levý Guðmundsson kringum áramótin sem eru enn að plaga hann. „Ég byrjaði ekki að æfa fyrr en í september og var í raun byrjaður að spila áður en ég gat hlaupið. Þessi hásinarmeiðsli voru mjög svekkjandi því ég var kominn vel í gang og að keppa um landsliðs- sætið. Hásinar meiðslin eru enn aðeins að plaga mig,“ segir Hreiðar Levý sem lítur mjög björtum augum á framtíðina. „Ég ætla að klára þetta tímabil með stæl hjá Akureyri og svo verður ekkert farið til Benidorm í ár. Bara æft af krafti og komið inn í flottu formi í Noregi.“ H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 6 -0 6 0 8 Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is Á morgun 10.25 Udinese - Napoli Sport 12.20 Leicester - Southamp. Sport 12.55 Lazio - Roma Sport 3 14.30 F1: Bahrain-keppni Sport 14.50 Man. United - Everton Sport 2 18.40 inter - Torino Sport 2 19.00 Haukar – Tindastóll Sport 19.15 Haukar - Tindastóll Ásvellir ÓLAFÍA ÞÓruNN Í 19. SæTINu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylf- ingur úr Gr, er í 19. til 25. sæti fyrir lokahringinn á Terre Blanche golfmótinu á LET Access atvinnumótaröð- inni í Frakklandi. Ólafía hefur leikið tvo fyrstu hringina á 74 og 72 höggum og er á pari eftir tvo fyrstu keppnisdagana. Hún var á einu höggi undir pari í gær. EIður SMÁrI MEð SITT FyrSTA MArK Í NorSKA BoLTANuM Eiður Smári Guðjohn- sen skoraði eitt mark og átti stóran þátt í öðrum tveimur mörkum í 4-2 sigri Molde í Íslendingaslag á móti Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eiður skoraði fjórða mark Molde úr víti. rúnar Kristinsson þjálfar Lilleström og Árni Vilhjálmsson spilar með liðinu. 2 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r d a G U r18 s p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð sport
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.