Fréttablaðið - 02.04.2016, Blaðsíða 40
Þetta er íslensk
rokktónlist, framin
af einurð og ástríðu. Öll
lög nýju plötunnar verða
flutt í kvöld auk vel val-
inna ópusa af eldri plötu
Guðmundur Jónsson
Rokksveitin Nykur gaf nýlega út
aðra breiðskífu sína sem ber nafn-
ið Nykur II. Sveitin er mönnuð
miklum reynsluboltum úr brans-
anum og spilar kraftmikið sígilt
rokk með grimmum gítarriffum,
ofnum saman við ágengar laglín-
ur sem innihalda bitastæða texta á
íslensku að sögn Guðmundar Jóns-
sonar, gítarleikara sveitarinnar,
sem best er þekktur sem einn með-
lima Sálarinnar hans Jóns míns.
Nykur heldur þrenna útgáfu-
tónleika þessa dagana og verða
lokatónleikarnir á Kaffi Rauðku á
Siglufirði í kvöld. Áður hafði sveit-
in spilað á Gauknum á fimmtudag
og á Akureyri í gær. Hann segir
fyrstu tvenna útgáfutónleikana
hafa heppnast vel og að tónleika-
gestir megi búast við algjörum
tudda í kvöld. „Þetta er íslensk
rokktónlist, framin af einurð og
ástríðu. Öll lög nýju plötunnar
verða flutt í kvöld auk vel valinna
ópusa af fyrri disknum og jafn-
vel eitthvað óvænt. Við hvetjum
alla til að mæta og tékka á okkur,
styðja nýtt band með nýja frum-
samda tónlist. Þó það sé alltaf
gaman að heyra gömlu slagarana
á heiðurstónleikum út og suður,
þá er þetta það sem hefur eitt-
hvert gildi, að skapa eitthvað nýtt
upp úr engu.“ Aðrir meðlimir Nyk-
urs eru Davíð Þór Hlinason (Dos
Pilas) sem syngur og spilar á gítar,
Kristján B. Heiðarsson (Dark Har-
vest) sem spilar á trommur og Jón
Svanur Sveinsson (Númer Núll)
sem spilar á bassa.
Grófara tungutak
Nykur varð til sumarið 2013 og
gaf út sína fyrstu plötu sama ár
sem fékk góðar viðtökur. Vinnu-
ferli beggja gripanna var svipað
að sögn Guðmundar. „Ég og Davíð
byrjum á því að hittast einu sinni
í viku í gömlum skúr. Þar stillum
við upp tveimur gítarmögnurum
og míkrafónum hvor andspænis
öðrum og hækkum í ellefu. Hvor
okkar kemur með einn ókláraðan
rokkfrasa, laglínur eða hljóma-
gang og síðan vinnum við lög úr
þessu saman. Þegar upp er stað-
ið höfum við kannski samið 10-20
frambærilegar lagahugmyndir
eftir mánaðar törn. Þá hefjast út-
setningar og að síðustu upptökur.
Snemma var tekin ákvörðun
um að hafa alla texta á íslensku
og tók Guðmundur verkið að sér,
enda með meiri reynslu en aðrir í
bandinu. „Tungutakið verður gróf-
ara en í poppinu og maður getur
sett öðruvísi hluti á blað. Við erum
ánægðir með fyrstu plötuna en
mér finnst við hafa náð að pikka
út þau element sem okkur hugn-
aðist þar og komið þeim betur til
skila á nýju plötunni.“
Gítarriffin snurfusuð
Vinnubrögðin eru því talsvert ólík
þeim sem Guðmundur á að venjast
úr Sálinni, einni vinsælustu hljóm-
sveit landsins til tæplega þriggja
áratuga. „Sálin er orðin stönd-
ugt fyrirbrigði í gegnum farsæl-
an feril og rennur eftir traustum
brautum. Ég sem flest laganna
þar á bæ en ekki textana og ekki
er mikið æft eða legið yfir hlutun-
um, efnið kemur næsta tilbúið frá
höfundum. Í Nykri er því öðruvísi
farið. Við Davíð erum forfallnar
stúdíórottur og getum verið mán-
uðum saman að snurfusa gítarriff
og gleymt okkur í smáatriðunum.
Ef Dabbi fengi að ráða væri aldrei
farið úr skúrnum. Svo er Nykur
óþekkt nafn og hefur ekki spilað
mikið á tónleikum enda markað-
urinn ekki stór fyrir þungt rokk.
En vonandi verður breyting þar á.“
Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 22.
Nánari upplýsingar um Nykur og
tóndæmi má finna á Face book-síðu
sveitarinnar og á YouTube-rásinni
Nykur.
Einurð oG ástríða
Reynsluboltar úr bransanum skipa rokksveitina Nykur sem nýlega gaf
út aðra breiðskífu sína. Sveitin heldur útgáfutónleika í kvöld.
Meðlimir Nykurs (f.v.): Davíð Þór Hlinason,Jón Svanur Sveinsson, Kristján B. Heiðarsson og Guðmundur Jónsson.
Nykur heldur tónleika í kvöld og lofar algjörum tudda. MYND/ÚR EINKASAFNI
Allt sem þú þar ...
Skv. prentmiðlakönnun Gallup, okt.– des. 2015.
íbúa á höfuðborgarsvæðinu
á aldursbilinu 12–80 ára lesa
Fréttablaðið daglega.*
59,9%
Sá öldi myndi fara langt með að fylla
sæti Laugardalsvallar tíu sinnum.
59,9% lesa
Fréttablaðið
29,9% lesa
Morgunblaðið
2 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r4