Fréttablaðið - 02.04.2016, Blaðsíða 50
| AtvinnA | 2. apríl 2016 LAUGARDAGUR8
Reykjagarður hf var stofnað 1971 og felst sérhæfing fyrirtækisins í framleiðslu og sölu á alifuglaafurðum,
einkum undir vörumerkjum Holta og Kjörfugls. Hjá fyrirtækinu, sem er í 100% eigu Sláturfélags
Suðurlands, starfa um 110 starfsmenn við hin ölbreytilegustu verkefni við að framleiða gæðamatvörur.
Nánari upplýsingar um starfið veitir framleiðslustjóri, Sigurður Árni Geirsson, sigurdur@holta.is og
starfsmannastjóri, Þórhildur Þórhallsdóir, thorhildur@ss.is
Vélstjóri
Við leitum að einstaklingi sem:
• hefur menntun sem nýtist í starfi og/eða
mikla reynslu af vélaviðgerðum
• er samviskusamur og skipulagður
• er nákvæmur og sjálfstæður í vinnubrögðum
• er jákvæður og hefur góða hæfni í
mannlegum samskiptum
Reykjagarður hf auglýsir laust til umsóknar starf vélstjóra í alifuglasláturhúsi fyrirtækisins
á Hellu en þar fer fram slátrun, vinnsla og pökkun á afurðum félagsins. Vélstjóri er yfirmaður
viðhaldsdeildar og gegnir mikilvægu stoðhlutverki við starfsemi félagsins á Hellu.
Helstu verkefni:
• yfirumsjón með viðgerðum véla og tækja og
fyrirbyggjandi viðhaldi
• innkaup og utanumhald með varahlutalager
• samskipti við birgja og verktaka
• skipuleggur viðhaldsverkefni
• umsjón með umhverfisþáum
• önnur tilfallandi verkefni
Áhugasamir vinsamlegast sæki um starfið á heimasíðu félagsins www. holta.is fyrir 11. apríl 2016 www.holta.is
Tanntæknir óskast
Óskað er eftir faglærðum tanntækni, eða með reynslu sem
aðstoðarmaður tannlæknis, á tannlæknastofu í Bolholti.
Leitað er að manneskju með sjálfstæð og skipulögð
vinnubrögð, færni í mannlegum samskiptum og ríka
þjónustulund. Æskilegt að viðkomandi þekki til tannlækna-
hugbúnaðar.
Umsóknir sendist á netfangið
ruhrol@hotmail.com fyrir 10.apríl
Uppsláttarsmiðir óskast
Uppsláttasmiðir óskast til vinnu. Mikil
mælingarvinna í boði á höfðuborgarsvæðinu.
Upplýsingar veitir Gunnar í síma 693-7310
eða gunnar@bygg.is
Skipstjóri og yfirvélstjóri
óskast á frystitogara
Reyktal þjónusta ehf. leitar að skipstjóra og yfirvélstjóra
á frystitogara. Góð enskukunnátta nauðsynleg. Um er að
ræða langtímastarf hjá traustu erlendu fyrirtæki. Leitað
er að skipstóra með ótakmörkuð réttindi á fiskiskip og
æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af rækjuveiðum og
skipstjórn.
Vélstjórar þurfa að vera með með full alþjóðleg réttindi
(STCWIII/2) og reynslu af yfirvélstjórn á frystitogara.
Áhugasamir vinsamlegast sendið umsóknir, með upp-
lýsingum um menntun og fyrri störf, með tölvupósti til:
reyktal@reyktal.is.
Nánari upplýsingar veita Hjálmar Vilhjálmsson og Ólafur
Óskarsson í síma 588-7666.
Reyktal þjónusta ehf. er umboðsaðili erlendra útgerða sem
tengjast Eistasaltsríkjunum og Danmörku. Aðallega er gert út á
rækju í Barentshafi.
Pósturinn í Reykjavík óskar eftir
meiraprófsbílstjóra í sumarafleysingar.
Óskað er eftir jákvæðum einstaklingi
með ríka þjónustulund sem á auðvelt
með samskipti.
Starfið felst í dreifingu pósts á
höfuðborgarsvæðinu og skilyrði eru
stundvísi og áreiðanleiki.
Umsóknarfrestur er til 12. apríl 2016.
Umsóknum skal skilað á umsóknarvef
Póstsins: umsokn.postur.is.
Nánari upplýsingar veitir
Samúel Jónsson í síma 580 1245
eða í netfanginu samuelj@postur.is.