Fréttablaðið - 02.04.2016, Blaðsíða 59
| AtvinnA | LAUGARDAGUR 2. apríl 2016 17
Eldhús - Matsalur
Óskum eftir starfsmanni í eldhús og matsal. 100%
starfshlutfall.
Unnið aðra hverja helgi. Íslenskukunnátta nauðsynleg.
Umsóknir sendist á netfangið gardar@sbh.is
fyrir 25. apríl.
Eldhús - Matsalur
Óskum eftir starfsmanni í eldhús og matsal. 100% starfshlutfall.
Unnið aðra hverja helgi. Íslenskukunnátta nauðsynleg.
Upplýsingar veitir Garðar Halldórsson forstöðumaður eldhúss í s: 550-0321
Eldhús - Matsalur
Óskum eftir starfsmanni í eldhús og m tsal. 100% starfshlutfall.
Unnið aðra hverja helgi. Íslenskukunnátta nauðsynleg.
Upplýsingar veitir Garðar Halldórsson forstöðumaður eldhúss í s: 550-0321
SÉRFRÆÐINGUR
Í EFTIRLITI MEÐ
VIÐSKIPTAHÁTTUM OG
NEYTENDAVERND
Eftirlitssvið Fjármálaeftirlitsins
leitar að sérfræðingi í eftirliti
með heilbrigðum og eðlilegum
viðskiptaháttum á fjármálamarkaði.
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ
THE FINANCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, ICELAND
Eftirlitssvið hefur yfirsýn yfir starfsemi eftirlitsskyldra aðila, fylgist með því að starfsleyfisskilyrði séu uppfyllt og
að gripið sé til viðeigandi ráðstafana ef tilefni er til þannig að viðvarandi eftirlit sé viðhaft. Einnig að starfsemi
eftirlitsskyldra aðila samræmist eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum í skilningi sérlaga á fjármálamarkaði.
Þá hefur sviðið yfirumsjón með setningu reglna og leiðbeinandi tilmæla ásamt innleiðingu réttarreglna sem gilda
á Evrópska efnahagssvæðinu.
Starfssvið
• Eftirlit með heilbrigðum og eðlilegum viðskiptaháttum á fjármálamarkaði
• Taka á móti, greina og vinna úr upplýsingum um fjármálamarkaði
• Mat á hvort viðskiptahættir séu heilbrigðir og eðlilegir, m.a. gagnvart viðskiptavinum eftirlitsskyldra aðila
• Veita neytendum á fjármálamarkaði leiðbeiningar um leiðir sem í boði eru til þess að fá skorið úr ágreiningi
við eftirlitsskylda aðila
• Þátttaka í innra starfi Fjármálaeftirlitsins og reglusetningu
Menntunar- og hæfnikröfur
• Háskólagráða í viðskiptafræði, hagfræði eða sambærileg menntun
• Viðeigandi þekking og reynsla af eftirlitsstörfum eða fjármálamarkaði
• Reynsla af ráðgjöf og þekking á leiðbeiningaskyldu stjórnvalda
• Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, ábyrgð og metnaður í starfi
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku sem og í miðlun upplýsinga
Umsjón með starfinu hafa Rúnar Guðmundsson aðstoðarframkvæmdastjóri eftirlitssviðs (runar@fme.is) og
Árni Ragnar Stefánsson mannauðsstjóri (arni@fme.is).
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is eða á
www.starfatorg.is.
Umsóknarfrestur er til og með 18. apríl nk. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem
gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.
Ísfélag Vestmannaeyja hf. óskar eftir að ráða
verkstjóra í frystihús félagsins á Þórshöfn.
Verkstjóri vinnur náið með vinnslustjóra
og framleiðslustjóra.
Framleiðsla Ísfélagsins er vertíðarskipt.
Á uppsjávarvertíðum er unnið á vöktum
og þess á milli er unninn bolfiskur.
Farið verður með umsóknir sem
trúnaðarmál og verður öllum svarað.
Helstu verkefni:
• Dagleg stjórnun og skipulagning fisk
vinnslu í samráði við framleiðslustjóra.
• Ábyrgð á að gæðakerfi félagsins sé virkt.
• Ábyrgð á að unnið sé í samræmi við
verklagsreglur og verklýsingar
í gæðahandbók félagsins.
• Þátttaka í þjálfun starfsmanna og
nýliðafræðslu.
Menntunar og hæfniskröfur:
• Reynsla af stjórnun er kostur.
• Reynsla og/eða menntun í sjávarútvegi
og/eða mikil reynsla af verkstjórn og
starfsmannahaldi.
• Þrautseigja og úthald til vaktavinnu.
• Skipulagshæfileikar og snyrtimennska.
• Tölvufærni er æskileg.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
Nánari upplýsingar veitir
Siggeir Stefánsson framleiðslustjóri
í síma 894 2608 eða á siggeir@isfelag.is
Umsóknir skulu sendast til
Ísfélags Vestmannaeyja hf.,
Eyrarvegi 16, 680 Þórshöfn
eða á netfangið siggeir@isfelag.is.
Umsóknarfrestur er til og með
11. apríl 2016.
Verkstjóri
á þórshöfn
Strandvegi 26 | 900 Vestmannaeyjum | s. 488 1100 | www.isfelag.is
Ertu að leita
að talent?
Við finnum
starfsmanninn fyrir þig
lind@talent.is
bryndis@talent.is
www.talent.is | talent@talent.is
ER Í LOFTINU
SPRENGISANDUR
SIGURJÓN M. EGILSSON OG UMRÆÐA SEM SKIPTIR MÁLI
KL. 10:00 12:00SUNNUDAG
ÁFENGIS OG VÍMUEFNARÁÐGJAFI
Áfengis- og vímuefnaráðgjafi óskast til starfa,
á Meðferðarheimilið Krýsuvík.
Þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Vinsamlega hafið samband á netfangið toggi@krysuvik.is