Fréttablaðið - 02.04.2016, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 02.04.2016, Blaðsíða 40
Þetta er íslensk rokktónlist, framin af einurð og ástríðu. Öll lög nýju plötunnar verða flutt í kvöld auk vel val- inna ópusa af eldri plötu Guðmundur Jónsson Rokksveitin Nykur gaf nýlega út aðra breiðskífu sína sem ber nafn- ið Nykur II. Sveitin er mönnuð miklum reynsluboltum úr brans- anum og spilar kraftmikið sígilt rokk með grimmum gítarriffum, ofnum saman við ágengar laglín- ur sem innihalda bitastæða texta á íslensku að sögn Guðmundar Jóns- sonar, gítarleikara sveitarinnar, sem best er þekktur sem einn með- lima Sálarinnar hans Jóns míns. Nykur heldur þrenna útgáfu- tónleika þessa dagana og verða lokatónleikarnir á Kaffi Rauðku á Siglufirði í kvöld. Áður hafði sveit- in spilað á Gauknum á fimmtudag og á Akureyri í gær. Hann segir fyrstu tvenna útgáfutónleikana hafa heppnast vel og að tónleika- gestir megi búast við algjörum tudda í kvöld. „Þetta er íslensk rokktónlist, framin af einurð og ástríðu. Öll lög nýju plötunnar verða flutt í kvöld auk vel valinna ópusa af fyrri disknum og jafn- vel eitthvað óvænt. Við hvetjum alla til að mæta og tékka á okkur, styðja nýtt band með nýja frum- samda tónlist. Þó það sé alltaf gaman að heyra gömlu slagarana á heiðurstónleikum út og suður, þá er þetta það sem hefur eitt- hvert gildi, að skapa eitthvað nýtt upp úr engu.“ Aðrir meðlimir Nyk- urs eru Davíð Þór Hlinason (Dos Pilas) sem syngur og spilar á gítar, Kristján B. Heiðarsson (Dark Har- vest) sem spilar á trommur og Jón Svanur Sveinsson (Númer Núll) sem spilar á bassa. Grófara tungutak Nykur varð til sumarið 2013 og gaf út sína fyrstu plötu sama ár sem fékk góðar viðtökur. Vinnu- ferli beggja gripanna var svipað að sögn Guðmundar. „Ég og Davíð byrjum á því að hittast einu sinni í viku í gömlum skúr. Þar stillum við upp tveimur gítarmögnurum og míkrafónum hvor andspænis öðrum og hækkum í ellefu. Hvor okkar kemur með einn ókláraðan rokkfrasa, laglínur eða hljóma- gang og síðan vinnum við lög úr þessu saman. Þegar upp er stað- ið höfum við kannski samið 10-20 frambærilegar lagahugmyndir eftir mánaðar törn. Þá hefjast út- setningar og að síðustu upptökur. Snemma var tekin ákvörðun um að hafa alla texta á íslensku og tók Guðmundur verkið að sér, enda með meiri reynslu en aðrir í bandinu. „Tungutakið verður gróf- ara en í poppinu og maður getur sett öðruvísi hluti á blað. Við erum ánægðir með fyrstu plötuna en mér finnst við hafa náð að pikka út þau element sem okkur hugn- aðist þar og komið þeim betur til skila á nýju plötunni.“ Gítarriffin snurfusuð Vinnubrögðin eru því talsvert ólík þeim sem Guðmundur á að venjast úr Sálinni, einni vinsælustu hljóm- sveit landsins til tæplega þriggja áratuga. „Sálin er orðin stönd- ugt fyrirbrigði í gegnum farsæl- an feril og rennur eftir traustum brautum. Ég sem flest laganna þar á bæ en ekki textana og ekki er mikið æft eða legið yfir hlutun- um, efnið kemur næsta tilbúið frá höfundum. Í Nykri er því öðruvísi farið. Við Davíð erum forfallnar stúdíórottur og getum verið mán- uðum saman að snurfusa gítarriff og gleymt okkur í smáatriðunum. Ef Dabbi fengi að ráða væri aldrei farið úr skúrnum. Svo er Nykur óþekkt nafn og hefur ekki spilað mikið á tónleikum enda markað- urinn ekki stór fyrir þungt rokk. En vonandi verður breyting þar á.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 22. Nánari upplýsingar um Nykur og tóndæmi má finna á Face book-síðu sveitarinnar og á YouTube-rásinni Nykur. Einurð oG ástríða Reynsluboltar úr bransanum skipa rokksveitina Nykur sem nýlega gaf út aðra breiðskífu sína. Sveitin heldur útgáfutónleika í kvöld. Meðlimir Nykurs (f.v.): Davíð Þór Hlinason,Jón Svanur Sveinsson, Kristján B. Heiðarsson og Guðmundur Jónsson. Nykur heldur tónleika í kvöld og lofar algjörum tudda. MYND/ÚR EINKASAFNI Allt sem þú þar ... Skv. prentmiðlakönnun Gallup, okt.– des. 2015. íbúa á höfuðborgarsvæðinu á aldursbilinu 12–80 ára lesa Fréttablaðið daglega.* 59,9% Sá öldi myndi fara langt með að fylla sæti Laugardalsvallar tíu sinnum. 59,9% lesa Fréttablaðið 29,9% lesa Morgunblaðið 2 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.