Fréttablaðið - 02.04.2016, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 02.04.2016, Blaðsíða 88
Í síðustu viku töpuðum við Íslendingar enn og aftur fyrir Dönum. Það voru svo sem ekki óvænt tíðindi. Þetta var 24. knattspyrnulandsleikur landanna í karlaflokki og enn er Ísland án sigurs. Miðað við erki- fjendur verður að játast að keppnis- sagan er býsna einhliða. Þó hafa Íslendingar stundum séð til sólar í viðureignum við Dani. Frægasta dæmið er þó að verða hundrað ára gamalt. Skipulögð knattspyrnukeppni hófst á Íslandi árið 1912 með þriggja liða Íslandsmóti. Nánast um leið fóru reykvískir fótboltamenn að láta sig dreyma um að spreyta sig gegn útlendingum: helst Eng- lendingum eða Skotum sem taldir voru sparkvissastir allra, en til vara Dönum, sem þóttu líka harla góðir. Fyrri heimsstyrjöldin truflaði öll slík áform, en um leið og friður komst á í Evrópu hófu Reykja- víkurliðin Fram og KR að leita fyrir sér um erlenda gesti. Fyrir valinu varð Kaupmannahafnarliðið Aka- demisk Boldklub, betur þekkt undir skammstöfuninni AB. Eins og nafnið gefur til kynna var AB lið stúdenta og kennara við Kaup- mannahafnarháskóla og varð Dan- merkurmeistari í fyrsta sinn árið 1919, skömmu áður en það hélt í Íslandsför sína. Ákvörðunin um að bjóða AB hafði þó verið tekin áður en félagið hampaði meistaratitl- inum og því um hálfgerða hunda- heppni skipuleggjendanna að ræða. Einstakir hæfileikar Íþróttablaðið Þróttur, sem ÍR- ingar gáfu út, fjallaði ítarlega um heimsóknina í aðdraganda hennar og sagði lesendum sínum deili á væntanlegum gestum. Voru mann- lýsingarnar bráðskemmtilegar og hefðu sómt sér vel í hvaða Íslend- ingasögu. Þannig var læknastúd- entinum Sv. Holm lýst að hann væri „… lítill vexti en sterkur og harðger. Hann er mjög lipur knattreki og næsta þrautseigur.“ Mestar vonir batt ritstjóri Þróttar þó við að fá að sjá stærðfræðipró- fessorinn Harald Bohr. Harald var kunnur vísindamaður, þrátt fyrir að standa nokkuð í skugga bróður síns, eðlisfræðingsins Níelsar Bohr. Þeir bræðurnir léku báðir um tíma með AB. Níels sem markvörður en Harald sem aðalmarkaskorari. Voru frásagnir af afrekum hans ævintýra- legar í meira lagi: „Í eitt skifti fékk hann tíu þús- undir manna til að æpa fagnaðaróp og klappa í tíu mínútur. Það var í miklum og tvísýnum kappleik við Englendinga, að Bohr rak knöttinn af mikilli snild fram hjá tveimur mótherjum. Fólkið var mjög hrifið. En nú hafði Bohr mist vasaklút sinn – og í staðinn fyrir að skora mark, snýr Bohr nú við, rekur knöttinn til baka og sleppur aftur fram hjá Eng- lendingunum, nær vasaklútnum og rekur nú knöttinn í þriðja sinni fram hjá Bretanum, – sem stóð og glápti af undrun – og beina leið í mark.“ Því miður brást sú von greinar- höfundar að sjá stærðfræðinginn stórkostlega, því Harald Bohr var ekki í leikmannahópi AB sem kom til Reykjavíkur. Þar var þó margt snjallra leikmanna sem settu svip á bæinn. Reykjavík var raunar með alþjóðlegasta móti þessa sumar- daga, því á sama tíma var þar stadd- ur danskur kvikmyndatökuhópur til að festa á filmu Sögu Borgarættar- innar eftir Gunnar Gunnarsson. Hefur rithöfundurinn Ólafur Gunn- arsson dregið upp skýra mynd af atburðum þessara vikna í skáldsögu sinni Höfuðlausn. Á hestbaki Danirnir reyndust algjörir ofjarlar íslensku félagsliðanna og unnu stór- sigra á Fram, KR og sameiginlegu liði Vals og Víkings. Markatalan í leikj- unum þremur var 23:2 gestunum í vil. Fjórða viðureignin var svo gegn úrvalsliði Reykjavíkurliðanna og þar urðu heldur betur óvænt úrslit, Íslendingarnir unnu 4:1. Leikurinn fór fram í úrhellisrigningu og var í snarhasti skipulögð önnur viður- eign, þar sem danska liðið kom fram hefndum. Íslendingar jafnt sem Danir áttu bágt með að trúa úrslitunum í fjórða leiknum, þótt heimamenn væru að sönnu vanari gegnblautum malar- velli en gestirnir. Kallaði þetta á sér- stakar skýringar og fannst afsökunin fljótt: daginn áður höfðu dönsku gestirnir haldið í reiðtúr suður í Hafnarfjörð og voru illa þjakaðir af harðsperrum og rasssæri. Með tímanum varð sagan um reiðtúrinn afdrifaríka höfð til marks um sér- stök klókindi gestgjafanna. Lægra var hvíslað um aðra skýringu: þá að í Hafnarfirði var slegið upp veislu og fengu sumir ferðalanganna sér óþarflega vel neðan í því. Sem fyrr segir, var það ekki danska meistaratignin sem varð þess valdandi að AB var boðið til Íslands fyrstu erlendra knattspyrnu- félaga. Ástæðan var miklu fremur persónuleg tengsl. Í liði AB var nefnilega Íslendingurinn og lækna- neminn Samúel Thorsteinsson. Samúel var sonur Péturs J. Thor- steinssonar, einhvers umsvifa- mesta athafnamanns á Íslandi um aldamótin 1900. Pétur byggði upp verslunar- og fiskvinnsluveldi sitt á Bíldudal, en var með annan fót- inn í Danmörku. Hann átti fjölda barna, þar á meðal listamanninn Guðmund eða Mugg. Muggur lék einmitt eitt aðalhlutverkið í Sögu Borgarættarinnar, svo ekki er úti- lokað að danski kvikmyndatöku- leiðangurinn hafi orðið enn frekari hvati til að knattspyrnuflokkur AB mætti á svæðið. Fótboltafjölskylda Flest af börnum Péturs voru listfeng, þótt ekki yrðu þau þjóðfræg fyrir þá iðju líkt og Muggur. Bræður hans þrír kynntust hins vegar allir fót- bolta í Danmörku og urðu afburða- menn á því sviði. Yngstur var Friðþjófur, sem var mesti markaskorarinn á upphafs- árum íslenskrar knattspyrnu. Hann skoraði til dæmis bæði mörk Fram í 2:0 sigri á KR í vígsluleik Mela- vallarins þann 17. júní 1911, en sú viðureign er oft sögð fyrsti opinberi knattspyrnuleikurinn. Þá skoraði hann helming marka reykvíska úrvalsliðsins í sigurleiknum fræga gegn AB. Á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar var Friðþjófur Thorsteinsson við nám í Edinborg og mun þá hafa leikið fyrir áhugamannalið hins kunna félags Hibernian FC. Snemma á þriðja áratugnum fluttist Frið- þjófur til Kanada. Þar bjó hann um nokkurra ára skeið, lék þar knatt- spyrnu og sinnti þjálfun. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem staðið getur undir knattspyrnuþjálfara- titlinum og kynnti landsmenn fyrir ýmsum nýjungum, svo sem að leika knettinum á milli sín með stuttum sendingum í stað kýlinga. Friðþjófur var staðalmynd stóra og markheppna framherjans. Bróðir hans Gunnar var á hinn bóginn hinn dæmigerði flinki og skapandi miðjumaður. Gunnar var burðarás- inn í yfirburðaliði Fram á stríðsár- unum og að margra mati efnilegasti leikmaðurinn í hópi þeirra Thor- steinssona. Hann missti hins vegar heilsuna í spænsku veikinni, sem dró hann að lokum til dauða langt fyrir aldur fram. Samúel hafði minni tengsl við Ísland en bræður hans og bjó í Dan- mörku alla tíð. Hann gekk til liðs við AB um leið og hann hóf læknisnám við Kaupmannahafnarháskóla og varð samstundis fastamaður og lék á kantinum. Tvítugur að aldri, árið 1913, var hann fyrst valinn í lands- liðshóp Danmerkur en kom ekki við sögu. Suður á bóginn Danska liðið var um þær mundir eitt það allra sterkasta í heimi og hlaut silfurverðlaunin á Ólympíu- leikunum 1912, sem þá var ígildi heimsmeistarakeppninnar. Vafa- lítið hefði Samúel látið mikið til sín taka á Ólympíuleikunum 1916, enda á hátindi ferils síns, en vegna stríðsins voru leikarnir ekki haldnir og alþjóðlegar knattspyrnukeppnir lágu að mestu niðri. Að stríðinu loknu, árin 1918 og 1919, náði Samúel loks að keppa fyrir Danmörku. Landsleikirnir urðu sjö talsins og var hann meðal markaskorara í 3:0 sigri á Svíum á troðfullum Parken-leikvanginum. Samúel Thorsteinsson varð þar með fyrsti íslenski landsliðsmaðurinn, enda landið á þessum árum hluti af Danmörku á íþróttasviðinu. Árið 1910 og aftur veturinn 1912- 13 braut Samúel enn eitt blaðið í íslenskri knattspyrnusögu með því að leika á Ítalíu. Systir hans og mágur voru búsett í ítölsku borginni Napólí og þangað hélt Samúel í tví- gang til skemmri dvalar. Þar æfði hann og keppti með Naples FC, sem var forveri hins heimskunna félags S.S.C. Napoli. Hann tók þátt í keppninni um Ítalíumeistaratitilinn og varð einn allra fyrsti Norður- landabúinn til að gera það. Samúel Thorsteinsson lést í Dan- mörku árið 1956 og átti þá að baki farsælan læknisferil. Knattspyrnu- afrek hans eru hins vegar illu heilli flestum gleymd. Hann hefur til að mynda ekki verið valinn í Heiðurs- höll ÍSÍ, þar sem öndvegisíþrótta- menn úr sögu Íslands eru heiðraðir. Þrettán íþróttamenn hafa nú þegar hlotið þá upphefð. Tilvalið væri að Samúel yrði sá fjórtándi. Fyrsti landsliðsmaðurinn Saga til næsta bæjar Stefán Pálsson skrifar um íslenska íþróttastjörnu. … fengu Sumir ferða- langanna Sér óþarf- lega vel neðan í því. Samúel Thor- steinsson fót- boltastjarna var í danska liðinu AB sem tapaði fyrir íslenska liðinu. AÐALFUNDUR 2016 Aðalfundur Félags íslenskra rafvirkja verður haldinn miðvikudaginn 13. apríl kl. 18 að Stórhöfða 27 1.hæð, í sal Rafiðnaðarskólans. Gengið inn Grafarvogsmegin Dagskrá • Venjuleg aðalfundarstörf • Kosning kjörstjórnar FÍR skv. 38. grein laga félagsins. • Kosning fulltrúa á ársfund Stafa, lífeyrissjóðs • Önnur mál Boðið verður upp á hamborgara á fundinum. Kveðja Stjórnin 2 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r40 h e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.