Fréttablaðið - 02.04.2016, Blaðsíða 66
| AtvinnA | 2. apríl 2016 LAUGARDAGUR24
AÐALFUNDUR
Barnaheill - Save the Children á Íslandi
halda aðalfund þriðjudaginn 12. apríl 2016
kl. 17:00 á skrifstofu samtakanna að
Háaleitisbraut 13.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Stjórn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi
Merki ráðuneytanna í 4 litum
fyrir dagblaðaprentun
Nám í alþjóðlegum menntaskóla í
Noregi
Einstakt tækifæri á námi til stúdentsprófs í
alþjóðlegu umhverfi (uwcrcn.no)
Mennta- og menningarmálamálaráðuneytið auglýsir eftir
umsóknum um skólavist við Alþjóðlega menntaskólann,
Red Cross Nordic United World College (RCNUWC) í
Flekke, Noregi skólaárið 2016 - 2017. Umsækjendur skulu
hafa lokið sem svarar einu ári í framhaldsskóla, hafa gott
vald á ensku og vera á aldrinum 16-18 ára.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á vef
ráðuneytisins, menntamalaraduneyti.is.
Umsóknir berist mennta- og menningarmálaráðuneytinu,
Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík, eða á netfangið
postur@mrn.is í síðasta lagi 20. apríl 2016.
Innkaupadeild
Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg:
• Gervigras 2016 - Reykjavíkurborg, útboð nr. 13708.
• Tvær sláttuvélar, útboð nr. 13696.
• Fræsun malbiksslitlaga í Reykjavík 2016,
útboð nr. 13694.
• Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2016,
Útboð 2, austan Reykjanesbrautar, útboð nr. 13693.
• Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2016,
Útboð 1, vestan Reykjanesbrautar, útboð nr. 13692.
• Hverfisgata endurgerð. Smiðjustígur - Klapparstígur,
útboð nr. 13690.
• Bakkaborg, endurgerð lóðar 2016, 1. áfangi,
útboð nr. 13684.
Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod
Styrkir úr Endurmenntunarsjóði
grunnskóla 2016
Stjórn Námsleyfasjóðs auglýsir eftir umsóknum í Endurmenntu-
narsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið
2016-2017.
Þeir sem hyggjast standa fyrir endurmenntun fyrir félagsmenn
í Félagi grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélagi Íslands
(SÍ) geta sótt um framlög úr sjóðnum, þar á meðal grunnskólar,
skólaskrifstofur, sveitarfélög, háskólar, símenntunarstofnanir, félög,
fyrirtæki og aðrir. Gert er ráð fyrir að endurmenntunarverkefnum
verði að fullu lokið eigi síðar en við lok skólaársins 2016-2017.
Verði ekki unnt að ljúka námskeiðum innan þeirra tímamarka fellur
styrkveiting niður.
Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að allt að þriðjungi ráðstöfunarfjár
verði úthlutað til verkefna sem tengjast eftirfarandi áherslusviðum:
• Þróun kennsluhátta sem stuðla að fjölbreyttum námsaðferðum
í lestri/stærðfræði
• Kennsla nemenda af erlendum uppruna
• Lífsleikni
Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á heimasíðu
Sambands íslenskra sveitarfélaga, www.samband.is. Umsóknir á
öðru formi verða ekki teknar gildar. Ekki er tekið á móti viðbótar-
gögnum og því verða allar upplýsingar að koma fram í umsókninni.
Í umsóknum skal gefa ítarlegar upplýsingar um hvers konar
endurmenntun umsækjandi hyggst bjóða, m.a. innihald, skipulag
og markmið verkefnis/námskeiðs, stað og tíma, áætlaðan fjölda
þátttakenda, fyrirlesara, ábyrgðarmann og annað það sem máli
kann að skipta við mat á umsókn. Einnig skal tilgreina áætlaðan
kostnað. Þær umsóknir einar koma til álita sem sýna fram á að
endurmenntunarverkefnin mæti þörfum grunnskólans, séu byggð
á skólastefnu, aðalnámskrá, fagmennsku og gæðum. Styrkir eru
eingöngu greiddir vegna launakostnaðar fyrirlesara.
Annar kostnaður er ekki greiddur.
Þegar fyrir liggur ákvörðun um hverjir fá styrk og fjármögnun styrkja
tryggð verður gerður sérstakur samningur um hvert endurmennt-
unarverkefni.
Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl 2016.
Reglur um Endurmenntunarsjóð grunnskóla er að finna á heimasíðu
Sambands íslenskra sveitarfélaga, www.samband.is og eru
umsækjendur hvattir til að kynna sér þær.
Nánari upplýsingar um Endurmenntunarsjóð grunnskóla veitir
Klara E. Finnbogadóttir í síma 515 4900 eða í tölvupósti á
klara.e.finnbogadottir@samband.is.
