Fréttablaðið - 02.04.2016, Blaðsíða 8
Grikkland Tyrkir senda allt að
hundrað flóttamenn daglega aftur
yfir landamærin til Sýrlands. Þar á
meðal hafa verið bæði barnshafandi
konur og fylgdarlaus börn.
Mannréttindasamtökin Amnesty
International segja þetta hafa við-
gengist vikum saman og nauðungar-
flutningar af þessu tagi brjóti alger-
lega í bága við alþjóðareglur, reglur
Evrópusambandsins og tyrknesk lög.
Þá hélt breska blaðið The Times
því fram nú í vikunni að tyrkneskir
landamæraverðir hefðu skotið á Sýr-
lendinga sem reyndu að komast yfir
landamærin frá Sýrlandi til Tyrk-
lands. Sextán manns hefðu fallið fyrir
byssukúlum Tyrkja.
Á grísku eyjunum næst Tyrklandi
sitja síðan þúsundir flóttamanna
fastar, því samkvæmt samkomulagi
Evrópusambandsins við Tyrkland
ber Grikkjum að senda fólkið aftur
til Tyrklands. Þeir fyrstu eiga að fara
strax á mánudaginn.
Allt þangað til Evrópusambandið
gerði samning við Tyrkland, þann 20.
mars síðastliðinn, höfðu Grikkir flutt
flóttafólkið áfram með ferjum yfir til
gríska meginlandsins. Þeir sem komið
hafa eftir 20. mars þurfa hins vegar að
bíða og geta reiknað með að verða
sendir aftur til baka yfir til Tyrklands.
Hundruð manna hafa flúið úr
flóttamannabúðum á eyjunum, þar
sem þeir eiga að bíða á meðan mál
þeirra eru afgreidd.
Amnesty International gagnrýnir
harðlega samninginn sem leiðtogar
Evrópusambandsins gerðu við Tyrk-
land í mars. „Í örvæntingu sinni við
að loka landamærum sínum, þá
hafa leiðtogar Evrópusambandsins
vísvitandi litið fram hjá einföldustu
staðreynd málsins: Tyrkland er ekki
öruggt land fyrir sýrlenska flótta-
menn og verður óöruggara með
hverjum deginum sem líður,“ segir
John Dalhuisen, framkvæmdastjóri
Amnesty International í Evrópu og
Mið-Asíu.
„Þetta er samningur sem ekki er
hægt að framfylgja nema af kaldlyndi
og með því að sniðganga alþjóðalög af
andvaraleysi,“ segir hann í umfjöllun
á vef samtakanna. Að sögn Amnesty
International eru um 200 þúsund
Sýrlendingar, sem hrakist hafa að
heiman, komnir að landamærum
Tyrklands og hafast þar við í flótta-
mannabúðum, þar sem aðstæður eru
mjög bágbornar.
gudsteinn@frettabladid.is
SÖNGSTJÓRI
KARLAKÓRINN STEFNIR
Karlakórinn Stefnir óskar eftir
að ráða söngstjóra, æskilegt að hann
hafi reynslu í kórstjórn og tónlistarmenntun.
Allar upplýsingar gefur formaður kórsins
Ingvi Rúnar Guðmundsson irg@simnet.is,
sími 896 0421
Rafvædd framtíð í takt við samfélagið
– hverjar eru áskoranir Landsnets í stóru myndinni?
Landsnet býður til vorfundar á Hilton Reykjavík Nordica,
kl. 9-11 þriðjudaginn 5. apríl 2016, þar sem fjallað
verður um hlutverk raforku í tengslum við stöðu
loftslagsmála á Íslandi:
Hvaða áskorunum stöndum við frammi fyrir varðandi stefnu-
mótun, þróun og uppbyggingu flutningskerfis raforku á
Íslandi?
Hver er staða loftslagsmála í heiminum, umræðan á Íslandi
og hvernig geta Íslendingar lagt sitt lóð á vogarskálarnar?
Með hvaða hætti má draga enn frekar úr losun gróðurhúsa-
loftegunda til framtíðar í íslenskum sjávarútvegi?
Morgunhressing er í boði frá kl. 8:30 og á fundinum.
Þátttökuskráning á landsnet.is, eða í síma 563 9300.
Allir velkomnir!
Dagskrá:
Pallborðsumræður
Áhugasamir, sem eiga þess ekki kost að mæta á fundinn,
geta fylgst með beinni útsendingu frá honum á landsnet.is og á mbl.is.
Þá verður hægt að senda fyrirspurnir á twitter með
merkingunni #landsnet.
Ávarp – Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar - og viðskiptaráðherra
Stöðugra umhverfi og styrkari stoðir
– Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Landsnets
Leysa þarf knýjandi þarfir samtímans í takt við þróun til
framtíðar – Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets
Íslands þúsund ár: Náttúruvernd á tímum loftslagsbreytinga
– Guðni Elísson, prófessor
Forsendur tækifæra og sægrænnar uppbyggingar í
sjávarútvegi – Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka
fyrirtækja í sjávarútvegi
Fundarstjóri – Edda Hermannsdóttir
AT
H
YG
LI
–
0
4-
03
-1
6
Flóttafólk kemur til grísku eyjunnar Lesbos eftir að hafa siglt yfir sundið frá Tyrk-
landi. NordicphoTos/AFp
Send aftur til Sýrlands
Hundruð flóttamanna hafa flúið úr búðum á grísku eyjunum næst Tyrklandi.
Samkvæmt samningi við Evrópusambandið á að flytja fólkið aftur til Tyrklands.
stjórnmál Júlíus Vífill Ingvarsson,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
greindi í gær frá vörslusjóði sínum
sem skráður er í Panama. Sagði hann
sjóðinn hafa verið stofnaðan í sviss-
neskum banka. Tilgangurinn var að
mynda eigin eftirlaunasjóð en sjóður-
inn lýtur svipuðu regluverki og sjálfs-
eignarstofnun.
Segist Júlíus Vífill ekki hafa haft
neinar tekjur eða haft heimild til þess
að ráðstafa fjármunum úr sjóðnum.
Segir hann að ef greitt væri úr sjóðn-
um yrðu greiðslurnar skattskyldar
á Íslandi líkt og gerist til dæmis með
séreignarsparnaðarreikninga.
„Enda þótt þess sé ekki krafist að
geta eftirlaunasjóðs í hagsmuna-
greiningu borgarfulltrúa tel ég, eftir á
að hyggja, að betur hefði farið á því og
biðst velvirðingar á að hafa ekki gert
það,“ segir í yfirlýsingu frá Júlíusi Vífli
en ekki náðist í hann þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir. – þea, tpt
Júlíus Vífill með
eftirlaunasjóð í Panama
Tyrkland er ekki
öruggt land fyrir
sýrlenska flóttamenn, og
verður óöruggara með
hverjum deginum sem líður.
John Dalhuisen, framkvæmdastjóri hjá
Amnesty International
2 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r d a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð