Fréttablaðið - 02.04.2016, Blaðsíða 116
Á morgun mun rappsveitin Reykja-
víkurdætur selja af sér spjarirnar á
Prikinu. Steinunn Jónsdóttir, einn
af meðlimum sveitarinnar, segir
að meðal þess sem verður til sölu
verði fatnaður sem stelpurnar hafa
klæðst á tónleikum sínum. „Það
verða samt engir spítalagallar á boð-
stólum, því miður. Okkur langar að
endurnýja fataskápinn okkar og við
vorum með svipaðan fatamarkað
fyrir seinasta sumar sem gekk mjög
vel og það voru allir rosa ánægðir.
Þetta árið verðum við samt líka
með Reykjavíkurdætravarning en
salan á honum rennur til fjármögn-
unar nýju plötunnar okkar sem er
væntanleg í sumar.“
Ljóst er að nægt úrval fata verður
á markaðinum enda ætla tíu stelpur
úr þessari 16 manna hljómsveit að
selja fötin sín. Steinunn segir að öll
hin mikla samvinna í svona stórum
hópi hafi gengið vonum framar og
það að taka upp lög eða halda tón-
leika gangi eins og vel smurð vél.
„Við erum mjög margar í þessari
hljómsveit en það hefur ekki verið
neitt vandamál. Við erum allar mjög
ólíkar og með mismunandi skoðanir
en við erum búnar að þekkjast lengi
og vinna náið saman þannig að við
erum farnar að kunna hver á aðra.
Við látum þetta virka.“
Það hefur verið nóg um að vera
hjá Reykjavíkurdætrum upp á síð-
kastið og það lítur allt út fyrir að
sumarið verði þeirra allra anna-
samasta hingað til. „Við fórum til
London í byrjun mars og komum
þá fram á þrennum tónleikum sem
gekk alveg eins og í sögu. Svo í sumar
erum við að fara á smá túr. Við spil-
um á tónlistarhátíðum í Noregi og
Belgíu og svo loksins í Hróarskeldu
í Danmörku.“
Rappsveitin er nú að leggja loka-
hönd á sína fyrstu plötu og eru þær
að fjármagna hana að mestu með
framlögum í gegnum Kickstarter.
„Ég mundi segja að um 80% af plöt-
unni séu tilbúin. Þetta verður mjög
fjölbreytt plata og við erum að fá
takta frá mjög mismunandi upp-
töskustjórum. Það verður líka nýtt
hóplag á plötunni sem er framleitt
af Ólafi Arnalds og Helga Sæmundi.
Það eru tvær vikur eftir af Kickstar-
ter-söfnuninni og við erum að bjóða
upp á alls konar skemmtilegt fyrir þá
sem leggja okkur lið. Til dæmis fyrir
væna upphæð ætlum við að bjóða
upp á ferð um Gullna hringinn,
nema í okkar eigin stíl.“ – gj
Selja allar spjarir sínar
nema spítalagallana
Fjórar af þeim tíu Reykjavíkurdætrum sem munu selja úr fataskápunum sínum í dag. Á myndinni eru þær Jóhanna, Salka,
Bergþóra og Steinunn. FRettaBlaðið/SteFÁn
Reykjavíkurdætur ætla að selja af sér spjar-
irnar á Prikinu í dag. Meðal þess sem verður
til sölu eru ýmsir tónleikabúningar.
Aðalfundur Félags tæknifólks í rafiðnaði verður haldinn í
húsnæði RSÍ að Stórhöfða 31, Grafarvogsmegin
miðvikudaginn 13. apríl 2016 kl. 17.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins
Kosning fulltrúa á ársfund Stafa
Önnur mál
Reykjavík 31.04.2016
Stjórn
Félags Tæknifólks í rafiðnaði
AÐALFUNDUR
FÉLAGS TÆKNIFÓLKS Í RAFIÐNAÐI
YKKAR FÉLAG
www.rafis.is/ftr | www.ftr.is
„Ég á lítinn guðson, þriggja ára, sem
var að fá frumgreiningu einhverfu.
Þetta er svolítið sérstakt en maður
reynir bara að líta á þetta með
jákvæðum augum og öðlast skilning
á þessu. Ég á eftir að kynna mér þessi
mál betur og finnst að sem flestir
ættu að gera það,“ segir söngvarinn
Valdimar sem ásamt samnefndri
hljómsveit auk Hjálma og Júníusar
Meyvants kemur fram á styrktartón-
leikum í Gamla bíói í kvöld í tilefni
alþjóðlegs dags einhverfunnar.
Allur ágóði rennur til málefnisins.
Í ár safnar Styrktarfélag barna með
einhverfu fyrir gerð á uppbyggilegu
fræðsluefni um einhverfu ætluðu
börnum en mikill skortur er á slíku.
Í dag kl. 14 stendur félagið fyrir
góðgerðarspinning þar sem frægir
Íslendingar hjóla til góðs. Fjölmörg
fyrirtæki hafa lagt
málefninu lið með
því að „kaupa“ hjól
og senda sinn full-
trúa, þjóðþekkt-
an, til að hjóla
fyrir sig.
– ibs
Hjólað og spilað fyrir
börn með einhverfu
2 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r68 l í f i ð ∙ f r É T T a B l a ð i ð