Auglýsing um styrki Hagþenkis 2016
Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna,
auglýsir eftir umsóknum um eftirtalda styrki:
Starfsstyrkir til ritstarfa
Til úthlutunar eru 13.000.000.- kr.
Starfsstyrkir vegna handritsgerðar fræðslu- og
heimildarmynda
Til úthlutunar eru 100.000.- kr.
Ferða- og menntunarstyrkir fyrir félagsmenn Hagþenkis
Til úthlutunar á vorönn eru 2.000.000.- kr.
Umsóknarfrestur til 18. apríl kl. 12.
Allar nánari upplýsingar, úthlutunarreglur, rafræn
umsóknareyðublöð og eyðublöð fyrir skilagreinar eru á
heimasíðu félagsins: www.hagthenkir.is
Umsækjendur fá rafræna staðfestingu í tölvupósti um
að umsókn hafi borist og gildir kennimarkið sem kvittun
og það gefur færi á að lagfæra eða breyta umsókn þar til
umsóknarfresti lýkur.
Hagþenkir, Þórunnartúni 2. 105. Rvk.
Sími 551-9599/ hagthenkir@hagthenkir.is
Túristarekstur til sölu
Lítið ferðatengt fyrirtæki í útleigu íbúða í miðborginni og nágrenni,
ásamt 8 manna lúxus fjallabíl (minna meiraprófið).
Mjög hentugt fyrir hjón eða samhenta aðila.
Söluverð 10 milljónir.
Áhugasamir sendi póst á box@frett.is merkt ,,Rekstur-0204”
Reykjalundur, endurhæfingarmiðstöð SÍBS.
Sími 585 2000 – www.reykjalundur.is
Iðjuþjálfun
sviðsstjóri iðjuþjálfa á
tauga- og hæfingarsviði
Laus er til umsóknar afleysingarstaða sviðsstjóra á tauga-
og hæfingarsviði. Um er að ræða 95% stöðu.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1.nóvember 2012
eða samkvæmt nánara samkomulagi. Sviðsstjóri ber ábyrgð á
skipulagi, þróun og framkvæmd iðjuþjálfunar á sviðinu.
Á Reykjalundi er unnið í þverfaglegri teymisvinnu þar sem
áhersla er lögð á skjólstæðingsmiðaða nálgun og heildræna
sýn. Krafist er frumkvæðis, sjálfstæðis í vinnubrögðum, skipu-
lagshæfileika og góðrar hæfni í mannlegum samskiptum.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir iðjuþjálfa að starfa með hæfu og
metnaðarfullu fólki sem vinnur saman í öflugri teymisvinnu að
því að auka færni og lífsgæði einstaklinga með skerðingu vegna
taugasjúkdóma og fötlunar.
Hæfnikröfur: Próf í iðjuþjálfun frá skóla viðurkenn m af
Heimssamtökum iðjuþjálfa (WFOT) og með íslenskt starfsleyfi
og löggildingu. Æskilegt er að sviðsstjóri hafi að lágmarki
þriggja ára starfsreynslu.
Launakjör samkvæmt kjarasamningi Iðjuþjálfafélags Íslands og
fjármálaráðherra auk stofnanasamnings Iðjuþjálfafélags Íslands
og Reykjalundar.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Jónsdóttir
aðstoðarforstöðuiðjuþjálfi í síma 585-2154,
netfang; siggaj@reykjalundur.is
Umsóknarfrestur er til 5.október 2012
Umsóknareyðublað og upplýsingar um Reykjalund má finna á
heimasíðunni www.reykjalundur.is
Reykjalundur, endurhæfingarmiðstöð SÍBS. Sími 585 2000 –
www.reykjalundur.is
Talmeinafræðingur
Laus er til umsóknar staða talmeinafræðings
og er starfshlutfall samkomulagsatriði.
Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Á Reykjalundi er unnið í þverfaglegri teymisvinnu. Krafist er frum-
kvæðis, sjálfstæðis í vinnubrögðum, skipulagshæfileika og góðrar
hæfni í mannlegum samskiptum.
Launakjör samkvæmt kjarasamn ngi Fræðagarðs og fjármála-
ráðherra auk stofnanasamnings Fræðagarðs og Reykjalundar.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórunn Hanna Halldórsdóttir
yfirtalmeinafræðingur, netfang; thorunnh@reykjalundur.is
Umsóknarfrestur er til 17. apríl 2016
Umsóknareyðublað og upplýsingar um Reykjalund má finna á
heimasí unni www.reykjalu d .i
VANTAR ÞIG VINNU?
Nettó Granda
óskar eftir starfsfólki í
almenn verslunarstörf
Um er að ræða bæði fullt
starf og hlutastarf
Óskað er eftir starfsfólki
18 ára og eldra
Umsóknarfrestur er til og
með 12. apríl
Tekið er á móti umsóknum
í gegnum netfangið
grandi@netto.is
Nánari upplýsingar veitir:
Geir Magnússon verslunarstjóri
Nettó Granda í síma 773-3007